Leita í fréttum mbl.is

Nýr kennsluvefur í skák kominn í loftiđ

Friđrik Ólafsson opnar vefinn

Friđrik Ólafsson stórmeistari í skák opnađi í dag formlega nýja vefsíđu, skakkennsla.is, á henni er ađ finna fjölbreytt úrval kennslumyndbanda í skák. Markmiđiđ međ gerđ vefsíđunnar er ađ auđvelda ađgengi ađ náms- og kynningarefni á íslensku um skák sem einkum nýtist börnum sem eru ađ lćra ađ tefla, skákkennurum í skólum og foreldrum sem vilja hjálpa börnum sínum međ ađ verđa betri skákmenn. Á vefnum er ađ finna rúmlega 120 kennslumyndbönd bćđi fyrir byrjendur og lengra komna. _ABH9696

Vefsíđan er samstarfsverkefni Skáksambands Íslands og GAMMA Capital Management og er ćtlunin ađ fjölga myndböndunum eftir ţví sem tíminn líđur. Skáksambandiđ og GAMMA vonast til ađ verkefniđ verđi íslensku skáklífi mikil lyftistöng í framtíđinni og muni gagnast börnum vel sem kennsluefni í skák. Kennsluefniđ skiptist í megingreinar skáklistarinnar; miđtöfl, endatöfl og byrjanir, auk ţess er frćgum skákum úr skáksögunni gerđ góđ skil ásamt myndböndum sem fjalla um feril íslensku stórmeistaranna. 

_ABH6951

Vefsíđan var formlega tekin í notkun í Rimaskóla í dag og viđ ţađ tilefni var spilađ myndband um feril eins ástsćlasta skákmanns landsins, Friđriks Ólafssonar. Friđrik varđ íslandsmeistari í skák ađeins 17 ára gamall og Norđurlandameistari ári síđar. Hann varđ stórmeistari í skák fyrstur Íslendinga áriđ 1958, ţá 23 ára gamall.  

Friđrik sagđi viđ ţađ tćkifćri, „Ţađ er ánćgjulegt ađ vönduđ kennsluvefsíđa um skák fyrir börn sé komin í gagniđ. Ţađ er von mín ađ vefsíđan verđi vel sótt og hafi jákvćđ áhrif á skákiđkun barna, foreldra og kennara. Skák er einstaklega skemmtileg, eflir rökhugsun, einbeitingu og sköpunargáfu sem styrkir jafnframt námsgetu barna.“ 

Gunnar Björnsson forseti Skáksambands Íslands sagđi jafnframt viđ ţetta tilefni ađ vefurinn kćmi á góđum tíma ţar sem skákhreyfingin hefur veriđ vör viđ stóraukinn skákáhuga eftir sigur Magnúsar Carlsen í heimsmeistaraeinvíginu í New York. 

„Ţađ er ánćgjulegt ađ geta stutt viđ svona verđugt verkefni, viđ hjá GAMMA vonum ađ vefurinn veiti krökkum innblástur og hafi hvetjandi áhrif á skákiđkun ţeirra,” sagđi Agnar Tómas Möller hjá GAMMA viđ opnun kennsluvefsins í Rimaskóla. 

_ABH9791_Friđrik Ólafsson_Björn Ívar Karlsson_Gunnar Björnsson_Agnar Tómas Möller

Höfundur kennslumyndbandanna er Björn Ívar Karlsson, sem hefur FIDE-ţjálfaragráđu og er einn reyndasti skákkennari landsins. Björn talar jafnframt inn á öll myndböndin. Í dag er Björn í fullu starfi viđ ađ kenna skák viđ sjö grunnskóla og hefur undanfarin 8 ár kennt viđ 30 grunnskóla, í Reykjavík, Akureyri og Vestmannaeyjum. Björn hefur komiđ ađ kennslu efnilegustu skákmanna landsins auk ţess ađ vera landsliđsţjálfari íslenska kvennaliđsins í skák.

Ađ lokinni opnuninni tók svo Friđrik eina bröndótta viđ Nansý Davíđsdóttur, einn af fjöldamörgum afreksskákmkrökkum sem komiđ hafa úr Rimaskóla. Skákinni lauk međ jafntefli!


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 36
  • Sl. viku: 229
  • Frá upphafi: 8764918

Annađ

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 149
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband