Leita í fréttum mbl.is

Bloggfćrslur mánađarins, júlí 2013

Rozentalis í TV

Litháíski stórmeistarinn Eduardas Rozentalis (2612) er genginn til liđs viđ Taflfélag Vestmannaeyja. Rozentalis hefur međal annars teflt á 1. borđi fyrir Litháa á 7 Ólympíuskákmótum.  Rosentalis bćtist viđ fríđan hóp stórmeistara sem eru fyrir í TV og má ţar helsta nefna Aleksey Dreev (2668), Jan Gustafsson (2619), Ivan Salgado Lopez (2614), Kamil Miton (2606), Jon Ludvig Hammer (2599), Tomi Nybäck (2599), Nils Grandelius (2573), Helga Ólafsson (2544) og Henrik Danielsen (2510). 

 


Ţorvarđur í TR

Björn og ŢorvarđurŢorvarđur Fannar Ólafsson (2266) hefur gengiđ til viđ Taflfélag Reykjavíkur. Ţorvarđur kemur úr Víkingaklúbbnum en hefur lengst af aliđ manninn í Skákdeild Hauka og fyrrirennaranum Skákfélagi Hafnarfjarđar.

Ţorvarđur er mikill liđsauki fyrir Taflfélag Reykjavíkur fyrir átökin á Íslandsmóti skákfélaga í haust.


Skák í Skálholti: Fyrirlestur og skákmót á laugardaginn kemur.

Skákmót í SkálholtiÁ 50 ára afmćlishátíđ Skálholtskirkju ţann 20. júlí nk. flytur  Guđmundur G. Ţórarinsson, verkfrćđingur, fyrirlestur um hina fornu sögualdarskákmenn frá Ljóđshúsum - The Lewis Chessmen -  og kenningu um ađ ţeir séu íslenskir ađ uppruna.  Jafnframt verđur efnt til sögulegs skákmóts ţar sem teflt verđur međ eftirgerđum hinna fornu taflmanna.  Tefldar verđa 7 umferđir međ 10 mínútna umhugsunartíma. Ţátttakaendafjöldi er takmarkađur. Ţeim sem kynnu ađ vilja vera međ í mótinu er bent á ađ hafa samband viđ Einar Ess (ese@emax.is), en skákklúbburinn Riddarinn stendur fyrir mótinu.  Skálholt

Úr dagskránni á www.skalholt.is : 13.30 Skákmót í Skálholtsskóla.Teflt verđur međ eftirgerđ af hinum fornu sögualdartaflmönnum frá Ljóđhúsum á Margrét hin hagaSuđureyjum - The Lewis Chessmen - en ţeir eru taldir hafa veriđ gerđir af Margréti hinni oddhögu í Skálholti á dögum Páls biskups Jónssonar. Guđmundur G. Ţórarinsson flytur inngangsorđ um líklegan íslenskan uppruna ţeirra.


Mamedyarov sigurvegari Grand Prix mótsins í Beijing

Aserinn Shakhriyar Mamedyarov Mamedyarov (2763) sigrađi á FIDE Grand Prix - sem lauk rétt í ţessu í Beijing í Kína. Aserinn geđţekki gerđi jafntefli viđ Gelfand (2773) í lokaumferđinni. Rússinn Alexander Grischuk (2780) varđ annar. Ungverjinn Peter Leko (2737) og Búlgarinn Veselin Topalov (2767) urđu í 3.-4. sćti.

Frammistađa Aserans hefur fleytt honum upp í áttunda sćti heimslistans.

Topalov hefur hins vegar ţegar tryggt sér sigur í Grand Prix seríunni ţótt einu móti sé ólokiđ.



Hrađskákkeppni taflfélaga hefst í ágúst

Hrađskákkeppni taflfélaga, hefst venju samkvćmt eftir verslunarmannahelgi. Ţetta er í nítjánda sinn sem keppnin fer fram en Víkingaklúbburinn er núverandi meistari. Í fyrra og hitteđfyrra tóku 18 liđ í keppninni sem er met.

Íslensk skákfélög eru hvött til ađ taka ţátt.

Reglur keppninnar eru hér ađ neđan.

Teflt er eftir útsláttarfyrirkomulagi.    

Dagskrá mótsins er sem hér segir

  • Forkeppni (ef meira en 16 liđ taka ) - skuli vera lokiđ eig síđar en 10. ágúst
  • 1. umferđ (16 liđa úrslit): Skuli vera lokiđ eigi síđar en 20. ágúst
  • 2. umferđ (8 liđa úrslit): Skuli vera lokiđ eigi síđar en 31. ágúst
  • 3. umferđ (undanúrslit): Skulu fara fram fimmtudaginn 5. september kl. 20
  • 4. umferđ (úrslit): Skulu fara fram sunnudaginn 8. september kl. 14

Umsjónarađili getur heimilađ breytingar viđ sérstakar ađstćđur.    

Skráning til ţátttöku rennur út 31. júlí nk. Skráning fer fram á Skák.is.

Reglur keppninnar:

1.      Sex manns eru í hvoru liđi og tefld er tvöföld umferđ, ţ.e. allir í öđru liđinu tefla viđ alla í hinu liđinu. Samtals 12 umferđir, eđa 72 skákir.

2.      Heimaliđ sér um dómgćslu. Komi til deiluatriđa er Ólafur S. Ásgrímsson yfirdómari keppninnar.

3.      Varamenn mega koma alls stađar inn. Ţó skal gćta ţess ađ menn tefli ekki oftar en tvívegis gegn sama andstćđingi og hafi ekki sama lit í báđum skákunum.

4.      Ćtlast er til ţess ađ ţeir sem tefli séu fullgildir međlimir síns félags. Ađeins má tefla međ einu taflfélagi í keppninni.

5.      Liđsstjórar koma sér saman um hvenćr er teflt og innan tímaáćtlunar. Komi liđsstjórar sér ekki saman um dagsetningu innan tímaramma getur umsjónarađili ákvarđađ tímasetningu.

6.      Verđi jafnt verđur tefldur bráđabani. Ţađ er tefld er einföld umferđ ţar sem dregiđ er um liti á fyrsta borđi og svo hvítt og svart til skiptist. Verđi enn jafnt verđur áfram teflt áfram međ skiptum litum ţar til úrslit fást.

7.      Heimaliđ bjóđi upp á léttar veitingar, t.d. kaffi, gos, kökur eđa kex.

8.      Viđureignirnar skulu fara fram innan 100 km. radíus (max 1-1,5 klst. ferđalag) frá Reykjavík nema ađ félög komi sér saman um annađ.

9.      Úrslitum skal koma til umsjónarmann eins fljótt og auđiđ er í netfangiđ gunnar@skaksamband.is og eigi síđar en 12 klukkustundum eftir ađ keppni lýkur.

10.  Úrslit keppninnar verđa ávallt ađgengileg á heimasíđu Hellis, www.hellir.blog.is, sem er heimasíđa keppninnar, og á www.skak.is.

11.  Mótshaldiđ er í höndum Taflfélagsins Hellis sem sér um framkvćmd mótsins.


Tikkanen sćnskur meistari ţriđja áriđ í röđ - ţurfti bráđabanaskák til

Hans Tikkanen og Nils Grandlius tefla til úrslitaStórmeistarinn Hans Tikkanen (2528) varđ í gćr sćnskur meistari ţriđja áriđ í röđ. Ţađ ţarf ađ fara aftur til áranna 1951-53 til ađ finna slík dćmi en ţá afrekađi Gösta Stoltz .ap sama. Tikkanen ţurfti ađ hafa fyrir hlutunum. Hann var hálfum vinningi fyrir neđan Nils Grandelius (2573) fyrir lokaumferđina en vann sína skák á međan Nils gerđi jafntefli.

Ţá var komiđ ađ einvígi ţeirra á milli á meistaratitilinn, sem teflt var samdćgurs, međ styttri umhugsnartíma. Ţeir tefldu tvö tveggja skáka einvígi sem bćđi enduđu 1-1. Ţá var komiđ ađ svokallađri bráđabanaskák (Armageddon). Ţar hafđi Tikkanen betur. 

Tiger Hillarp Persson (2528) og Axel Smith (2461) urđu í 3.-4. sćti 1˝ vinningi á eftir efstu mönnum.

Heimasíđa mótsins


Hjörvar međ jafntefli viđ Jones - endađi í fjórđa sćti

Hjörvar í SkotlandiAlţjóđlegi meistarinn Hjörvar Steinn Grétarsson (2511) gerđi jafntefli gegn enska stórmeistaranum og "Ţingeyingnum" Gawain Jones (2643) í níundu og síđustu umferđ opna skoska meistaramótsins sem fram fór í dag. Enn eitt jafntefliđ ţeirra á millum. Hjörvar endađi í fjórđa sćti međ 6,5 vinning.

Efstir og jafnir međ 7 vinninga urđu stórmeistararnir Jones, landi hans Daniel Gormally (2496) og Imre Hera (2558), Ungverjalandi.

Frammistađa Hjörvars samsvarađi 2506 skákstigum og hćkkar hann um fimm skákstig fyrir hana.

Ritstjóra er ekki kunnugt um hver varđ skákmeistari Skotlands en stórmeistarinn Matthew Turner (2518) og alţjóđlegi meistarinn Roddy McKay (2370) urđu efstir heimamanna međ 6 vinninga.

55 skákmenn tóku ţátt í ađalmótinu. Ţar af voru 9 stórmeistarar og 8 alţjóđlegir meistarar. Hjörvar var nr. 5 í stigaröđ keppenda.

Skákţáttur Morgunblađsins: Bjargar heimavöllurinn Anand?

Anand og CarlsenÚrslit tveggja stórmóta, í Stafangri annarsvegar og á minningarmótinu um Mikhael Tal í Moskvu hinsvegar, benda í ţá átt ađ í heimsmeistaraeinvígi Anands og Magnúsar Carlsen, sem hefst 6. nóvember nk. í heimaborg Anands Chennai á Indlandi, liggi helsta von Anands um titilvörn í ţeirri stađreynd ađ hann teflir á heimavelli. Ađ FIDE skuli einhliđa og án samráđs viđ áskorandann hafi ákveđiđ ţennan keppnisstađ hefur veriđ gagnrýnt en Anand hefur sér til málsbóta ađ hann tefldi heimsmeistaraeinvígi sitt viđ Venselin Topalov voriđ 2010 á heimavelli Búlgarans.

Á mótinu Stafangri sem lauk upp úr miđjum maímánuđi varđ Magnús í 2.-3. sćti međ 5˝ vinning, ˝ vinningi á eftir sigurvegaranum Sergei Karjakin. Anand hlaut 5 vinninga og varđ í 4.-6. sćti en á minningarmótinu um Tal sem lauk í Moskvu á dögunum fékk Magnús sömu niđurstöđu, varđ í 2.-4. sćti međ 5˝ vinning. Flestum á óvart sigrađi hinn 45 ára gamli Ísraelsmađur Boris Gelfand, en heimsmeistarinn tók mikla dýfu, fékk 3˝ vinning úr 9 skákum og varđ í 8.-9. sćti af tíu keppendum. Ţau skipti í skáksögunni er heimsmeistari hefur fengiđ undir 50% vinningshlutfall á skákmóti eru teljandi á fingrum annarrar handar. Anand lét uppskátt eftir Tal-mótiđ ađ hann myndi nćstu mánuđina einbeita sér ađ undirbúningi fyrir einvígiđ í nóvember. Hann hefur alltaf komiđ vel undirbúinn fyrir ţau einvígi sem hann hefur háđ og ekki vanmeta ţann ţátt sem snýr ađ ađstćđum. Viđ komu til Indlands í fyrsta skipti steypist yfir margan ferđalanginn mikiđ „kúltúrsjokk". Ţeir munu tefla 12 skákir. Verđi jafnt er gripiđ til skáka međ styttri umhugsunartíma.

Á minningarmótinu um Tal töpuđu ţeir báđir fyrir Ítalanum Fabiano Caruana og höfđu báđir hvítt! Innbyrđis viđurreign ţeirra fór fram í fimmtu umferđ:

Magnús Carlsen - Wisvanathan Anand

Nimzoindversk vörn

1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rc3 Bb4 4. e3 0-0 5. Rge2

Ţetta afbrigđi sem kennt er viđ Pólverjann Rubinstein hefur ađ markmiđi ađ koma í veg fyrir veikleika eftir línunni og minnir fremur á vinsćl afbrigđi drottningarbragđs.

5. ... d5 6. a3 Be7 7. cxd5 Rxd5 8. Bd2 Rd7 9. g3 b6 10. Rxd5 exd5 11. Bg2 Bb7 12. Bb4!? Rf6

Bćđi hér og síđar gat svartur tekiđ á sig „hangandi peđin" međ leikvinningi, 12. ... c5 13. dxc5 bxc5 14. Bc3. Ţetta var sennilega besti kostur svarts og einkennilegt ađ Anand skyldi ekki hafa valiđ hann. Lakara er hinsvegar 12. ... Bxb4 13. axb4 međ ţrýstingi á drottningarvćng.

13. 0-0 He8 14. Hc1 c6 15. Bxe7 Hxe7 16. He1 Dd6 17. Rf4 Bc8?

Ţessi liđsskipan biskups og hróks tekur alltof langan tíma. Sennilega hefur Anandn ekki séđ fyrir eđa vanmetiđ 19. leik hvíts.

18. Da4 Hc7 19. f3! Be6 20. e4 dxe4

Anand veit ekki sitt rjúkandi ráđ, 20. ... c5 međ hugmyndinni 21. e5 Dd7 var reynandi en dugar ţó skammt, eftir 21. dxc5 Hxc5 22. Hcd1! o.s.frv. er svartur í miklum vandrćđum.

21. fxe4 Dd7 22. d5! cxd5 23. Dxd7 Hxd7 24. Rxe6 fxe6

25. Bh3!

Vinnur. Svarta stađan hrynur eftir ţennan öfluga biskupsleik.

25. ... Kh8 26. e5 Rg8 27. Bxe6 Hdd8 28. Hc7 d4 29. Bd7!

- og Anand lagđi niđur vopnin. Framhaldiđ gćti orđiđ 29. ... Re7 30. Hd1 Rg6 31. e6 Re5 32. Kg2 og vinnur létt.

Helgi Ólafsson helol@simnet.is

----------------------------------------------

Skákţćttir Morgunblađsins eru birtir á Skák.is viku síđar en í sjálfu Morgunblađinu.  

Grein ţessi birtist í Sunnudagsmogganum, 7. júlí 2013

Skákţćttir Morgunblađsins


Hjörvar vann í nćstsíđustu umferđ - er í 3.-4. sćti - mćtir Jones á morgun

HjörvarAlţjóđlegi meistarinn Hjörvar Steinn Grétarsson (2511) vann skoska stórmeistarann Matthew Turner (2518) í áttundu og nćstsíđustu umferđ opna skoska meistaramótsins sem fram fór Helensburgh í dag. Hjörvar hefur 6 vinninga og er í 3.-4. sćti.

Ensku stórmeistararnir Gawain Jones (2643) og Daniel Gormally (2496) eru efstir međ 6,5 vinning. Hjörvar mćtir Jones í lokaumferđinni sem fer á morgun. Lokaumferđin hefst fyrr en venjulega eđa kl. 10:30. Skákin verđur sýnd beint.

55 skákmenn taka ţátt í ađalmótinu. Ţar af eru 9 stórmeistarar og 8 alţjóđlegir meistarar. Hjörvar er nr. 5 í stigaröđ keppenda. Allar skákir mótsins eru sýndar beint.

Guđmundur vann Westerinen í lokaumferđinni

Guđmundur KjartanssonAlţjóđlegi meistarinn Guđmundur Kjartansson (2444) vann finnska stórmeistarann Heikki Westerinen (2283) í tíundu og síđustu umferđ alţjóđlegs móts í Benasque á Spáni sem lauk í dag. Héđinn Steingrímsson (2544) gerđi hins vegar jafntefli viđ bandaríska alţjóđlega meistarann Daniel Naroditsky (2486). Báđir hlutu ţeir 7 vinninga og enduđu í 20.-44. sćti.

Stórmeistararnir Eduardo Iturriizaga (2642), Venúsela, Maxim Rodshtein (2641), Ísrael, og Aleksander Delchev (2614), Búlgaríu, urđu efstir og jafnir á mótinu međ 8,5 vinning. Sá fyrstnefndi telst sigurvegari mótsins eftir stigaútreikning.

Ţrátt fyrir ađ hafa fengiđ jafn marga vinninga fóru ţeir ólíkt ađ á mótinu. Héđinn tapađi ekki skák, vann fjórar skákir og gerđi sex jafntefli. Guđmundur gerđi ekkert jafntefli, vann sjö skákir en tapađi ţremur skákum.

Frammistađa Guđmundar samsvarađi 2416 skákstigum og hćkkar hann um 2 skákstig fyrir hana. Frammistađa Héđins samsvarađi 2452 skákstigum og lćkkar hann um 8 stig fyrir hana.

Guđmundur hefur áfram sínu skákferđalagi en tekur nćst ţátt í alţjóđlegu skákmóti í Andorra sem fram fer 20.-28. júlí. Héđinn er skráđur til leiks ásamt fjölda annarra íslenskra skákmanna á Czech Open sem fram fer í Pardubice í Tékklandi 19.-27. júlí


Ţátt í mótinu tóku 428 skákmenn frá 37 löndum. Ţar af voru 36 stórmeistarar og 25 alţjóđlegir meistarar. Héđinn var nr. 15 í stigaröđ keppenda en Guđmundur var nr. 44. umferđ.


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.6.): 14
  • Sl. sólarhring: 29
  • Sl. viku: 205
  • Frá upphafi: 8766355

Annađ

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 135
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband