Leita í fréttum mbl.is

Hnífjöfnu Bikarmóti stúlkna lauk í gćr

20161204_134619

Núna um helgina, 2.-4. desember, var í annađ sinn haldiđ Bikarmót stúlkna samhliđa Bikarsyrpu TR. Fyrirkomulagiđ var međ sama sniđi og í Bikarsyrpunni undanfarin tvö ár, ţ.e. 5 umferđir tefldar međ 30 mín. umhugsunartíma og 30 sek. viđbótartíma fyrir hvern leik.

Skákmótiđ var sett á laggirnar til ţess ađ hvetja stúlkur til aukinnar ţátttöku í skákmótum. Stúlkurnar gátu ţví valiđ hvort ţćr vildu taka ţátt í opnu Bikarsyrpunni, sem í vetur hefur 7 umferđir, eđa taka ţátt í stúlknamótinu međ 5 umferđum. Ţetta fyrirkomulag hefur komiđ vel út og hefur vakiđ athygli áhorfenda, ţví til dćmis höfum viđ mótshaldarar veriđ spurđir hvort ţetta sé sérstakt átak fyrir stelpur. Ţađ má svara ţeirri spurningu játandi, ţví ţađ ađ auka fjölda stúlkna í skák, sem og auka ţátttöku stúlkna í skákmótum, er eitt af ţeim atriđum, sem viđ í stjórn TR, leggjum áherslu á.

Í fyrsta mótinu sem fór fram í byrjun nóvember tóku 5 stúlkur ţátt og til viđbótar tóku ţrjár TR-stúlkur ţátt í Bikarsyrpunni sem fram fór á sama tíma. Í skákmótinu nú um helgina tóku sex stelpur ţátt í Bikarmóti stúlkna og tvćr TR-stúlkur, ţćr Freyja Birkisdóttir og Elsa Kristín Arnaldardóttir, tóku ţátt í 7. umferđa Bikarsyrpunni. Eins og síđast var ţetta mjög skemmtilegt og stelpurnar fengu góđa reynslu í ţví ađ skrifa niđur skákirnar og ađ tefla međ mun meiri umhugsunartíma, en sem tíđkast í flestum barna-og unglingamótum.

Ţađ sást greinilega í ţessu móti ađ stelpurnar hafa allar öđlast meira öryggi í ađ skrifa niđur skákirnar, án ţess ađ vera of uppteknar af ţví ađ skrifa! En ennţá er takturinn í skákunum dálítiđ hrađur, miđađ viđ langa umhugsunartímann. En ţađ ţarf líka ađ ţjálfa ţađ ađ vera einn/ein međ sínum skákhugsunum á međan skákklukkan tifar! Ţađ kemur međ aukinni taflmennsku í skákmótum!

Ţar sem ađ taflmennskan var frekar hröđ, ţá hvarf sums stađar dálítiđ af liđi út af skákborđinu, sem hefđi annars veriđ gott ađ hafa til stađar. Sumt gerđist vegna fljótfćrni, en svo á stundum fór allt í loft upp, vegna skyndilegrar fráskákar, eđa skyndilegs máts, eđa tvöföldunar hróka á d-línunni sem ásamt leppun gerđi út um tafliđ. Svo var greinilegt ađ í sumum skákum var úrvinnslan mjög góđ og leiddi ţví til öruggs vinnings. Eins og viđ segjum alltaf: Allt fer ţetta í reynslubankann!

 
Úrslitin urđu sem hér segir:
 
1. Iđunn Helgadóttir, TR, 4 vinninga af 5.
2. Soffía Arndís Berndsen, TR, 4 v.
3. Anna Katarína Thoroddsen, TR, 4 v.
4. Katrín María Jónsdóttir, TR, 1,5 v.
5. Ásthildur Helgadóttir, TR, 1,5 v.
6. Bergţóra Helga Gunnarsdóttir, Víkingaklúbbnum, 0 v. 
 

Mótiđ var mjög jafnt og ekki var hćgt međ ađstođ tölvu ađ finna út réttmćtan sigurvegara af ţeim ţremur sem voru efstar og jafnar međ 4 vinninga. Ţví var beitt “heppnisađferđinni” og dregiđ um sćti.

Iđunn hlaut bikar í verđlaun, Soffía Arndís fékk silfurmedalíu og Anna Katarína bronsmedalíu.

Ţađ segir dálítiđ um ţá góđu og skemmtilegu stemningu sem ríkir á milli stelpnanna, ađ ţegar veriđ var ađ draga um verđlaunin, ţá var ekki hćgt ađ sjá á andlitum ţeirra, hver ţeirra hafđi fengiđ hvađa verđlaun: Allar voru ţćr glađar og kátar og brugđu á leik í myndatökunni!

Nánari upplýsingar um mótiđ má nálgast á chess-results.

Myndskreytta frásögn má finna á heimasíđu TR.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 29
  • Sl. sólarhring: 39
  • Sl. viku: 257
  • Frá upphafi: 8764946

Annađ

  • Innlit í dag: 27
  • Innlit sl. viku: 175
  • Gestir í dag: 24
  • IP-tölur í dag: 20

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband