Leita í fréttum mbl.is

Bloggfćrslur mánađarins, október 2016

Hannes međ fullt hús í Berlín

Stórmeistarinn Hannes Hlífar Stefánsson (2571) hefur byrjađ afar vel á opnu skákmóti í Berlín í Ţýskalandi. Hannes hefur hlotiđ fullt hús eftir fjórar umferđir.  Í gćr vann hann ţó auđveldan sigur ţví andstćđingurinn hans mćtti ekki ţar sem hann missti af lestinni, ţ.e. járnbrautalestinni!

Hannes er einn fjögurra keppenda sem hafa fullt hús. Hinir eru stórmeistararnir Aleksandr Karpatchev (2463), Boris Chatalbashev (2534) og Henrik Tesek (2482). Hannes teflir viđ ţann síđast nefnda í dag. 

Skákir mótsins eru ekki sýndar beint og eldri skákir eru ađgengilegar í PGN.

Heimasíđa mótsins

 


Haustmót Vinaskákfélagsins fer fram 7. nóvember

Haustmót Vinaskákfélagsins verđur haldiđ mánudaginn 7 nóvember kl: 13, í Vin Frćđslu og Batasetur ađ Hverfisgötu 47. Tefldar verđa 6 umferđir međ 7 mínútur á skák. Í hléi verđur bođiđ upp á kaffi og veitingar.

Allir velkomnir á međan húsrúm leyfir.

 


U-2000 mótiđ hefst í kvöld

U2000_banner2

Ţátttökurétt hafa allir ţeir sem hafa minna en 2000 Elo-stig. Tefldar eru sjö umferđir eftir svissneska kerfinu og er umhugsunartími 90 mínútur fyrir alla skákina auk 30 sekúndna sem bćtast viđ eftir hvern leik. Leyfđar eru tvćr yfirsetur í umferđum 1-5 sem skal tilkynna fyrir lok umferđarinnar á undan en ˝ vinningur fćst fyrir yfirsetu. Teflt er einu sinni í viku, á miđvikudagskvöldum kl. 19.30, í Skákhöll félagsins ađ Faxafeni 12.

Mótiđ verđur reiknađ til alţjóđlegra skákstiga og verđa allar skákir mótsins birtar.

Sigurvegari u-2000 mótsins 2015 var Haraldur Baldursson.

Dagskrá
1. umferđ: 26. október kl. 19.30
2. umferđ: 2. nóvember kl. 19.30
3. umferđ: 9. nóvember kl. 19.30
4. umferđ: 16. nóvember kl.19.30
5. umferđ: 23. nóvember kl. 19.30
6. umferđ: 30. nóvember kl. 19.30
7. umferđ: 7. desember kl. 19.30

Tímamörk
90 mín + 30 sek viđbót eftir hvern leik

Verđlaun
1. sćti kr. 30.000
2. sćti kr. 20.000
3. sćti kr. 10.000

Aukaverđlaun kr. 10.000 verđa fyrir ţann skákmann sem nćr flestum samanlögđum vinningum úr bćđi U-2000 mótinu og Skákţingi Garđabćjar (samanlögđ Buchholz stig ráđa ef jafnt á vinningum).

Ţátttökugjöld
18 ára og eldri kr. 5.000, kr. 3.000 fyrir félagsmenn í TR
17 ára og yngri kr. 2.000, kr. 1.000 fyrir félagsmenn í TR

Skákstjórn

Ţórir Benediktsson; thorirbe76@gmail.com, s. 867 3109

Skráningarform

Skráđir keppendur


Góđur kafli Guđmundar í Sastamala

Gummi teflir í Sastamala

Eftir tap í fyrstu umferđ Skákţings Norđurlanda hefur Guđmundur Kjartansson (2422) heldur betur hrokkiđ í gírinn. Í dag í fjórđu umferđ vann hann norska alţjóđlega meistarann Johan Salomon (2498). Gummi hefur hlotiđ 2,5 vinning og er í 3.-6. sćti. Tíu keppendur taka ţátt og tefla allir viđ alla.

Einar Hjalti Jensson (2378) hefur ekki jafnvel náđ sér á strik og hefur hálfan vinning. Mótinu er framhaldiđ á morgun međ fimmtu umferđ og ţá teflir Gummi viđ sćnska stórmeistarann Axel Smith (2506) og Einar viđ danska FIDE-meistarann Martin Percivaldi (2373).

Í öldungaflokki mótsins hafa Gunnar Finnlaugsson (2024) og Sigurđur H. Jónsson (1850) hlotiđ 1,5 vinning en ţeir gerđu jafntefli í innbyrđis skák í dag.

Mótiđ er haldiđ í Sastamala í Finnlandi.

 


Atskákmót Akureyrar hefst á fimmtudagskvöldiđ

Atskákmótiđ er klárlega eitt af höfuđmótum félagsins, enda bundiđ í lög. Mótiđ hefst fimmtudaginn 27.október og verđur fram haldiđ sunnudaginn 30. október. Tefldar verđa 25 mínútna skákir.

Dagskrá:

27. október kl. 18.00 1-4. umferđ

30, október kl. 13.00 5.7. umferđ

Ađ venju er öllum heimil ţátttaka,ungum sem öldnum. Sérstaklega eru ţeir hvattir til ađ mćta sem sćkjast eftir rólegri tímamörkum en tíđkast á hrađskákmótum félagsins. 

Síđast en ekki síst: Mótiđ verđur reiknađ til alţjóđlegra atskákstiga!


Ćskan & ellin - Vignir Vatnar vann!

Ćskan og ellinŢađ var kátt í höllinni og mikiđ um dýrđir í skákmiđstöđTR í Faxafeni á laugardaginn var ţegar skákhátíđin Ćskan & Ellin fór ţar fram. Yfir 60 keppendur mćttir til tafls ađ brúa kynslóđabiliđ í hvítum reitum og svörtum.  Annars vegar um 26 eldri skákmenn  60 - 85 ára og hins vegar 36 uppvaxandi ćskumenn, meistarar framtíđarinnar, 15 ára og yngri. 

Ţetta var í fjórđa sinn sem RIDDARINN, skákklúbbur eldri borgara og Taflfélag Reykjavíkur standa sameiginlega ađ mótshaldinu. Ađalstuđningsađili mótsins nú er fiskútflutningsfyrirtćkiđ TOPPFISKUR, en forstjóri ţess er Jón Steinn Elíasson, fyrrv. Snćfellsness meistari í skák og KR-ingur góđur.   

ĆSKAN OG ELLIN XIII 2016  fyrsti leikurinn

Ađ loknum inngangsorđum Einars Ess, formanns mótsnefndar, ţar sem hann undirstrikađi uppeldislegt og ţroskandi gildi skákarinnar yfir uppvaxandi ćsku og félagslega ţýđingu hennar til heilsueflingar fyrir hina eldri, setti Kjartan Maack, formađur TR mótiđ og ţakkađi Toppfiski stuđninginn viđ ţađ og sćmdi forstjórann gullpeningi. Skákstjóri mótsins hefur frá upphafi veriđ Páll Sigurđsson, alţjl. skákdómari,  formađur TG og svo var einnig nú.

Eftir ađ Páll hafđi útskýrt reglur og keppnisfyrirkomulag mótsins og parađ í fyrstu umferđ lék Jón Steinn Elíasson fyrsta leikinn fyrir  Braga Halldórsson (66) í skák hans viđ Joshua Davíđsson (10), međ ađstođ Magnúsar V. Péturssonar, elsta keppandans senn 85 ára og ţess yngsta Jósefs Omarssonar 5 ára.  Ţó á ýmsu gengi hjá yngstu keppendunum - sem og ţeim eldri - var ţađ samt gleđin og gamaniđ sem ríkti í skáksalnum á međan á mótinu stóđ.

Ćskan og ellin3

Ađ lokinni tvísýnni keppni ţar sem „hart var barist og hart var varist“  stóđ ungstirniđ undraverđa, nýkrýndur skákmeistari TR, hinn ađeins 13 ára  VIGNIR VATNAR STEFÁNSSON uppi sem sigurvegari međ 8.5 vinninga af 9 mögulegum. Var vel ađ sigri sínum kominn eftir ađ hafa m.a. lagt tvo fyrrv. sigurvegara mótsins ţá Sćvar Bjarnason (í fyrra) og Braga Halldórsson (ţrefaldan) ađ velli. Sá ungi varđ reyndar í 3. sćti áriđ 2013 ađeins 10 ára gamall og í 4.-6. sćti áriđ eftir. Í fyrra var hann ađ tefla fjarri fósturjarđar ströndum – en núna lá sigurinn allt ađ ţví í loftinu. Ögmundur Kristinsson varđ annar međ 7.5 v. og  Bragi Halldórsson í ţriđja sćti jafn honum ađ vinningum en lćgri ađ stigum.  Auk aldursverđlauna í mörgum flokkum fékk Nansý Davíđsdóttir sértök stúlknaverđlaun auk ţess sem elsti keppandinn og sá yngsti voru sćmdir aukaverđlaunum.

Ađra grein um mótiđ má sjá á heimasíđu TR, ţar segir m.a. á ţess leiđ:

 Í 2. umferđ mćttust elsti keppandinn og yngsti keppandinn í hörkuskák. Á ţeim munar hvorki fleiri né fćrri en 80 árum. Magnús V. Pétursson, fyrrum milliríkjadómari í knattspyrnu, sem er á 85. aldursári stýrđi ţá svörtu mönnunum gegn hinum 5 ára gamla Jósef Omarssyni. Jósef hafnađi fjölmörgum jafnteflisbođum í verri stöđu en ţegar hann sá ekki fram á ađ geta mátađ milliríkjadómarann, og átti jafnvel á hćttu ađ verđa sjálfur mát, ţá sćttist Jósef á skiptan hlut. Ţessi skák og úrslit hennar er lýsandi fyrir ţann anda sem svífur yfir vötnum á ţessu skákmóti ţegar kynslóđirnar mćtast.  http://taflfelag.is/mikid-um-dyrdir-er-aeskan-og-ellin-var-haldin-i-13-sinn/

Myndaalbúm (ESE)

Nánari upplýsingar um mótiđ fá finna á Chess-Results

Heimasíđa TR (mun fleiri myndir)

ĆSKAN OG ELLIN XIII 2016  Efstu menn


U-2000 mótiđ hefst á morgun

U2000_banner2

Ţátttökurétt hafa allir ţeir sem hafa minna en 2000 Elo-stig. Tefldar eru sjö umferđir eftir svissneska kerfinu og er umhugsunartími 90 mínútur fyrir alla skákina auk 30 sekúndna sem bćtast viđ eftir hvern leik. Leyfđar eru tvćr yfirsetur í umferđum 1-5 sem skal tilkynna fyrir lok umferđarinnar á undan en ˝ vinningur fćst fyrir yfirsetu. Teflt er einu sinni í viku, á miđvikudagskvöldum kl. 19.30, í Skákhöll félagsins ađ Faxafeni 12.

Mótiđ verđur reiknađ til alţjóđlegra skákstiga og verđa allar skákir mótsins birtar.

Sigurvegari u-2000 mótsins 2015 var Haraldur Baldursson.

Dagskrá
1. umferđ: 26. október kl. 19.30
2. umferđ: 2. nóvember kl. 19.30
3. umferđ: 9. nóvember kl. 19.30
4. umferđ: 16. nóvember kl.19.30
5. umferđ: 23. nóvember kl. 19.30
6. umferđ: 30. nóvember kl. 19.30
7. umferđ: 7. desember kl. 19.30

Tímamörk
90 mín + 30 sek viđbót eftir hvern leik

Verđlaun
1. sćti kr. 30.000
2. sćti kr. 20.000
3. sćti kr. 10.000

Aukaverđlaun kr. 10.000 verđa fyrir ţann skákmann sem nćr flestum samanlögđum vinningum úr bćđi U-2000 mótinu og Skákţingi Garđabćjar (samanlögđ Buchholz stig ráđa ef jafnt á vinningum).

Ţátttökugjöld
18 ára og eldri kr. 5.000, kr. 3.000 fyrir félagsmenn í TR
17 ára og yngri kr. 2.000, kr. 1.000 fyrir félagsmenn í TR

Skákstjórn

Ţórir Benediktsson; thorirbe76@gmail.com, s. 867 3109

Skráningarform

Skráđir keppendur


Guđmundur Kjartansson og Einar Hjalti tefla á Skákţingi Norđurlanda

Skákţing Norđurlanda hófst í fyrradag í Sastamala í Finnlandi. Alţjóđlegu meistararnir Guđmundur Kjartansson (2427) og Einar Hjalti Jensson (2379) tefla í landsliđsflokki mótsins. Eftir tvćr umferđir hefur Guđmundur einn vinning en Einar hefur hálfan vinning. Guđmundur vann herbergisfélaga sinn, Einar, í innbyrđisskák ţeirra í gćr.

Ţriđja umferđ hófst kl. 12. Einar teflir viđ sćnska stórmeistarann Axel Smith (2506) og Guđmundur viđ danska alţjóđlega meistarann Björn Möller Oscsner (2428).

Samhliđa fer fram Norđurlandamót öldunga. Eftir tvćr umferđir hafa Gunnar Finnlaugsson (2024) og Sigurđur H. Jónsson (1850) einn vinning.


Tómas Veigar 15 mínútna meistari ţriđja áriđ í röđ

15-min-mot_2016_nordurTómas Veigar Sigurđarson sigrađi mjög örugglega á 15 mínútna móti Hugins (N) sem fram fór á Húsavík á föstudagskvöld. Tómas lagđi alla andstćđinga sína ađ velli, mis örugglega ţó, og var međ árangursstig uppá 2521 stig.

Smári Sigurđsson varđ í öđru sćti međ 4,5 vinninga og Rúnar Ísleifsson í ţriđja sćti međ 4 vinninga.


Sverrir hrađskákmeistari Austurlands

Hrađskákmeistaramót Austurlands 2016 fór fram á Eskifirđi, laugard. 22. okt. 2016. Ţátttakendur voru 7. Tefldar voru tvćr umferđir međ 5 mín. umhugsunartíma. Hrađskákmeistari Austurlands 2016 varđ Sverrir Gestsson međ 10 vinninga af 12 mögulegum. Í öđru sćti varđ Albert Geirsson međ 9˝ vinning og í ţriđja sćti varđ Magnús Valgeirsson međ 7 vinninga. Teflt var í Melbć, Eskifirđi. 

Nánar á Facebook-síđu SAUST.


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 33
  • Sl. viku: 206
  • Frá upphafi: 8764954

Annađ

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 156
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband