Leita í fréttum mbl.is

Skákţáttur Morgunblađsins: Karjakin dregur sig út úr "Norska mótinu"

Karjakin - Carlsen ungirHeimsmeistaraeinvígi Magnúsar Carlsen og Sergei Karjakin hefst í New York ţann 11. nóvember. Ţeir munu tefla 12 skákir. Verđi jafnt ađ ţeim loknum verđur gripiđ til skáka međ styttri umhugsunartíma. Ţótt enn sé meira en hálft ár til keppni er taugastríđiđ hafiđ, sem m.a kemur fram í atburđarás tengdri „Norska skákmótinu“ sem hefst á mánudaginn í Stafangri. Ţar var Karjakin skráđur til leiks ásamt Magnúsi Carlsen, Kramnik, Giri, Aronjan, Vachier-Lagrave, Eljanov, Topalov, Harikrishna og Grandelius. Ţann 6. apríl barst hins vegar yfirlýsing úr herbúđum Karjakins ţess efnis ađ hann yrđi ađ hćtta viđ ţátttöku. Bar hann viđ önnum og mikilli ţreytu sem mun hafa sótt á hann eftir áskorendamótiđ á dögunum.

Norski mótshaldarinn brást ađ vonum illa viđ og upplýsti ađ fyrir lćgi undirritađur samningur milli ađila. Bćtti hann ţví viđ ađ málinu vćri ekki lokiđ og gaf ţannig í skyn ađ ţađ yrđi hugsanlega til lykta leitt fyrir dómstólunum. Jafnframt var kynntur til leiks nýr ţátttakandi og var ţađ Kínverjinn Li Chao, sem sigrađi á Reykjavíkurskákmótinu 2014. Sá tók bođinu fengis hendi og sló fyrirhuguđu brúđkaupi sínu á frest um nokkrar vikur.

Auđvitađ dylst engum ađ Karjakin er međ ţessu ađ hefja kalt stríđ fyrir einvígiđ í haust. Saga heimsmeistaraeinvígjanna, frá ţví fyrsta sem haldiđ var áriđ 1886, er krökk af óvćntum uppákomum í ađdraganda ţeirra sem viđ Íslendingar ţekkja manna best. Ţegar Botvinnik kom fram á sjónarsviđiđ sem heimsmeistari um miđja síđustu öld fengu menn fljótlega ađ kynnast leikreglum lituđum af vćnisýki sem barátta Kasparovs og Karpovs síđar – á árunum 1984-91 – dró dám af.

Karjakin vill greinilega ekki vera eftirbátur ţessara manna og hefur ţegar tekist ađ hleypa illu blóđi í frćndur okkar Norđmenn, sem ţó vita ađ Magnús er betri og hefur reynst Karjakin erfiđur ljár í ţúfu. Eftirfarandi viđureign sem tefld var á skákmótinu í Wijk aan Zee fyrir nokkrum árum er raunar gott dćmi um hćfni heimsmeistarans til ađ laga sig ađ stíl andstćđingsins og skjóta honum skelk í bringu međ óvćntri byrjun sem hann teflir óađfinnanlega:

Wijk aan Zee 2010:

Sergei Karjakin – Magnús Carlsen

Frönsk vörn

1. e4 e6

Frönsk vörn hafđi ekki veriđ fyrirferđarmikil í skákum Magnúsar ţegar ţessi viđureign fór fram.

2. d4 d5 3. Rc3 Rf6 4. e5 Rfd7 5. f4 c5 6. Rf3 Rc6 7. Be3 Be7 8. Dd2 O-O 9. Be2 a6 10. O-O b5 11. Kh1 Dc7 12. a3 Bb7 13. Had1 Hac8 14. De1 cxd4 15. Rxd4 Rxd4 16. Bxd4 Bc5 17. Dh4 Bxd4 18. Hxd4 f6 19. Bd3 h6 20. exf6 Hxf6 21. f5?!

Ein helsta ónákvćmni Karjakins. Hann gat haldiđ jafnvćgi međ 21. Dg3.

21. ... Hcf8 22. Hg1 Rc5 23. fxe6 Rxe6 24. Hg4 Rf4 25. Dg3 De7! 

GK3VJ04KKyrrlátur leikur en magnađur, svartur hótar 27. ... d4 međ ţađ fyrir augum ađ taka síđan á g2 međ riddara. Karjakin sá sig knúinn til ađ gefa skiptamun.

26. Hxf4 Hxf4 27. Re2 Hf1 28. Rd4 Hxg1 29. Kxg1 He8 30. h4 De1 31. Kh2 Dxg3 32. Kxg3 Kf7 33. Kf2 Kf6 34. g3 Bc8 35. c3 Bg4 36. Bc2 g5 37. hxg5 hxg5 38. Bb3 Ke5 39. Bc2 Hf8 40. Kg2 Bd7 41. Rf3 Kf6 42. Bb3 g4 43. Rd4 Ke5 44. Bc2 a5

Karjakin tókst ađ halda stöđunni lokađri um stund en gegn framrás b-peđsins á hann enga vörn.

45. Bd1 Ke4

– og hvítur gafst upp.

.

Grein ţessi birtist í Morgunblađinu 16. april 2016

Skákţćttir Morgunblađsins


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.6.): 3
  • Sl. sólarhring: 125
  • Sl. viku: 248
  • Frá upphafi: 8766005

Annađ

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 119
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband