Leita í fréttum mbl.is

Skákţáttur Morgunblađsins: Spennan í hámarki – úrslitaskák Carlsen og Karjakin verđur tefld í kvöld

Heimsmeistarinn Magnús Carlsen og áskorandi hans, Sergei Karjakin, setjast niđur kl. 19 í kvöld ađ íslenskum tíma og tefla tólftu og síđustu skákina í einvíginu um heimsmeistaratitilinn, sem stađiđ hefur yfir í New York síđan 11. nóvember sl. Margt bendir til ţess ađ Norđmađurinn muni tefla stíft til sigurs í kvöld en hann er međ hvítt og eftir ađ hann jafnađi metin hefur sjálfstraust hans aukist, eins og sást ţegar ellefta skákin fór fram á laugardaginn en ţar mátti Karjakin gćta sín ţó ađ hann hefđi hvítt en náđi ađ knýja fram jafntefli međ ţráskák. Stađan er ţví jöfn fyrir skákina í kvöld, 5 ˝ : 5 ˝, og spennan í hámarki.

Í sögulegu samhengi, og ef frá er taliđ tímabiliđ 1993 – 2005 ţegar tveir heimsmeistaratitlar voru í „umferđ,“ ţá er ţetta í fimmta sinn í sögunni sem slík stađa kemur upp fyrir lokaskák heimsmeistaraeinvígis: Botvinnik gegn Bronstein 1951, Botvinnik gegn Smyslov 1954, Kramnik gegn Topalov 2006 og Anand gegn Gelfand 2012.

Ljúki skákinni í kvöld međ jafntefli verđa tefldar fjórar atskákir á miđvikudaginn međ tímamörkunum 25 10. Magnús vann heimsmeistaramótiđ í atskák 2014 og 2015 og er sigurstranglegur á ţeim vettvangi en sé miđađ viđ ţá erfiđleika sem hann hefur átt viđ ađ stríđa í einvíginu er ekkert gefiđ. Verđi áfram jafnt eftir atskákirnar eru á dagskrá tvćr hrađskákir, 5 3 og svo ađ lokum bráđabanaskák.

Sergei Karjakin hefur lengi aliđ međ sér ţann draum ađ verđa heimsmeistari. Hann er yngsti stórmeistari skáksögunnar, náđi tilskildum áföngum ađeins 12 ára gamall. Hann er fćddur áriđ 1990 í Simferopol í Úkraínu á áhrifasvćđi Rússa á Krímskaganum. Fyrir sjö árum fluttist hann til Moskvu og gerđist rússneskur ríkisborgari. Taflmennska hans í einvíginu bendir til ţess ađ hann hafi dregiđ mikinn lćrdóm af öllum heimsmeistaraeinvígjum sem háđ hafa veriđ frá árinu 1951:

New York 2016; 11. einvígisskák:

Sergei Karjakin – Magnús Carlsen

Spćnskur leikur

1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5

Spćnski leikurinn hefur komiđ fyrir í sjö af ellefu skákum einvígisins.

3. ... a6 4. Ba4 Rf6 5. O-O Be7 6. d3 b5 7. Bb3 d6 8. a3 O-O 9. Rc3 Be6

Carlsen lék 9. ... Ra5 í 2. einvígisskákinni. Báđir leikirnir eru góđir.

10. Rd5 Rd4 11. Rxd4 exd4 12. Rxf6 Bxf6 13. Bxe6

Dćmigert fyrir taflmennsku Karjakin. Var ekki ađeins meira púđur í 13. Bd5?

13. ... fxe6 14. f4 c5 15. Dg4 Dd7 16. f5

Eftir mikil uppskipti sem ţóttu benda til ţess ađ Magnús vćri sáttur viđ skiptan hlut virtist stađa Karjakin örlítiđ betri. En ekki er allt sem sýnist.

16. ... Hae8 17. Bd2 c4 18. h3 c3 19. bxc3 d5!

Tveir síđustu leikir Carlsens ţóttu bráđsnjallir ţótt ţeir nái ekki ađ raska jafnvćgi stöđunnar.

20. Bg5 Bxg5 21. Dxg5 dxe4 22. fxe6 Hxf1+ 23. Hxf1 Dxe6 24. cxd4

Nú liggur beinast viđ ađ leika 24. ... exd3 25. cxd3 De3+ 26. Dxe3 Hxe3 27. Hd1 He2 og stađan er jafnteflisleg. En Magnús reynir ađ hrista upp í stöđunni međ ţví ađ veđja á e-peđiđ.

GQU10HNVO24. ... e3!? 25. He1 h6 26. Dh5 e2 27. Df3 a5 28. c3 Da2

Hótar 29. ... Dd2 en Karjakin finnur bestu varnarleiđina.

29. Dc6! He6 30. Dc8+ Kh7 31. c4 Dd2 32. Dxe6 Dxe1+ 33. Kh2 Df2 34. De4+

- og hér sćttust keppendur á jafntefli, hvítur ţráskákar. Mćlt er međ vefsvćđinu Chess24.com til ađ fylgjast međ skákinni í kvöld.

Grein ţessi birtist í Morgunblađinu 28. nóvember 2016

Skákţćttir Morgunblađsins


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 21
  • Sl. sólarhring: 31
  • Sl. viku: 220
  • Frá upphafi: 8765235

Annađ

  • Innlit í dag: 11
  • Innlit sl. viku: 122
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband