Leita í fréttum mbl.is

Bloggfćrslur mánađarins, apríl 2016

Skólaskákmót Reykjavíkur fer fram á morgun - skráningarfrestur rennur út í dag

Skólaskákmót Reykjavíkur 2016 fer fram í Laugalćkjarskóla mánudaginn 25. apríl. Mótiđ hefst 16:30. Mćting 16:15.Teflt verđur í yngri flokki (1. - 7. bekkur) og eldri flokkur (8.-10. bekkur).Tefldar verđa sjö umferđir međ tíu mínútum á klukkunni.

Mótiđ er ćtlađ sterkustu skákmönnum og/eđa skólameisturum hvers reykvísks skóla. Hver skóli hefur ţannig rétt á ađ senda einn keppanda í hvorn flokk. Séu margir sterkir skákmenn í sama skóla geta skákkennarar, liđsstjórar, foreldrar, skákmenn sjálfir eđa skólastjórnendur óskađ eftir fleiri sćtum.

Ţátttaka og ósk eftir fleiri sćtum berist í netfangiđ stefan@skakakademia.is fyrir mótsdag. Skráning á mótsdegi er ekki tekin gild. Skráning ţarf ađ innihalda fullt nafn, bekk og skóla.

Í eldri flokki er teflt um eitt sćti á Landsmótinu í skólaskák. Í yngri flokki er teflt um tvö sćti á Landsmótinu í skólaskák. Landsmótiđ fer fram í Kópavogi 5. – 8. maí.


Öđlingamót TR: Skákir fjórđu umferđar

Ţórir Benediktsson hefur slegiđ inn skákir fjórđu umferđar Skákmóts öđlinga. Ţćr fylgja međ sem viđhengi.

Nánar á heimasíđu TR.


Skákţáttur Morgunblađsins: Karjakin dregur sig út úr "Norska mótinu"

Karjakin - Carlsen ungirHeimsmeistaraeinvígi Magnúsar Carlsen og Sergei Karjakin hefst í New York ţann 11. nóvember. Ţeir munu tefla 12 skákir. Verđi jafnt ađ ţeim loknum verđur gripiđ til skáka međ styttri umhugsunartíma. Ţótt enn sé meira en hálft ár til keppni er taugastríđiđ hafiđ, sem m.a kemur fram í atburđarás tengdri „Norska skákmótinu“ sem hefst á mánudaginn í Stafangri. Ţar var Karjakin skráđur til leiks ásamt Magnúsi Carlsen, Kramnik, Giri, Aronjan, Vachier-Lagrave, Eljanov, Topalov, Harikrishna og Grandelius. Ţann 6. apríl barst hins vegar yfirlýsing úr herbúđum Karjakins ţess efnis ađ hann yrđi ađ hćtta viđ ţátttöku. Bar hann viđ önnum og mikilli ţreytu sem mun hafa sótt á hann eftir áskorendamótiđ á dögunum.

Norski mótshaldarinn brást ađ vonum illa viđ og upplýsti ađ fyrir lćgi undirritađur samningur milli ađila. Bćtti hann ţví viđ ađ málinu vćri ekki lokiđ og gaf ţannig í skyn ađ ţađ yrđi hugsanlega til lykta leitt fyrir dómstólunum. Jafnframt var kynntur til leiks nýr ţátttakandi og var ţađ Kínverjinn Li Chao, sem sigrađi á Reykjavíkurskákmótinu 2014. Sá tók bođinu fengis hendi og sló fyrirhuguđu brúđkaupi sínu á frest um nokkrar vikur.

Auđvitađ dylst engum ađ Karjakin er međ ţessu ađ hefja kalt stríđ fyrir einvígiđ í haust. Saga heimsmeistaraeinvígjanna, frá ţví fyrsta sem haldiđ var áriđ 1886, er krökk af óvćntum uppákomum í ađdraganda ţeirra sem viđ Íslendingar ţekkja manna best. Ţegar Botvinnik kom fram á sjónarsviđiđ sem heimsmeistari um miđja síđustu öld fengu menn fljótlega ađ kynnast leikreglum lituđum af vćnisýki sem barátta Kasparovs og Karpovs síđar – á árunum 1984-91 – dró dám af.

Karjakin vill greinilega ekki vera eftirbátur ţessara manna og hefur ţegar tekist ađ hleypa illu blóđi í frćndur okkar Norđmenn, sem ţó vita ađ Magnús er betri og hefur reynst Karjakin erfiđur ljár í ţúfu. Eftirfarandi viđureign sem tefld var á skákmótinu í Wijk aan Zee fyrir nokkrum árum er raunar gott dćmi um hćfni heimsmeistarans til ađ laga sig ađ stíl andstćđingsins og skjóta honum skelk í bringu međ óvćntri byrjun sem hann teflir óađfinnanlega:

Wijk aan Zee 2010:

Sergei Karjakin – Magnús Carlsen

Frönsk vörn

1. e4 e6

Frönsk vörn hafđi ekki veriđ fyrirferđarmikil í skákum Magnúsar ţegar ţessi viđureign fór fram.

2. d4 d5 3. Rc3 Rf6 4. e5 Rfd7 5. f4 c5 6. Rf3 Rc6 7. Be3 Be7 8. Dd2 O-O 9. Be2 a6 10. O-O b5 11. Kh1 Dc7 12. a3 Bb7 13. Had1 Hac8 14. De1 cxd4 15. Rxd4 Rxd4 16. Bxd4 Bc5 17. Dh4 Bxd4 18. Hxd4 f6 19. Bd3 h6 20. exf6 Hxf6 21. f5?!

Ein helsta ónákvćmni Karjakins. Hann gat haldiđ jafnvćgi međ 21. Dg3.

21. ... Hcf8 22. Hg1 Rc5 23. fxe6 Rxe6 24. Hg4 Rf4 25. Dg3 De7! 

GK3VJ04KKyrrlátur leikur en magnađur, svartur hótar 27. ... d4 međ ţađ fyrir augum ađ taka síđan á g2 međ riddara. Karjakin sá sig knúinn til ađ gefa skiptamun.

26. Hxf4 Hxf4 27. Re2 Hf1 28. Rd4 Hxg1 29. Kxg1 He8 30. h4 De1 31. Kh2 Dxg3 32. Kxg3 Kf7 33. Kf2 Kf6 34. g3 Bc8 35. c3 Bg4 36. Bc2 g5 37. hxg5 hxg5 38. Bb3 Ke5 39. Bc2 Hf8 40. Kg2 Bd7 41. Rf3 Kf6 42. Bb3 g4 43. Rd4 Ke5 44. Bc2 a5

Karjakin tókst ađ halda stöđunni lokađri um stund en gegn framrás b-peđsins á hann enga vörn.

45. Bd1 Ke4

– og hvítur gafst upp.

.

Grein ţessi birtist í Morgunblađinu 16. april 2016

Skákţćttir Morgunblađsins


Ţorvarđur efstur á Öđlingamótinu

Ţorvarđur

Ţegar fjórum umferđum er lokiđ á Skákmóti öđlinga er Ţorvarđur F. Ólafsson (2195) einn efstur međ fullt hús vinninga. Ţorvarđur sigrađi Magnús Kristinsson (1822) í fjórđu umferđ en báđir höfđu ţeir lagt alla sína andstćđinga fyrir umferđina. Magnús er í 2.-4. sćti međ 3 vinninga ásamt Stefáni Arnalds (2007) og Ólafi Gísla Jónssyni (1904).

Nokkuđ var um óvćnt úrslit og má fyrst nefna sigur Ólafs Gísla á Fide-meistaranum Sigurđi Dađa Sigfússyni (2299) og sömuleiđis lagđi Ingi Tandri Traustason (1916) Kjartan Maack (2110). Ţá gerđu núverandi öđlingameistari Einar Valdimarsson (2029) og Kristján Geirsson (1492) jafntefli.

Fimmta umferđ fer fram nćstkomandi miđvikudagskvöld og hefst kl. 19.30. Ţá leiđa m.a. saman hesta sína Ţorvarđur og Ólafur, Stefán og Magnús, sem og Sigurđur Dađi og Óskar Long Einarsson (1691). Áhorfendur velkomnir – heitt á könnunni!

Henrik međ 1˝ vinning í tveimur skákum í dag

Stórmeistarinn Henrik Danielsen (2480) hlaut 1˝ vinning í 4. og 5. umferđ Copenhagen Chess Challenge sem fram fóru í dag. Í fyrri skák dagsins vann Henrik danska FIDE-meistarann Jacob Sylvan (2325) og í ţeirri síđari gerđi hann jafntefli viđ nýjasta stórmeistara ţeirra Dana Mads Andersen (2504). Henrik hefur 4 vinninga og er í 3.-5. sćti.

Á morgun eru tefldar tvćr umferđir. Í ţeirri fyrri teflir hann viđ ţýska FIDE-meistarann Fabian Englert (2391). 

62 skákmenn frá 10 löndum taka ţátt í mótinu. Ţar af eru 7 stórmeistarar. Henrik er fjórđi stigahćsti keppandinn.

 


Ársreikningar SÍ áriđ 2015

SkaksambandIslandsLogoÁrsreikningur Skáksambands Íslands fyrir áriđ 2015 er nú ađgengilegur. Hann fylgir međ sem PDF-viđhengi.

 


Skrár tengdar ţessari bloggfćrslu:

Meistaramót Skákskóla Íslands 2016 fer fram tvćr nćstu helgar

Meistaramót  Skákskóla Íslands fyrir starfsáriđ 2015/2016 verđur ađ ţessu sinni haldi í tveim hlutum. Flokkur keppenda undir 1600 elo – stigum og stigalausum hefst föstudaginn 20. maí og lýkur 22. maí. Ţar er umhugsunartími er 30 30 og verđur mótiđ reiknađ til alţjóđlegra stiga.

Keppni í styrkleikaflokki ţeirra sem eru međ 1600 elo stig og meira fer svo fram helgina 27 – 29. maí nk. Vakin er athygli á ţví ađ tímamörk eru mismunandi í flokkunum og fćrri umferđir verđa tefldar í efri styrkleikaflokknum ţar er teflt um sćmdarheitiđ Meistari Skákskóla Íslands.  Núverandi handhafi ţeirrar nafnbótar  Jón Trausti Harđarson.

Ţátttökurétt hafa nemendur skólans og allir ţeir sem tekiđ hafa ţátt í námskeiđum á vegum skólans eđa hlotiđ ţjálfun á vegum skólans.  

Ađ öđru leyti áskilur skólastjóri/mótsnefnd sér rétt til ađ bjóđa völdum einstaklingum til ţátttöku.

Mótsnefnd mun jafnframt taka afstöđu til óska ţeirra sem ekki ná stigalágmörkum en vilja líka tefla í stigahćrri flokknum. 

Flokkur undir 1600–elo-stigum og stigalausir: 

  1. umferđ: Föstudagurinn 20. maí kl. 18
  2. umferđ: Föstudagurinn 20. maí kl. 20 
  1. umferđ. Laugardagur 21. maí kl. 10-13.
  2. umferđ: Laugardagurinn 21. maí 13 –16
  3. umferđ: Laugaradgurinn 21. maí 16-19 

6.. umferđ: Sunnudagurinn 22. maí kl. 10-13.

  1. umferđ: Laugardagurinn 22. maí kl. 13 –16
  2. umferđ: Laugaradgurinn 22. maí kl. 16-19


Tímamörk í öllum umferđunum 30 30.

Keppendur geta tekiđ ˝ vinning yfirsetu í fyrstu fimm umferđunum en tilkynna verđur um yfirsetuna fyrir umferđ og áđur en rađađ er í ţá nćstu

Flokkur keppenda međ 1600 – elo stig og meira. 

Tefldar verđa sex umferđir eftir svissneska kerfinu í báđum flokkum.

Dagskrá mótsins verđur međ eftirfarandi hćtti:

Flokkur 1600 alţjóđleg elo – stig og ofar: 

  1. umferđ: Föstudagurinn 27. maí kl. 16
  2. umferđ: Föstudagurinn 27. maí kl. 20 
  1. umferđ. Laugardagur 28. maí kl. 10
  2. umferđ: Laugardagurinn 30. maí 15 
  1. umferđ: Sunnudagurinn 29. maí kl. 10
  2. umferđ: Sunnudagurinn 29. maí kl. 15

Tímamörk í öllum umferđunum 90 30. 

Keppendur geta tekiđ ˝ vinnings yfirsetu í fyrstu fjórum umferđunum en verđa ađ tilkynna um yfirsetuna fyrir umferđina og áđur en rađađ er í nćstu umferđ.

Skákmenn sem eru međ minna en 1600 elo- stig geta óskađ eftir ţví ađ tefla í flokki stigahćrri keppenda og mun mótsnefnd taka afstöđu til ţess og skila niđurstöđu međ góđum fyrirvara. 

Verđlaun í flokki 1600 elo + 

  1. verđlaun: farmiđi ađ verđmćti kr. 50 ţús + uppihaldskostnađur á kr. 35 ţús.
  2. verđlaun farmiđi ađ verđmćti kr. 40 ţús.
  3. – 5. sćti Vandađar skákbćkur.

Auk ţess verđa veitt stigaflokkaverđlaun í mótinu: 

1800 – 2000 elo:

Farmiđi ađ verđmćti kr. 40 ţús. 

1600-1800 elo:

Farmiđi ađ verđmćti kr. 40 ţús. 

Verđlaun í flokki 1600 elo og minna  og stigalausra: 

  1. verđlaun: farmiđi ađ verđmćti kr. 40 ţús:
  2. – 3. verđlaun: vandađar skákbćkur ađ eigin vali. 

Verđlaun fyrir keppendur sem eru međ 1200 elo stig og minna:

  1. verđlaun: vandađar skákbćkur.
  2. verđlaun: Landsliđstreyja „tólfunnar“ vegna EM í knattspyrnu í Frakklandi.
  3. verđlaun: Landsliđstreyja „tólfunnar“ vegna EM í knattspyrnu í Frakklandi. 

Mótsstig úrskurđa verđi keppendur jafnir ađ vinningum í báđum flokku - nema í keppni um 1.  sćti í stighahćrri flokknum . Ţá skal teflt um titilinn Meistari Skákskóla Íslands 2016.

 


Bárđur Örn, Joshua og Batel unnu Rótarýbikarana 

Sigurvegarar á sumarskákmóti Fjölnis ásamt Gylfa Magnússyni frá Rótarý Grafarvogi og Helga Árnasyni formanni skákdeildar FjölnisSumarskákmót Fjölnis var frá upphafi til enda afar jafnt, skemmtilegt og spennandi. Ţađ var haldiđ í Rimaskóla á hátíđarsvćđi Grafarvogshverfis á sumardaginn fyrsta. Bárđur Örn Birkisson Smáraskóla varđ sigurvegari mótsins líkt og í fyrra međ 5,5 vinninga af 6 mögulegum en nýir sigurvegarar voru krýndir í yngri- og stúlknaflokk. Joshua Davíđsson í 5. bekk Rimaskóla sem fór hamförum á Íslandsmóti grunnskóla um síđustu helgi hélt áfram beittri taflmennsku og vann yngri flokkinn međ 5 vinninga og hin kornunga Batel G. Haile varđ efst stúlkna í hnífjafnri keppni međ 3 vinninga líkt og ţrjár ađrar stúlkur, en Batel reyndist hćrri á stigum.

Ţessi ţrjú hlutu glćsilega eignarbikara sem Gylfi Magnússon félagi í Rótarýklúbb Grafarvogs afhenti. Gylfi er mikill skákáhugamađur og hefur oft stutt barna-og unglingastarf skákdeildar Fjölnis. Sumarskákmótiđ var afar velmannađ og mjög fjölmennt. Mótiđ var liđur í dagskrá Barnamenningahátíđar í Reykjavík 2016. Góđir vinningar voru í bođi 20 bíómiđar frá SAMbíóunum sem reka kvikmyndahús víđa um höfuđborgarsvćđiđ.

Mikil og góđ ţátttaka var á Sumarskákmóti Fjölnis og teflt til vinnings í hverri skákFlestir sterkustu skákkrakkar landsins, 16 ára og yngri, tóku ţátt í  sumarskákmótinu en helmingur 52 ţátttakenda voru félagar í Skákdeild Fjölnis. Teflt var í einum flokki en verđlaunađ í ţremur. Nćstir í röđinni á eftir sigurvegurunum Bárđi Erni og Joshua voru liđsmenn sterkustu skólaskáksveita grunnskóla; Davíđ Kolka Álfhólsskóla, Björn Hólm tvíburabróđir Bárđar Arnar, Jóhann Arnar Rimaskóla, Laugalćkjarstrákarnir Daníel Ernir, Aron Mai og Alexander Mai, Árni Ólafsson Hlíđaskóla og Kristján Dagur Langholtsskóla. Stefán Bergsson og Helgi Árnason voru skákstjórar og hrósuđu ţeir ţátttakendum óspart fyrir góđa frammistöđu og hegđun. 

Lokastöđuna má nálgast á Chess-Results.

Samhliđa Sumarskákmótinu var haldiđ fyrsta peđaskákmót Fjölnis fyrir Leikskólakrakka og ţar urđu efst Emil Kári Jónsson, Jósef Ómarsson og Svandís María Gunnarsdóttir leikskólanum Lyngheimum, miklir peđaskákmeistarar sem urđu einnig í efstu sćtum á Jólapeđaskákmóti Hugins í des. sl. Í verđlaun fengu ţau glćsilegar húfur frá 66°N. Lenka Patcnikova stórmeistari hélt utan um peđaskákmótiđ.

Verđlaunahafar á Peđaskákmóti Fjölnis međ vinningshúfurnar frá 66°N  

 


Carlsen efstur á Norway Chess eftir sigur á Grandelius

Carlsen- GrandeliusMagnus Carlsen (2851) vann Nils Grandelius (2649) í afar skemmtilegri skáklegri skák í ţriđju umferđ Norway Chess sem fram fór í gćr.  Öđrum skákum lauk međ jafntefli. Heimsmeistarinn er efstur međ 2˝ vinning. Vachier-Lagrae (2788) og Kramnik (2801) eru í 2.-3. sćti međ 2 vinninga.

Fjórđa umferđ hefst nú kl. 14. Ţá mćtast međal annars Chao Li (2755) - Carlsen og MVL - Kramnik.

 

 


Henrik međ 2˝ vinning eftir 3 umferđir í Kaupmannahöfn

Stórmeistarinn Henrik Danielsen (2480) er međal keppenda á Copenhagen Chess Challenge sem hófst í gćr í Kaupmannahöfn. 

Í gćr hann hann danska FIDE-meistarann Mogens Nye (2160). Í dag voru tefldar tvćr umferđir. Í ţeirri fyrri gerđi hann jafntefli viđ fćreyska alţjóđlega meistarann John Arni Nielsen (2300) og ţeirri síđari vann hann danska FIDE-meistarann Mikkel Mansori Jacobsen (2210) á snaggaralegan hátt.

Á morgun eru tefldar tvćr umferđir. Í ţeirri fyrri teflir hann viđ danska FIDE-meistarann Jacob Sylvan (2325).

62 skákmenn frá 10 löndum taka ţátt í mótinu. Ţar af eru 7 stórmeistarar. Henrik er fjórđi stigahćsti keppandinn.

 


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.5.): 31
  • Sl. sólarhring: 34
  • Sl. viku: 168
  • Frá upphafi: 8765616

Annađ

  • Innlit í dag: 22
  • Innlit sl. viku: 139
  • Gestir í dag: 18
  • IP-tölur í dag: 16

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband