Leita í fréttum mbl.is

Bloggfćrslur mánađarins, apríl 2016

MVL vann Giri - efstur ásamt Carlsen og Kramnik

Giri-MVL

Franski stórmeistarinn Maxime Vachier-Lagrave (2788) yfirspilađi Anish Giri (2790) međ svörtu í annarri umferđ Norway Chess-mótsins sem fram fór í Stafangri í gćr. Öđrum skákum lauk međ jafntefli og ţar međ taliđ skák Topalovs (2754) og Carlsen (2851). MVL, Carlsen og Kramnik (2801) eru efstir međ 1˝ vinning. 

Ţriđja umferđ hefst í dag kl. 14. Ţá mćtast međal annars: Carlsen-Grandelius (2649), MVL - Eljanov (2765) og Kramnik-Giri.

 

 


Fannar og Eyţór umdćmismeistarar í skólaskák

umdaemismot_2016Umdćmismót í skólaskák var teflt í Skákheimili Skákfélags Akureyrar síđasta vetrardag, 20. apríl. Sjö keppendur voru mćttir til leiks í yngri flokki (1-7. bekk) og fjórir í eldri flokki (8-10. bekk). Tefldar voru 10 mínútna skákir. 

Í eldri flokki var tefld tvöföld umferđ. Baráttan var mjög jöfn og eftir ađ ţeir Eyţór Kári og Arnar Smári komu jafnir í mark, ţurftu ţeir ađ tefla til úrslita um meistaratitilinn. Ţar réđ dramatíkin ríkjum; í fyrri skákinni pattađi var Eyţór međ unniđ tafl, en pattađi andstćđinginn óvart! Ţeir ţurftu ţví ađ tefla ađra skák; ţá sást Arnari yfir má í einum leik(!), missti tökin eftir ţađ og tapađi.

Í yngri flokki stóđ baráttan milli ţeirra Fannars Breka og Gabríels Freys, sem vann ţennan flokk í fyrra. Skák ţeirra í nćstsíđustu umferđ var alger úrslitaskák og ţar hafđi Fannar betur. 

Sigurvegararnir í báđum flokkum unnu sér rétt til ađ keppa á Íslandsmótinu í skólaskák sem fram fer 6-8. maí í Smáraskóla.  Ţar sem Norđurland eystra á í ţetta sinn rétt á tveimur sćtum í eldri flokki, gefur annađ sćti Arnars Smára honum einnig keppnisrétt á mótinu.  


Sumarskákmót Fjölnis fer fram í dag

IMG_6731

 

Skákdeild Fjölnis heldur sitt árlega sumarskákmót í Rimaskóla á sumardaginn fyrsta međ glćsilegum hćtti.  Mótiđ hefst kl. 14:00 n.k. fimmtudag 21. apríl og ţví lýkur kl. 16:00. Líkt og í fyrra er ţetta vinsćla skákmót hluti af Barnamenningarhátíđ í Reykjavík. Dagskrá hverfishátíđar Grafarvogs í Rimaskóla lýkur međ ţessu áhugaverđa skákmóti. Rótarýklúbbur Grafarvogs gefur glćsilega eignarbikara til keppninnar til sigurvegara í eldri og yngri flokk og í stúlknaflokki.

Mótiđ er ćtlađ öllum grunnskólabörnum og í verđlaun verđa 20 bíómiđar í SAMbíóunum auk nokkurra happadrćttisvinninga. Ţátttaka er ókeypis en í skákhléi verđur hćgt ađ kaupa veitingar, Prins póló og drykk á 200 kr. Tefldar verđa sex umferđir međ sex mínútna umhugsunartíma. Skráning á mótstađ. Ţátttakendur eru hvattir til ađ mćta tímanlega. 

Samhliđa sumarskákmótinu heldur Skákdeild Fjölnis sitt fyrsta Peđaskámót deildarinnar, ćtlađ leikskólabörnum. Í lok peđaskákmótsins fćr sigurvegarinn afhentan eignarbikar og fimm efstu ţátttakendurnir fá verđlaun.


Jóhann Örn sigrađi á minningarmóti Ţorsteins

Ćsir í Ásgarđi tefldu í gćr í minningu fallins félaga Ţorsteins Guđlaugssonar sem féll frá í mars 2014. Tuttugu og átta skákvinir mćttu til leiks í gćr. Sigurđur Ţorsteinsson heiđrađi minningu föđur síns og mćtti á stađinn og afhenti sigurvegurum verđlaunin.

Ţarna voru mćttir margir mjög öflugir skák menn og hart barist á flestum borđum. Uppskeran vill nú oft vera misgóđ t.d fékk undirritađur (Finnur Kr. Finnsson) ađeins ˝ vinning úr fyrstu fimm skákunum,, en tókst svo ađ hrista af sér sleniđ og náđi 4 vinningum úr síđustu fimm umferđunum.

Jóhann Örn Sigurjónsson og Ţór Valtýsson urđu jafnir og efstir međ 8 vinninga af 10. Jóhann var dálítiđ hćrri á stigum og fékk gulliđ. Guđfinnur R Kjartansson fékk svo bronsiđ međ7 ˝ vinning. 

Sjá nánar í töflu og myndir frá ESE.

Ćsir 2016-04-19


Carlsen, Kramnik og Giri unnu í fyrstu umferđ á Norway Chess

carlsen-hari-777x437
Fyrsta umferđ Norway Chess-mótsins hófst í Stafangri í gćr. Magnus Carlsen (2851), Vladimir Kramnik (2801 og Anish Giri (2790) hófu ţađ međ sigri. Carlsen vann Indverjann Pentala Harikrishna (2763), Kramnik hafđi sigur á Nils Grandelius (2649) og Giri lagđi Pavel Eljanov (2765) ađ velli.

Fyrsta skipti í 730 daga sem heimsmeistarinn vinnur í fyrstu umferđ. Jafnframt fyrsta sigurskák Anish Giri eftir um 20 jafntefli í röđ en hann síđast skák á EM landsliđa í Laugardalshöll!

Í norskum fjölmiđlum í gćr voru fréttir ţess efnis ađ heimsmeistaraeinvígi Carlsen og Karjakin yrđi mögulega ekki haldiđ í New York eins og ađ hefur veriđ stefnt heldur í Moskvu. FIDE hefur ekkert gefiđ út um mögulegan flutning á einvíginu. 

Carlsen mćtir Topalov (2754) í annarri umferđ sem hefst kl. 14 í dag.

 


Skákir áskorendaflokks

Daníel Ernir Njarđarson hefur slegiđ inn allar skákir áskorendaflokks Íslandsmótsins í skák. Ţćr fylgja međ sem viđhengi. 

 


Norway Chess-mótiđ hafiđ

Norway Chess-mótiđ hófst nú kl. 14 í Stafangri í Noregi. Međal keppenda eru Magnus Carlsen (2851), Vladimir Kramnik (2801) og jafnteflisvélin Anish Giri (2790). 

Hćgt er ađ nálgast skákir Norway Chess í beinni útsendingu á Chess24.

Keppendalistann má finna hér.

Heimasíđa mótsins


Skólaskákmót Reykjavíkur 25. apríl í Laugalćk

Skólaskákmót Reykjavíkur 2016 fer fram í Laugalćkjarskóla mánudaginn 25. apríl. Mótiđ hefst 16:30. Mćting 16:15.Teflt verđur í yngri flokki (1. - 7. bekkur) og eldri flokkur (8.-10. bekkur).Tefldar verđa sjö umferđir međ tíu mínútum á klukkunni.

Mótiđ er ćtlađ sterkustu skákmönnum og/eđa skólameisturum hvers reykvísks skóla. Hver skóli hefur ţannig rétt á ađ senda einn keppanda í hvorn flokk. Séu margir sterkir skákmenn í sama skóla geta skákkennarar, liđsstjórar, foreldrar, skákmenn sjálfir eđa skólastjórnendur óskađ eftir fleiri sćtum.

Ţátttaka og ósk eftir fleiri sćtum berist í netfangiđ stefan@skakakademia.is fyrir mótsdag. Skráning á mótsdegi er ekki tekin gild. Skráning ţarf ađ innihalda fullt nafn, bekk og skóla.

Í eldri flokki er teflt um eitt sćti á Landsmótinu í skólaskák. Í yngri flokki er teflt um tvö sćti á Landsmótinu í skólaskák. Landsmótiđ fer fram í Kópavogi 5. – 8. maí.


Sumarskákmót Fjölnis fer fram á sumardaginn fyrsta

IMG_6731

 

Skákdeild Fjölnis heldur sitt árlega sumarskákmót í Rimaskóla á sumardaginn fyrsta međ glćsilegum hćtti.  Mótiđ hefst kl. 14:00 n.k. fimmtudag 21. apríl og ţví lýkur kl. 16:00. Líkt og í fyrra er ţetta vinsćla skákmót hluti af Barnamenningarhátíđ í Reykjavík. Dagskrá hverfishátíđar Grafarvogs í Rimaskóla lýkur međ ţessu áhugaverđa skákmóti. Rótarýklúbbur Grafarvogs gefur glćsilega eignarbikara til keppninnar til sigurvegara í eldri og yngri flokk og í stúlknaflokki.

Mótiđ er ćtlađ öllum grunnskólabörnum og í verđlaun verđa 20 bíómiđar í SAMbíóunum auk nokkurra happadrćttisvinninga. Ţátttaka er ókeypis en í skákhléi verđur hćgt ađ kaupa veitingar, Prins póló og drykk á 200 kr. Tefldar verđa sex umferđir međ sex mínútna umhugsunartíma. Skráning á mótstađ. Ţátttakendur eru hvattir til ađ mćta tímanlega. 

Samhliđa sumarskákmótinu heldur Skákdeild Fjölnis sitt fyrsta Peđaskámót deildarinnar, ćtlađ leikskólabörnum. Í lok peđaskákmótsins fćr sigurvegarinn afhentan eignarbikar og fimm efstu ţátttakendurnir fá verđlaun.


150 keppendur tóku ţátt í Meistaramóti Kópavogs í skólaskák

150 keppendur tóku ţátt í Meistaramóti Kópavogs í skólaskák sl. föstudag. Teflt var í fjórum flokkum (1., 2., 3. og 4. bekkur). Gleđin  var mikil á mótinu og bros á öllum andlitum. Úrslitin í sjálfu sér eru aukaatriđi en ţau verđur ađ sjálfsögđu ađ nefna! Ţau urđu

4. bekkur (44 keppendur)

13036613_10207133683193710_459790126_oDrengir

Óttar Örn Bergmann Sigfússon (Snćlandsskóla) kom sá og sigrađi, Gabríel Sćr Bjarnţórsson (Álfhólsskóla) varđ annar og Benedikt Briem (Hörđuvallaskóla) varđ ţriđja drengja.

Stúlkur13063835_10207133683473717_1905996336_o

Ţórdís Agla Jóhannsdóttir (Salaskóla) var efst stúlkna, Freyja Birkisdóttir (Smáraskóla) varđ önnur og Guđbjörg Eva Jóhannesdóttir (Álfhólsskóla) varđ ţriđja.

Heildarstađan

3. bekkur (42 keppendur)


13036329_10207109117339579_1055376772_oDrengir

Gunnar Erik Guđmundsson (Salaskóla) sigrađi međ fullu hús. Brynjar Emil Kristjánsson (Salaskóla) og Elmar Franz Ólafsson (Hörđuvallaskóla) koma nćstir.

Stúlkur13035685_10207109117979595_2026156781_o

Eyrún Birna Davíđsdóttir varđ efst stúlkna, María Pála Marcello (Smáraskóla) varđ önnur Dóra Jensína varđ ţriđja.

Heildarstađan

2. bekkur (40 keppendur)

Drengir

12991777_10207109649632886_579648628_oTómas Möller (Vatnsendaskóla) sigrađi međ fullu hús. Emil Gauti Vilhelmsson (Hörđuvallaskóla) varđ annar einnig međ fullt hús. Hákon Hafţórsson (Salaskóla) hlaut ţriđja sćtiđ.

Sesselja Kjartansdóttir (Salaskóla) varđ efst stúlkna, Katrín María 13016595_10207109650192900_1913401852_o
Jónsdóttir (Salaskóla) varđ önnur og Arey Amalía Sigţórsdóttir (Salaskóla) varđ ţriđja.

Heildarúrslit

1. bekkur (24 keppendur)

13009821_10207110144525258_233646964_oÓlafur Fannar Pétursson (Salaskóla) sigrađi međ fullu húsi, Mikael Bjarki Heiđarsson (Vatnsendaskóla) varđ annar og Emil Breki Davíđsson (Hörđuvallaskóla varđ ţriđji.

12986433_10207110146085297_1033122970_oBerglind Edda Birkisdóttir (Salaskóla) varđ efst stúlkna, Sól Lilja Sigurđardóttir (Álfhólsskóla) varđ önnur og Sólveig Freyja Hákonardóttir varđ ţriđja.

Heildarstađan

Hćgt er ađ sjá myndirnar betur međ ţví ađ tvíklika á ţćr.

Ţađ var Skákdeild Breiđabliks sem hélt mótiđ í samráđi viđ öfluga skákkennara í Kópavogi. Skákstjórar voru Gunnar Björnsson og Kristján Örn Elíasson en skákkennararnir Lenka Ptácníková, Björn Karlsson, Birkir Karl Sigurđsson og Einar Ólafsson veittu ómetanlega hjálp viđ skákstjórn og önnur atriđi sem ţurfti ađ leysa á stóru móti.


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.6.): 4
  • Sl. sólarhring: 125
  • Sl. viku: 249
  • Frá upphafi: 8766006

Annađ

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 120
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband