Leita í fréttum mbl.is

Bárđur Örn, Joshua og Batel unnu Rótarýbikarana 

Sigurvegarar á sumarskákmóti Fjölnis ásamt Gylfa Magnússyni frá Rótarý Grafarvogi og Helga Árnasyni formanni skákdeildar FjölnisSumarskákmót Fjölnis var frá upphafi til enda afar jafnt, skemmtilegt og spennandi. Ţađ var haldiđ í Rimaskóla á hátíđarsvćđi Grafarvogshverfis á sumardaginn fyrsta. Bárđur Örn Birkisson Smáraskóla varđ sigurvegari mótsins líkt og í fyrra međ 5,5 vinninga af 6 mögulegum en nýir sigurvegarar voru krýndir í yngri- og stúlknaflokk. Joshua Davíđsson í 5. bekk Rimaskóla sem fór hamförum á Íslandsmóti grunnskóla um síđustu helgi hélt áfram beittri taflmennsku og vann yngri flokkinn međ 5 vinninga og hin kornunga Batel G. Haile varđ efst stúlkna í hnífjafnri keppni međ 3 vinninga líkt og ţrjár ađrar stúlkur, en Batel reyndist hćrri á stigum.

Ţessi ţrjú hlutu glćsilega eignarbikara sem Gylfi Magnússon félagi í Rótarýklúbb Grafarvogs afhenti. Gylfi er mikill skákáhugamađur og hefur oft stutt barna-og unglingastarf skákdeildar Fjölnis. Sumarskákmótiđ var afar velmannađ og mjög fjölmennt. Mótiđ var liđur í dagskrá Barnamenningahátíđar í Reykjavík 2016. Góđir vinningar voru í bođi 20 bíómiđar frá SAMbíóunum sem reka kvikmyndahús víđa um höfuđborgarsvćđiđ.

Mikil og góđ ţátttaka var á Sumarskákmóti Fjölnis og teflt til vinnings í hverri skákFlestir sterkustu skákkrakkar landsins, 16 ára og yngri, tóku ţátt í  sumarskákmótinu en helmingur 52 ţátttakenda voru félagar í Skákdeild Fjölnis. Teflt var í einum flokki en verđlaunađ í ţremur. Nćstir í röđinni á eftir sigurvegurunum Bárđi Erni og Joshua voru liđsmenn sterkustu skólaskáksveita grunnskóla; Davíđ Kolka Álfhólsskóla, Björn Hólm tvíburabróđir Bárđar Arnar, Jóhann Arnar Rimaskóla, Laugalćkjarstrákarnir Daníel Ernir, Aron Mai og Alexander Mai, Árni Ólafsson Hlíđaskóla og Kristján Dagur Langholtsskóla. Stefán Bergsson og Helgi Árnason voru skákstjórar og hrósuđu ţeir ţátttakendum óspart fyrir góđa frammistöđu og hegđun. 

Lokastöđuna má nálgast á Chess-Results.

Samhliđa Sumarskákmótinu var haldiđ fyrsta peđaskákmót Fjölnis fyrir Leikskólakrakka og ţar urđu efst Emil Kári Jónsson, Jósef Ómarsson og Svandís María Gunnarsdóttir leikskólanum Lyngheimum, miklir peđaskákmeistarar sem urđu einnig í efstu sćtum á Jólapeđaskákmóti Hugins í des. sl. Í verđlaun fengu ţau glćsilegar húfur frá 66°N. Lenka Patcnikova stórmeistari hélt utan um peđaskákmótiđ.

Verđlaunahafar á Peđaskákmóti Fjölnis međ vinningshúfurnar frá 66°N  

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.6.): 2
  • Sl. sólarhring: 21
  • Sl. viku: 174
  • Frá upphafi: 8766365

Annađ

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 105
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband