Leita í fréttum mbl.is

Bloggfćrslur mánađarins, júlí 2013

Káerringar slá ekki slöku viđ

Ţó hásumar sé ađ nafninu til slá KáEerringar ekki slöku viđ og hittast til tafls vikulega á mánudagskvöldum nema heimaleikur sé á knattspyrnuvellinum, ţá degi seinna.

Góđir aufúsugestir og áráttuskákmenn eiga ţađ til ađ reka inn nefiđ og freista ţessa ađ skáka heimamönnum.  Ţađ tókst ţeim bćrilega fulltrúum Skáksambandsins sem héldu uppi merki ţess fyrir viku síđan enda ţótt ţeir tefldu ţar ţar ábyrđarlaust á eigin vegum enda orđnir  sárţjáđir af skákbakteríunni og langeygđir á ađ taka ţátt í almennilegu hrađskákmóti - 13 umferđir í beit og ekkert slór.

Stefán Bergsson, forsvarsmađur Skákakademíunnar, gaf nemendum sínum gott fordćmi, fór ţar langfremstur og sigrađi glćsilega međ 12 vinningum og Gunnar forseti Björnsson seldi sig einnig dýrt krćkti sér í 10 vinninga og hvarf glađbeittur á braut. Jón G. Friđjónsson og Guđfinnur "sigursćli" Kjartansson voru svo skammt undan međ 9.5 vinninga. Prófessor Jón er jafnan harđur í horn ađ taka ţá sjaldan hann má vera ađ ţví ađ líta upp úr skrćđum sínum og etja kappi viđ samherja sína eins og sannađi eina ferđina enn ađ hann er sterkur skákmađur ţó stigalaust sé.  Júlíus Friđjónsson, hinn rútínerađi RB-mađur, kom einnig viđ nýlega og lét ljós sitt skína skćrt og landađi sigri af gömlum vana.

Nánari úrslit má greina á međf. mótstöflum ef vel er ađ gáđ. 

 

kr_-_m_tstafla_15_j_l.jpg
 
kr-_tvaer_nylegar_motstoflur.jpg

 

Telft verđur ađ vanda í KáErr-heimilinu í kvöld og ţar er jafnan galopiđ hús fyrir alla taflfćra menn á öllum aldri sem vilja freista gćfu sinnar og leggja höfuđ sín á gapastokkinn.

 

Sumarmót viđ Selvatn

 

SUMARMÓT VIĐ SELVATN: Á fimmtudaginn kemur verđur í samvinnu viđ Gallerý Skák haldin skákhátíđ og veisla mikil viđ fjallavatniđ fagurblátt, út í guđsgrćnni náttúrunni viđ Selvatn ofan Geitháls viđ Nesjavallaveg. Teflt verđur 11-13 umferđa hvatskákmót međ 10 mín. uht,  og reiddur fram margréttađur hátíđarkvöldverđur undir beru lofti í taflhléi auk svaladrykkja,  kaffi og kruđerís á međan á tafli stendur.   Ţátttökugjald er kr. 5000. Nćr fullskráđ er í mótiđ en ţátttaka takmarkast viđ 40  keppendur, en ef smuga myndast vegna forfalla er hćgt ađ senda inn ţátttökubeiđnir á netfangiđ: gallery.skak@gmail.com.


Pardubice: Hjörvar vann - Hannes og Dagur međ jafntefli

Hjörvar SteinnVel gekk á ţriđja keppnisdegi Czech Open sem fram fór í dag. Hjörvar Steinn Grétarsson (2511) vann sína skák en Hannes Hlífar Stefánsson (2522) og Dagur Arngrímsson (2384) gerđu jafntefli. Sá síđarnefndi átti sennilega unniđ tefla gegn aserska stórmeistarann Azer Mirzoev (2536). Vel gekk í b-flokki ţar sem 3 vinningar í 5 skákum komu í hús og d-flokki ţar sem 1,5 vinningur í 3 skákum kom í hús.

A-flokkur:

Hannes hefur 2,5 vinning, Dagur hefur 2 vinninga og Hjörvar hefur 1,5 vinning.

Í 4. umferđ, sem fram fer á morgun, teflir Hannes viđ sćnska alţjóđlega meistarann Daniel Semcesen (2447), Dagur viđ hvít-rússneska stórmeistarann Kirill Stupak (2510) og Hjörvar viđ tékkneskan FIDE-meistara (2284). Allar skákirnar verđa sýndar beint á vefsíđu mótsins.

B-flokkur: 

Ţrír vinningar af 5 mögulegum komu í hús í 3. umferđ. Dagur Ragnarsson (2020) og Oliver AronDagur Ragnarsson Jóhannesson (2015) unnu, Nökkvi Sverrisson (2041) og Jón Trausti Harđarson (1899) gerđu jafntelfi en Mikael Jóhann Karlsson (2029) tapađi.

Dagur hefur fullt hús, Jón Trausti hefur 2,5 vinning, Nökkvi og Mikael hafa 2 vinninga og Oliver hefur 1,5 vinning.

D-flokkur:

Dawid Kolka (1669) vann, Heimir Páll Ragnarsson (1406) gerđi jafntefli en Felix Steinţórsson (1488) tapađi. 

Dawid og Heimir hafa 1 vinning en Felix hefur 0,5 vinning en tefldar hafa veriđ 2 umferđir. Á morgun verđa tefldar tvćr umferđir í d- og e-flokki.

E-flokkur

Steinţór Baldursson tapađi og hefur 1 vinning eftir 2 skákir.

238 skákmenn frá 35 löndum tefla í efsta flokki. Ţar af eru 46 stórmeistarar og 63 alţjóđlegir meistarar. Hannes er nr. 24 í stigaröđ keppenda, Hjörvar er nr. 29 og Dagur er nr. 89. Hámarksstig í b-flokki eru 2400 skákstig og ţar taka 235 skákmenn ţátt. Íslensku skákmennirnir eru nr. 96-192 í stigaröđ keppenda.

Skákţáttur Morgunblađsins: Íslendingar tefla á spćnsku mótaröđinni

Guđmundur KjartanssonŢessa dagana eru fjölmargir íslenskir skákmenn ađ búa sig undir ţátttöku á mótum erlendis. Stór hópur ungra skákmanna mun taka ţátt í skákhátíđinni í Pardubice í Tékklandi sem hefst um miđjan ţennan mánuđ; međal ţátttakenda er einnig Íslandsmeistarinn Hannes Hlífar Stefánsson. Henrik Danielssen og Hilmir Freyr Heimisson eru skráđir til leiks á Politiken Cup sem hefst um svipađ leyti, brćđurnir Björn og Bragi Ţorfinnssynir hyggja á ţátttöku á sterku móti sem hefst í heimaborg Tal í Riga hinn 5. ágúst nk.

Skákvertíđin er hinsvegar fyrir nokkru byrjuđ hjá Guđmundi Kjartanssyni sem í sumar hyggur á ţátttöku á sex mótum á Spáni, sem öll eru hluti spćnsku mótarađarinnar. Mót nr. 2 stendur yfir ţessa dagana og fer ţađ fram í smábćnum Benasque sem er í námunda viđ Pýrenea-fjöllin. Héđinn Steingrímsson er einnig međal ţátttakenda og tveir gamalkunnir stórmeistarar Norđurlanda einnig, Ulf Andersson og Heikki Westernen. Eftir sjö umferđir af tíu hafa ţeir báđir fimm vinninga og sitja međ öđrum í 28.-61. sćti međal 428 keppenda, Héđinn er taplaus en Guđmundur, sem yfirleitt gerir ekki mikiđ af jafnteflum, hefur unniđ fimm skákir og tapađ tveimur.

Hjörvar Steinn Grétarsson sem útskrifađist frá Verslunarskólanum í vor og ćtlar ađ leggja áherslu á Hjörvar Steinn Grétarssonskákina nćsta áriđ a.m.k. valdi ađ taka ţátt í opna skoska meistaramótinu sem hófst í byrjun júlí. Eftir fimm umferđir er hann međ 3˝ vinning og er međ efstu mönnum ţó ađ tap fyrir enska stórmeistaranum Daniel Gormally í fimmtu umferđ hafi sett svolítiđ strik i reikninginn hjá honum. Andstćđingur hans í fjórđu umferđ var áreiđanlega vel lesinn í frćđunum og beitti Benkö-bragđinu sem ţessa dagana virđist ekki bíta jafn vel og á árum áđur. Leiđin sem Hjörvar valdi er ein fjölmargra og sigur hans var afar sannfćrandi.

Hjörvar Steinn Grétarsson - Dawid Oswald

Benkö-bragđ

1. d4 Rf6 2. c4 c5 3. d5 b5 4. cxb5 a6

Ţó ađ ţessi leikur liggi beinast viđ hefur ýmislegt annađ veriđ reynt, t.d. ađ gefa peđiđ til baka, međ 5. b6. Um skeiđ var eitt helsta svar hvíts viđ bragđi Benkös leiđin: 5. f3 axb5 6. e4. Ţá má nefna mótbragđiđ 5. Rc3!? axb5 6. e4 b4 7. Rb5 sem byggist á gildrunni 7. ... Rxe4 8. De2 ţar sem ekki dugar ađ hörfa međ riddarann, 8. ... Rf6 er svarađ međ 9. Rd6 mát!

5. bxa6 g6 6. Rc3 Bxa6 7. e4 Bxf1 8. Kxf1 d6 9. Rf3 Bg7 10. g3 0-0 11. Kg2 Rbd7 12. a4 Ha6 13. Dc2 Da8 14. Hd1

Hrókurinn er stundum hafđur á e2 í ţessu afbrigđi en hér hefur hann ţađ hlutverk ađ spyrna á móti framrás e-peđsins. Áđur hefur veriđ leikiđ 14. Ha3 eđa 14. Rb5.

14. ... Db7 15. Hb1

Góđur reitur fyrir hrókinn. Hvítur bíđur átekta en heldur opnu fyrir framrás b-peđsins.

15. ... e6 16. Bf4 exd5 17. exd5

Gott var einnig 17. Rxd5. )

Rh5 18. Be3 He8 19. b4! cxb4 20. Rb5 Hc8?

Ráđleysislegt. Best var 20. ... Rhf6! t.d. 21. Dc7 Da8 22. Rxd6 Hf8 og svartur á enn von.

21. De2 Rhf6 22. Hxb4 Rhf6

gu3r0nde.jpg- sjá stöđumynd -

23. Rxd6 Rxe3+ 24. Dxe3 Dxb4 25. Rxc8 Dxa4

Tapar strax. Reyna mátti 25. ... He6 en eftir 26. Da7 er fátt um fína drćtti, t.d. 26. ... Rf8 27. Rg5 Hf6 28. Re7+ Kh8 29. Rd5 og vinnur.

26. De8+ Rf8 27. Re7+ Kh8 28. Dxf7 Da2 29. Hd5!

- og nú er engin vörn viđ hótuninni 30. Dg8 mát. Svartur gafst upp.

Helgi Ólafsson helol@simnet.is

----------------------------------------------

Skákţćttir Morgunblađsins eru birtir á Skák.is viku síđar en í sjálfu Morgunblađinu.  

Grein ţessi birtist í Sunnudagsmogganum, 14. júlí 2013

Skákţćttir Morgunblađsins


Andorra: Héđinn og Guđmundur unnu í 2. umferđ

HéđinnStórmeistarinn Héđinn Steingrímsson (2557) og alţjóđlegi meistarinn Guđmundur Kjartansson (2444) unnu báđir í 2. umferđ í Andorra Open sem fram fór í dag. Andstćđingar ţeirra voru á stigabilinu (2157-2218).

Ţriđja umferđ fer fram á morgun. Ţá teflir Guđmundur viđ spćnska stórmeistarann Luis Arizmendi (2580) en Héđinn viđ enska alţjóđlega meistarann Lawrence Trent (2420). Skák Guđmundar verđur sýnd beint á vefsíđu mótsins.

Alls taka 178 skákmenn frá 20 löndum ţátt í mótinu. Ţar af eru 16 stórmeistarar og 14 alţjóđlegir meistarar. Héđinn er nr. 9 í stigaröđ keppenda en Guđmundur er nr. 22.


Sergey Fedorchuk í TR

Sergey Fedorchuk Úkraínski ofurstórmeistarinn Sergey Fedorchuk (2667) er genginn til liđs viđ Taflfélag Reykjavíkur. Fedorchuck varđ Evrópumeistari unglinga undir 14 ára áriđ 1995, en međal annarra afreka hans má nefna efsta sćtiđ á Cappelle la Grande Open áriđ 2008, ásamt TR-ingunum Vugar Gashimov (2737), Erwin L'Ami (2640), nýbökuđum skákmeistara Úkraínu, Yuriy Kryvoruchko (2678) og fleirum. Einnig sigrađi hann á Dubai Open 2006 ásamt Armenunum Sargissian og Petrosian.

Sergey Fedurchuck bćtist ţví viđ stóran hóp öflugra erlendra stórmeistara félagsins, en fyrir eru hjá félaginu svo nokkrir séu nefndir, heimsmeistarinn fyrrverandi Anatoly Karpov, skákdrottningin Judit Polgar, Gata Kamsky, Jan Smeets, Mykhailo Oleksienko og fyrrnefndir Erwin L'Ami og skákmeistari Úkraínu Yuriy Kryvoruchko.

Fedorchuck mun leiđa fríđan hóp sem tekur ţátt í lokuđu 9 umferđa stórmeistaramóti Taflfélags Reykjavíkur sem haldiđ verđur í skákhöll TR í Faxafeni í byrjun október.  Frekari fréttir af ţátttakendum á ţví geysiöfluga móti munu berast á nćstu dögum og vikum.


Góđur dagur í Pardubice - Hannes og Dagur unnu

Dagur ArngrímssonŢađ gekk prýđilega á öđrum keppnisdegi Czech Open sem fram fór í dag en alls tefla ţar 12 Íslendingar. Í a-flokki unnu Hannes Hlífar Stefánsson (2522) og Dagur Arngrímsson (2384) sínar skákir en Hjörvar Steinn Grétarsson (2511) tapađi. Í b-flokki komu 4 vinningar af 5 mögulegum í hús, Í d-flokki kom einn vinningur af ţremur mögulegum í hús en ţar voru allir ađ tefla upp fyrir sig. Steinţór Baldursson vann svo sína skák í e-flokki.

A-flokkur:

Hannes vann Rússa međ 2386 skákstig, Dagur vann stigalágan Svía (2172) en Hjörvar tapađi fyrir skoska FIDE-meistaranum Alan Tate (2277). Hannes hefur 2 vinninga, Dagur 1,5 vinning en Hjörvar 0,5 vinning.

Í 3. umferđ, sem fram fer á morgun, teflir Hannes viđ tékkneska stórmeistarann Vladimir Talla (2394) , Dagur viđ aserska stórmeistarann Azer Mirzoev (2536) og Hjörvar viđ titillausan Tékka (2229).

B-flokkur:

Fjórir vinningar af fimm mögulegum komu í hús í fyrstu umferđ. Mikael Jóhann Karlsson (2029) sem vann króatískan FIDE-meistara (2202), Dagur Ragnarsson (2020), Jón Trausti Harđarson (1899) og Nökkvi Sverrisson (2041) unnu allir en Oliver Aron Jóhannesson (2015) tapađi.

Mikael, Dagur og Jón Trausti hafa 2 vinninga, Nökkvi hefur 1,5 vinning og Oliver hefur 0,5 vinning.

D-flokkur:

D- og E-flokkar hófust í dag og reyndar c-flokkur einnig en ţar teflir enginn Íslendingur.

Felix Steinţórsson (1488) og Heimir Páll Ragnarsson (1406) gerđu jafntefli viđ mun stigahćrri andstćđinga (1770-1782).

E-flokkur

Steinţór Baldursson, fađir Felix, byrjađi vel en hann vann 12 ára Ţjóđverja í fyrstu umferđ.

238 skákmenn frá 35 löndum tefla í efsta flokki. Ţar af eru 46 stórmeistarar og 63 alţjóđlegir meistarar. Hannes er nr. 24 í stigaröđ keppenda, Hjörvar er nr. 29 og Dagur er nr. 89. Hámarksstig í b-flokki eru 2400 skákstig og ţar taka 235 skákmenn ţátt. Íslensku skákmennirnir eru nr. 96-192 í stigaröđ keppenda.

Andorra: Héđinn og Guđmundur unnu í fyrstu umferđ

Guđmundur KjartanssonStórmeistarinn Héđinn Steingrímsson (2557) og alţjóđlegi meistarinn Guđmundur Kjartansson (2444) taka ţátt í alţjóđlegu skákmóti í Andorra sem hófst í dag. Báđir unnu ţeir stigalága andstćđinga (1979-2033) í fyrstu umferđ. Önnur umferđ fer fram á morgun. Ţá tefla ţeir aftur viđ stigalćgri andstćđinga (2157-2218).

Alls taka 178 skákmenn frá 20 löndum ţátt í mótinu. Ţar af eru 16 stórmeistarar og 14 alţjóđlegir meistarar. Héđinn er nr. 9 í stigaröđ keppenda en Guđmundur er nr. 22.


Hannes vann í fyrstu umferđ

Hannes HlífarA- og b-flokkar Czech Open hófust í gćr í Pardubice í Tékklandi. Í dag hefjast svo c-, d- og e-flokkar og ţar bćtast viđ fleiri íslenskir keppendur. Í a-flokki vann Hannes  Hlífar Stefánsson (2522) sína skák en Hjörvar Steinn Grétarsson (2511) og Dagur Arngrímsson (2384) gerđu jafntefli. Í b-flokki ţar sem fimm íslenskir skákmenn taka ţátt komu 4 vinningar í hús.

Hannes vann úkraínska alţjóđlega meistarann Igor Varitsky (2278) en andstćđingar Hjörvars og Dags voru á stigabilinu 2165-2274.  Í dag tefla ţeir allir viđ stigalćgri andstćđinga (2172-2386).

Í b-flokki tefla fimm íslenskir skákmenn. Jón Trausti Harđarson (1899), Mikael Jóhann Karlsson (2029), Dagur Ragnarsson (2020) unnu en Nökkvi Sverrisson (2041) og Oliver Aron Jóhannesson (2015) gerđu jafntefli.

238 skákmenn frá 35 löndum tefla í efsta flokki. Ţar af eru 46 stórmeistarar og 63 alţjóđlegir meistarar. Hannes er nr. 24 í stigaröđ keppenda, Hjörvar er nr. 29 og Dagur er nr. 89. Hámarksstig í b-flokki eru 2400 skákstig og ţar taka 235 skákmenn ţátt. Íslensku skákmennirnir eru nr. 96-192 í stigaröđ keppenda.


 


Skák í Skálholti í dag

Skákmót í SkálholtiÁ 50 ára afmćlishátíđ Skálholtskirkju ţann 20. júlí nk. flytur  Guđmundur G. Ţórarinsson, verkfrćđingur, fyrirlestur um hina fornu sögualdarskákmenn frá Ljóđshúsum - The Lewis Chessmen -  og kenningu um ađ ţeir séu íslenskir ađ uppruna.  Jafnframt verđur efnt til sögulegs skákmóts ţar sem teflt verđur međ eftirgerđum hinna fornu taflmanna.  Tefldar verđa 7 umferđir međ 10 mínútna umhugsunartíma. Ţátttakaendafjöldi er takmarkađur. Ţeim sem kynnu ađ vilja vera međ í mótinu er bent á ađ hafa samband viđ Einar Ess (ese@emax.is), en skákklúbburinn Riddarinn stendur fyrir mótinu.  Skálholt

Úr dagskránni á www.skalholt.is : 13.30 Skákmót í Skálholtsskóla.Teflt verđur međ eftirgerđ af hinum fornu sögualdartaflmönnum frá Ljóđhúsum á Margrét hin hagaSuđureyjum - The Lewis Chessmen - en ţeir eru taldir hafa veriđ gerđir af Margréti hinni oddhögu í Skálholti á dögum Páls biskups Jónssonar. Guđmundur G. Ţórarinsson flytur inngangsorđ um líklegan íslenskan uppruna ţeirra.


Opna tékkneska meistaramótiđ hefst kl. 13 - Hannes og Hjörvar í beinni

Hannes og HjörvarOpna tékkneska meistaramótiđ (Czech Open) hefst nú kl. 13. Í dag hefjast a- og b-flokkur en hinir flokkarnir hefjast á morgun. Í a-flokki taka Hannes Hlífar Stefánsson (2520), Hjörvar Steinn Grétarsson (2511) og Dagur Arngrímsson (2384). Ađ minnsta kosti Hannes og Hjörvar verđa í beinni í dag en umferđin hefst vćntanlega upp úr kl. 13. Skák Dags verđur jafnvel sýnd beint. Andstćđingar dagsins eru á stigabilinu 2165-2278.

 


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.5.): 5
  • Sl. sólarhring: 26
  • Sl. viku: 142
  • Frá upphafi: 8765590

Annađ

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 122
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband