Leita í fréttum mbl.is

Bloggfćrslur mánađarins, október 2016

U-2000 mót Taflfélags Reykjavíkur hefst miđvikudaginn 26. október.

U2000_banner2

Ţátttökurétt hafa allir ţeir sem hafa minna en 2000 Elo-stig. Tefldar eru sjö umferđir eftir svissneska kerfinu og er umhugsunartími 90 mínútur fyrir alla skákina auk 30 sekúndna sem bćtast viđ eftir hvern leik. Leyfđar eru tvćr yfirsetur í umferđum 1-5 sem skal tilkynna fyrir lok umferđarinnar á undan en ˝ vinningur fćst fyrir yfirsetu. Teflt er einu sinni í viku, á miđvikudagskvöldum kl. 19.30, í Skákhöll félagsins ađ Faxafeni 12.

Mótiđ verđur reiknađ til alţjóđlegra skákstiga og verđa allar skákir mótsins birtar.

Sigurvegari u-2000 mótsins 2015 var Haraldur Baldursson.

Dagskrá
1. umferđ: 26. október kl. 19.30
2. umferđ: 2. nóvember kl. 19.30
3. umferđ: 9. nóvember kl. 19.30
4. umferđ: 16. nóvember kl.19.30
5. umferđ: 23. nóvember kl. 19.30
6. umferđ: 30. nóvember kl. 19.30
7. umferđ: 7. desember kl. 19.30

Tímamörk
90 mín + 30 sek viđbót eftir hvern leik

Verđlaun
1. sćti kr. 30.000
2. sćti kr. 20.000
3. sćti kr. 10.000

Aukaverđlaun kr. 10.000 verđa fyrir ţann skákmann sem nćr flestum samanlögđum vinningum úr bćđi U-2000 mótinu og Skákţingi Garđabćjar (samanlögđ Buchholz stig ráđa ef jafnt á vinningum).

Ţátttökugjöld
18 ára og eldri kr. 5.000, kr. 3.000 fyrir félagsmenn í TR
17 ára og yngri kr. 2.000, kr. 1.000 fyrir félagsmenn í TR

Skákstjórn

Ţórir Benediktsson; thorirbe76@gmail.com, s. 867 3109

Skráningarform

Skráđir keppendur


Jón Kristinn skákmeistari SA

Í gćrkvöldi lauk úrslitakeppni haustmóts SA. Baráttan um meistaratitilinn stóđ einkum á milli fráfarandi meistara Jón Kristins og nýkrýnds Norđurlandsmeistara Sigurđar Arnarsonar. Sigurđur náđi snemma ađ snúa Hrein andstćđing sinn niđur og var ţá kominn hálfum vinningi framar Jóni. Sá glímdi viđ S. nokkurn Eiríksson og var ţađ hörđ rimma. Jón stóđ betur um tíma en lenti í hremmingum og var ţá engin leiđ ađ sjá hvorum vegnađi betur. Honum tókst ţó međ klókindum ađ ná undirtökunum í endatafli og sigla freigátu sinni í höfn um leiđ og óstöđvandi leki kom ađ fleyi Sigurđar. Ţar međ var titillinn aftur kominn í hendur meistarans frá ţví í fyrra.  Er ţá ógetiđ úrslita í skák Andra Freys og Elsu en ţar varđ niđurstađan jafntefli.

Í B-úrslitum má segja ađ allt hafi fariđ eftir bókinni góđu.  Fóstbrćđur Karl og Haki voru reyndar báđir hart leiknir um hríđ (einkum ţó sá fyrrnefndi)en reynslan kom ţeim ađ góđum notum á örlagastundu og náđu báđir ađ landa sigri. Í baráttunni um bronsiđ reyndust heimastúderingar Arnars vega ţyngra en eldhúsrannsóknir Fannars og ţví hafđi sá fyrrnefndi sigur. Annars má sjá öll úrslit á chess-results:

 

Heimasíđa SA


Skákţing Garđabćjar hefst á mánudagskvöldiđ

Skákţing Garđabćjar hefst mánudaginn 17. október 2016. Tefldar verđa 7 umferđir og verđur mótiđ reiknađ til íslenskra og alţjóđlegra stiga. 

Mótsstađur: Garđatorg 1. (gamla Betrunarhúsiđ). 2. hćđ. Inngangur til hćgri viđ verslunina Víđi. 

Umferđatafla:

  • 1. umf. Mánudag 17. okt. kl. 19:30.
  • 2. umf. Mánudag 24. okt. kl. 19:30 
  • 3. umf. Mánudag 31. okt. kl. 19:30
  • 4. umf. Mánudag  7. nóv. kl. 19:30
  • 5. umf. Mánudag 14. nóv. kl. 19:30
  • 6. umf. Mánudag 21. nóv. kl. 19:30
  • 7. umf. Mánudag 28. nóv. kl. 19:30

Verđlaunaafhending og Hrađskákmót Garđabćjar mánudaginn 5. desember kl 20:00

Keppnisfyrirkomulag er svissneskt kerfi. Skákstjórar er Páll Sigurđsson. Sími 860 3120.

Tímamörk eru 90 mínútur og 30 sek sem bćtist viđ hvern leik. Mótiđ er opiđ öllum.

Leyfilegt er í mótinu í umferđum 1-5 ađ taka einu sinni hjásetu gegn hálfum vinning. Ekki er hćgt ađ taka hjásetu eftir ađ pörun í umferđ liggur fyrir.

Verđlaun auk verđlaunagripa:

Heildarverđlaun uţb. 60% af ađgangseyri í hvorum flokki skipt eftir Hort-kerfinu.

Verđlaun skiptast (50/30/20). Lágmarks-heildarverđlaun eru 20.000.

Mótiđ er um leiđ skákţing Taflfélags Garđabćjar. (keppt er um titilinn ef jafnt).

Aukaverđlaun verđa fyrir ţann skákmann sem nćr flestum samanlögđum vinningum úr bćđi Skákţingi Garđabćjar og U2000 móti Taflfélags Reykjavíkur. (samanlögđ Buchholz stig ráđa ef jafnt á vinningum) Kr. 10.000.-

Sćmdartitilinn Skákmeistari Garđabćjar geta ađeins fengiđ félagsmenn taflfélags í Garđabć eđa skákmađur međ lögheimili í Garđabć.

Ţátttökugjöld:

Félagsmenn. Fullorđnir 3000 kr. 17 ára og yngri ókeypis.

Utanfélagsmenn. Fullorđnir 4000 kr. Unglingar 17 ára og yngri 2000 kr

Skráning í mótiđ fer fram á heimasíđu TG. www.tgchessclub.com og á skak.is

Skákmeistari Garđabćjar 2015 er Jóhann H. Ragnarsson.


Verđur Vignir Vatnar nćsti skákmeistari TR?

IMG_4165-768x576Hann var góđur vöffluilmurinn sem tók á móti skákmönnum í félagsheimili Taflfélags Reykjavíkur í gćrkvöldi er 7.umferđ Haustmótsins var tefld. Birna í Birnukaffi mćtir alltaf vel undirbúinn í hverja umferđ og er hún nú langstigahćsti skákbakari og uppáhellari landsins. Ţeir mćttu einhverjir skákmennirnir taka sér Birnu til fyrirmyndar hvađ undirbúning varđar. Ingvar Ţór Jóhannesson, Aron Ţór Mai og Ólafur Evert Úlfsson hafa ţó líklega fylgt fordćmi Birnu og mćtt vel undirbúnir í hverja umferđ ţví ţeir eru sem fyrr efstir í sínum flokkum.

A-flokkur

Stigahćsti keppandi mótsins, landsliđseinvaldurinn Ingvar Ţór Jóhannesson, gerđi jafntefli viđ Grarfarvogsgođiđ Oliver Aron Jóhannesson í toppbaráttu A-flokks. Undrabarniđ Vignir Vatnar Stefánsson nýtti sér ţađ er hann vann Blikann Birki Karl Sigurđsson og hefur Vignir ţví 5 vinninga, ađeins hálfum vinning minna en Ingvar Ţór. Oliver Aron er ţriđji međ 4,5 vinning. Dagur Ragnarsson lagđi Ţorvarđ Fannar Ólafsson ađ velli og Jón Trausti Harđarson vann Gauta Pál Jónsson. Ţá gerđu Björgvin Víglundsson og Hrafn Loftsson jafntefli. Vignir Vatnar hefur tekiđ forystu í keppninni um titilinn Skákmeistari Taflfélags Reykjavíkur. Björgvin Víglundsson hefur 4 vinninga, einum vinningi minna en Vignir Vatnar. Ţeir Vignir og Björgvin mćtast einmitt í nćstu umferđ ţar sem Vignir getur tryggt sér titilinn međ sigri. Ţorvarđur Fannar hefur 3,5 vinning og ţarf nauđsynlega ađ vinna síđustu tvćr skákir sínar til ađ eiga möguleika á ađ verđa skákmeistari TR á ný, en Ţorvarđur bar ţann titil áriđ 2014.

 

Rk. NameRtgFED12345678910Pts. TB1 TB2 TB3
1FMJohannesson Ingvar Thor2367ISL*1˝˝11 ˝ 15,519,500,04
2 Stefansson Vignir Vatnar2129ISL0*1˝  ˝1115,012,750,04
3FMRagnarsson Dagur2272ISL˝0*˝˝ 111 4,513,750,03
4FMJohannesson Oliver2255ISL˝˝˝*0˝1  14,014,000,02
5 Hardarson Jon Trausti2100ISL0 ˝1*0˝ 114,010,000,03
6 Viglundsson Bjorgvin2185ISL0  ˝1*0˝114,09,250,03
7 Olafsson Thorvardur2184ISL ˝00˝1*˝1 3,510,750,02
8 Loftsson Hrafn2192ISL˝00  ˝˝*˝˝2,57,500,00
9 Jonsson Gauti Pall2082ISL 00 000˝*˝1,01,750,50
  Sigurdsson Birkir Karl1900ISL00 000 ˝˝*1,01,750,50

 

B-flokkur

Aron Ţór Mai hefur vinningsforskot á keppinauta sína í B-flokki eftir jafntefli viđ Hörđ Aron Hauksson í gćr. Aron Ţór hefur hlotiđ 5,5 vinning í skákunum sjö. Hörđur Aron er í 2.sćti međ 4,5 vinning. Jafn honum ađ vinningum eru Alexander Oliver Mai og Veronika Steinunn Magnúsdóttir, en bćđi gerđu ţau jafntefli í gćr; Alexander viđ Halldór Kristjánsson og Veronika viđ Jón Ţór Lemery. Ţá vann Sigurlaug R. Friđţjófsdóttir međ hvítu gegn Magnúsi Kristinssyni í uppgjöri stjórnarmanna Taflfélagsins. Hinn nýkrýndi Íslandsmeistari, Stephan Briem, er ekkert á ţeim buxunum ađ hćgja á ferđinni ţví í gćr vann hann Róbert Luu međ svörtu. Stephan hefur teflt feykivel ađ undanförnu og er líklegur til ađ stökkva hátt upp stigalistann á nćstu misserum.

 

Rk. NameRtgFED12345678910Pts. TB1 TB2 TB3
1 Mai Aron Thor1845ISL* ˝ ˝˝11115,515,500,04
2 Mai Alexander Oliver1656ISL *1˝ 1+˝0˝4,515,500,03
3 Hauksson Hordur Aron1867ISL˝0*01 + 114,513,250,04
4 Magnusdottir Veronika Steinun1777ISL ˝1*˝ 0˝114,512,250,03
5 Lemery Jon Thor1591ISL˝ 0˝*˝10 13,511,250,02
6 Fridthjofsdottir Sigurl. Regi1802ISL˝0  ˝*01˝13,59,250,02
7 Briem Stephan1569ISL0101* 1 3,010,500,03
8 Kristinsson Magnus1833ISL0˝ ˝10 *013,08,250,02
9 Luu Robert1672ISL0100 ˝01*+2,58,750,02
10 Kristjansson Halldor1649ISL0˝0000 0*0,52,000,00

 

Opinn flokkur

Ólafur Evert Úlfsson fer á kostum í Opna flokknum og í gćr vann hann Halldór Atla Kristjánsson. Ólafur Evert hefur unniđ allar sjö skákir sínar og gerir nú atlögu ađ ţeim áfanga ađ vinna flokkinn međ fullu húsi. Ingvar Egill Vignisson er í 2.sćti međ 5,5 vinning eftir jafntefli gegn hinum efnilega Sverri Hákonarsyni. Sverrir Hákonarson fćr einmitt ţađ erfiđa hlutskipti ađ glíma viđ Ólaf Evert í nćstu umferđ. Benedikt Briem heldur áfram ađ tefla vel og ná góđum úrslitum ţví í gćr gerđi hann jafntefli viđ Héđinn Briem. Benedikt er einn af fjórum taplausum keppendum Haustmótsins. Ţađ sem vekur einna mesta eftirtekt er ađ Benedikt hefur unniđ eina skák en gert sex jafntefli! Svo mörg jafntefli ţykja sjaldséđ hjá svo ungum skákmönnum.

 

Rk.SNo NameFEDRtgClub/CityPts. TB1 TB2 TB3
16 Ulfsson Olafur EvertISL1464Hrókar alls fagnadar7,029,000,07
23 Vignisson Ingvar EgillISL1554Huginn5,520,000,05
32 Briem HedinnISL1563Vinaskakfelagid4,516,500,53
 4 Jonasson HordurISL1532Vinaskakfelagid4,516,500,53
512 Hakonarson SverrirISL1338Breidablik4,514,750,03
69 Magnusson ThorsteinnISL1415TR4,513,250,04
75 Sigurvaldason HjalmarISL1485Vinaskakfelagid4,512,750,04
818 Briem BenediktISL1093Breidablik4,014,000,01
98 Kristjansson Halldor AtliISL1417Breidablik4,013,000,03
1022 Moller TomasISL1028Breidablik4,010,750,03
1119 Gudmundsson Gunnar ErikISL1082Breidablik4,010,000,02
1210 Davidsson Stefan OrriISL1386Huginn3,512,500,02
1315 Baldursson Atli MarISL1167Breidablik3,59,750,03
1411 Heidarsson ArnarISL1340TR3,58,500,03
157 Thrastarson Tryggvi KISL1450 3,09,750,02
1617 Karlsson Isak OrriISL1148Breidablik3,08,500,02
1713 Alexandersson OrnISL1217 3,06,500,03
1820 Kristbergsson BjorgvinISL1081TR3,05,500,02
1914 Thorisson BenediktISL1169TR2,54,750,02
2021 Omarsson AdamISL1065Huginn2,54,750,01
211 Bjarnason ArnaldurISL1647 2,07,000,01
2216 Olafsson ArniISL1156TR2,05,750,01
2324 Hakonarson OskarISL0Breidablik2,02,000,01
2423 Haile Batel GoitomISL0TR1,02,500,00

 

8.umferđ mótsins verđur tefld á föstudagskvöld kl.19:30. Skákáhugamenn eru hvattir til ţess ađ líta viđ og fylgjast međ endasprettinum sem er bćđi spennandi og fjörugur. Nćr Vignir Vatnar ađ velta Ingvari Ţór úr toppsćti A-flokks? Eđa mun Björgvin setja strik í reikninginn og ná Vigni ađ vinningum og setja ógurlega spennu í keppnina um titilinn eftirsótta ‘Skákmeistari TR’? Hvađ gerist í toppslag B-flokks á milli Arons Ţórs og Veroniku? Getur einhver mannlegur máttur stöđvađ Ólaf Evert?

Hiđ margrómađa og ómissandi Birnukaffi verđur vitaskuld opiđ sem fyrr fyrir skákmenn og gesti ţar sem Birna stendur vaktina brosandi međ ilmandi kaffi og kćrleiksríkar vöfflur.

Nánari upplýsingar um mótiđ má nálgast á chess-results. Skákir Haustmótsins eru ađgengilegar hér (pgn):#1, #2, #3, #4, #5, #6, #7, #8, #9.


Skákţing Skagafjarđar – Landsbankamótiđ hófst í gćr.

Fyrsta umferđ Skákţings Skagafjarđar var tefld í gćr, 12. október. Fyrir umferđina var ljóst ađ keppendur yrđu 7 talsins og hafđi ţá fćkkađ um einn. Voru menn sammála um ađ ţađ vćri heldur fámennt fyrir 5 umferđa mót međ svissnesku kerfi. Ţađ var ţví ákveđiđ á stađnum ađ breyta mótinu í 7 umferđa „round robin“ mót, ţar sem allir tefla viđ alla. Ţađ ţýđir ađ hver keppandi teflir 6 skákir og situr hjá eina umferđ.

Í fyrstu umferđ hafđi Ţór Hjaltalín hvítt gegn Herđi Ingimarssyni. Upp kom nokkuđ flókin stađa og tókst Ţór ađ hafa betur ađ lokum. Knútur Finnbogason var mćttur til leiks alla leiđ frá Siglufirđi og stýrđi hvítu mönnunum gegn Jóni Arnljótssyni, en varđ ađ játa sig sigrađan eftir 34 leiki. Lengsta skák kvöldsins var milli Péturs Bjarnasonar, sem hafđi hvítt, gegn Einari Erni Hreinssyni, en Einar varđ mát í 74. leik. Pálmi Sighvatsson sat hjá í fyrstu umferđ.

Úrslit, paranir og dagskrá mótsins má sjá á Chess-Results

Heimasíđa Skákfélags Sauđárkróks


Milljónamótiđ í Atlantic City – Rúnar vann til verđlauna

Rúnar-MC3-2Ţriđja og hugsanlega síđasta Milljónaskákmótiđ, fór fram í Atlantic City í USA daganna 6-10. október. Tveir Íslendingar tóku ţátt í mótinu, ţeir Rúnar Ísleifsson og Hermann Ađalsteinsson félagsmenn Hugins. Rúnar náđi ágćtis árangri í U-2000 stiga flokki, en Rúnar endađi í 36. sćti međ 4 vinninga af 7 mögulegum og fékk 300$ í verđlaun.

Hermann keppti í U-1800 stiga flokki og varđ í 72. sćti međ 2 vinninga, en vann ekki nein peningaverđlaun.

Félagsmađur Hugins Gawain Jones varđ hársbreidd frá ţví ađ vinna opna flokkinn, en tapađi í útsláttarkeppni um efsta sćtiđ fyrir pólska stórmeistaranum Dariusz Swierczsem hlaut 30.000 $ í verđlaun fyrir vikiđ.

Rúnar var ađ taka ţátt í sínu fyrsta skákmóti á erlendri grund, en Hermann í sínu öđru móti. Ţeir félagar voru sammála um ađ mótiđ hefđi veriđ afskaplega vel skipulagt og allur ađbúnađur til fyrirmyndar.

Mótinu verđa gerđ góđ skil á skemmtikvöldi Hugins sem fram fer á Húsavík föstudagskvöldiđ 28. október. Ţar ćtla ţeir félagar ađ skýra nokkrar skákir frá mótinu og sýna myndir sem teknar voru í Atlantic City.


Lenka sigurvegari Meistaramóts Víkingaklúbbsins

Atskákmót Víkingaklúbbsins
Lenka Ptacnikova sigrađi međ yfirburđum á Meistaramóti Víkingaklúbbsins sem lauk í gćrkvöldi. Telfdar voru atskákir og hlaut hún 5˝ vinning af 6 mögulegum. Í 2.-4. sćti urđu Loftur Baldvinsson, Stefán Ţór Sigurjónsson og Halldór Pálsson međ 4. vinninga.

14560126_10209412837173687_5247923281209769741_o

 

Alls tóku 12 keppendur ţátt og skákstjóri var hinn vörpulegi Kristján Örn Elíasson.


Alţjóđlega geđheilbrigđismótiđ fer fram í kvöld

14462988_864719516993728_7375070079732422253_n

Alţjóđlega geđheilbrigđismótiđ í skák verđur haldiđ í Skákhöllinni í Faxaefni fimmtudagskvöldiđ 13. október klukkan 19.30. Mótiđ er jafnan einn af hápunktum skákársins og tilefniđ er vitaskuld Alţjóđlegi geđheilbrigđisdagurinn. Ađ mótinu standa Vinaskákfélagiđ, Hrókurinn og Taflfélag Reykjavíkur, međ stuđningi Ísspors og Forlagsins. 

Mótiđ á sér langa sögu og hafa flestir af bestu skákmönnum landsins veriđ međal ţátttakenda gegnum söguna. Tefldar verđa 7 umferđir međ 7 mínútna umhugsunartíma. 

Tilgangur mótsins er ađ vekja athygli á Alţjóđlega geđheilbrigđisdeginum, sem rímar fullkomlega viđ kjörorđ skákhreyfingarinnar: Viđ erum ein fjölskylda. 

Allir eru velkomnir, og ţátttökugjöld eru engin. Skráiđ ykkur sem fyrst hjá Róbert Lagerman í chesslion@hotmail.com.


Unglingameistaramót Íslands (u22) fer fram 4.-6. nóvember

Unglingameistaramót Íslands fer fram dagana 4.-6 nóvember nk. Íslandsmeistarinn tryggir sér sćti í Landsliđsflokki áriđ 2017

Dagskrá:

  • 1.-4. umferđ: Föstudagskvöldiđ 4. nóvember. Fyrsta umferđ hefst 19:00.
  • 5. umferđ 11:00 á laugardegi.
  • 6. umferđ 17:00 á laugardegi.
  • 7. umferđ 10:00 á sunnudegi. 

Mótiđ er opiđ skákmönnum fćddum á bilinu 1994-1999. Jafnframt er yngri skákmönnum heimilt ađ taka ţátt hafi ţeir 1800 stig eđa fleiri, íslensk eđa FIDE-stig, miđađ viđ nýjustu stigalista. Íslandsmeistarar u16, u14 og u12 eiga einnig ţátttökurétt. 

Teflt verđur um Íslandsmeistaratitilinn verđi menn jafnir ađ vinningum. Stig eru látin gilda um önnur sćti verđi menn jafnir ađ vinningum. 

Tímamörk í fyrstu fjórum umferđunum er 20min 05sek og 90min 30sek í seinni ţremur. Ţađ er 20 mínútur og 5 viđbótarsekúndur fyrir hvern leik og 90 mínútur og 30 viđbótarsekúndur fyrir hvern leik.

Mótiđ er reiknađ til alţjóđlegra skákstiga.

Mótiđ fer fram í Skáksambandi Íslands ađ Faxafeni 12. Skráning er til hádegis 4. nóvember á Skák.is. Ţátttökugjald er 1.500 kr.

Upplýsingar um ţegar skráđa keppendur má finna hér.

Unglingameistari 2015 varđ Örn Leó Jóhannsson.

 


Ćskan og ellin fer fram 22. október

ĆSKAN OG ELLIN - borđi -ese

Skákmótiđ ĆSKAN OG ELLIN, ţar sem kynslóđirnar mćtast, verđur haldiđ í 13. sinn laugardaginn 22. október í Skákhöllinni í Faxafeni. 

TAFLFÉLAG REYKJAVÍKUR og RIDDARINN, skákklúbbur eldri borgara á höfuđborgarsvćđinu, međ stuđningi TOPPFISKS ehf – leiđandi fyrirtćkis í ferskum og frystum sjávarafurđum - standa saman ađ mótshaldinu sem hefur eflst mjög ađ öllu umfangi og vinsćldum međ árunum.  

Jón Steinn - forstjóri Toppfisks -ese

Fyrstu 9 árin var mótiđ haldiđ í Strandbergi, safnađarheimili Hafnarfjarđarkirkju, ţar sem Riddarinn hefur ađsetur sitt og eldri skákmenn hittast til tafls vikulega allan ársins hring, en nú síđustu 3 árin í samstarfi viđ TR- elsta og öflugasta taflfélag landins. Ţessi mót - ţar sem kynslóđirnar mćtast - hafa jafnan veriđ fjölsótt jafnt af yngri sem eldri skákmönnum og velheppnuđ. Yfir 80 ára aldursmunur hefur iđulega veriđ milli yngsta og elsta keppandans.

Ţátttaka í mótinu er ókeypis og miđast viđ börn og ungmenni á grunnskólaaldri, 15 ára og yngri, og roskna skákmenn, 60 ára og eldri. Mótiđ hefst kl.13 og verđa tefldar 9 umferđir međ 7 mínútna umhugsunartíma.

ĆSKAN OG ELLIN 2016  borđspjald

Vegleg verđlaun og viđurkenningar. Auk ađalverđlauna verđa veitt aldursflokkaverđlaun í 3 flokkum ungmenna og öldunga.  Annars vegar fyrir ţrjú efstu sćti í barna- og unglingaflokkum, 9 ára og yngri; 10-12 ára og 13-15 ára og hins vegar fyrir efstu menn í 3 öldungaflokkum, 60-69 ára; 70-79 ára og 80 ára og eldri. Auk ţess fćr sú telpa sem bestum árangri nćr og yngsti og elsti keppandi mótsins heiđursverđlaun

Mótsnefnd skipa ţeir Kjartan Maack, formađur TR, og Einar S. Einarsson,  formađur Riddarans. Skákstjóri verđur Páll Sigurđsson, alţl. dómari.

Skráning til ţátttöku fer fram á www.skak.is og www.taflfelag.is vikuna fyrir mót.  Hámarksfjöldi keppenda miđast viđ 100 og ţví mikilvćgt ađ skrá sig sem fyrst og/eđa mćta tímanlega á mótsstađ. Ekkert ţátttökugjald.

 


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.6.): 19
  • Sl. sólarhring: 23
  • Sl. viku: 148
  • Frá upphafi: 8765893

Annađ

  • Innlit í dag: 16
  • Innlit sl. viku: 121
  • Gestir í dag: 11
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband