Leita í fréttum mbl.is

FM Vignir Vatnar Stefánsson hélt sjó í erfiđri stöđu

IMG_4165-768x576

Faxafeniđ lék á reiđiskjálfi í gćrkvöldi er 8.umferđ Haustmótsins var tefld. Ólafur Evert Úlfsson tryggđi sér sigur í Opnum flokki og ţeir Ingvar Ţór Jóhannesson og Aron Ţór Mai eru í kjörstöđu í sínum flokkum fyrir lokaumferđ mótsins. Ţá gerđi Vignir Vatnar Stefánsson sér lítiđ fyrir og fór yfir 2300 stiga múrinn og tryggđi sér um leiđ langţráđan FM titilinn.

A-flokkur

Ingvar Ţór Jóhannesson fór sér ađ engu óđslega međ svörtu gegn Ţorvarđi Fannari Ólafssyni og sömdu ţeir félagarnir jafntefli eftir ellefu spennuţrungna upphafsleiki. Á sama tíma varđi Vignir Vatnar Stefánsson afar erfiđa stöđu međ kjafti og klóm gegn Björgvin Víglundssyni. Ţađ var mikiđ í húfi fyrir Vigni Vatnar í ţessari skák ţví hann gat međ sigri tryggt sér titilinn Skákmeistari Taflfélags Reykjavíkur. Ekki nóg međ ţađ ţví samkvćmt talnaglöggum skákáhugamönnum sem staddir voru í Faxafeninu í kvöld ţá myndi jafntefli duga Vigni Vatnari til ţess ađ ná sléttum 2300 skákstigum og ţar međ tryggja sér FM titilinn. Björgvin kćrđi sig ţó kollóttan um ţessar vangaveltur og tefldi af festu gegn undrabarninu. Björgvin var óhemju nálćgt ţví ađ vinna skákina en á einhvern óskiljanlegan hátt tókst Vigni Vatnari ađ hanga á jafnteflinu. Vignir Vatnar hefur ţví náđ 2300 skákstigum og er orđinn Fíde-meistari! Ţó er rétt ađ hafa í huga ađ afrekiđ á enn eftir ađ stađfesta međ formlegum hćtti af til ţess bćrum embćttismanni. Af öđrum úrslitum bar hćst sigur Gauta Páls Jónssonar á Oliver Aroni Jóhannessyni eftir slćman fingurbrjót Olivers í 76.leik. Ţá vann Dagur Ragnarsson skák sína gegn Birki Karli Sigurđssyni.

Ingvar Ţór hefur hlotiđ 6 vinninga, hálfum vinningi umfram Vigni Vatnar og Dag. Ţađ kemur í ljós á sunnudag hvort leikáćtlun Ingvars Ţórs heppnast, en ţá stýrir hann hvítu mönnunum gegn Gauta Páli. Á sama tíma hefur Vignir Vatnar svart gegn Jóni Trausta og Dagur hefur svart gegn Björgvin. Vignir Vatnar hefur vinningsforskot á Björgvin í kapphlaupinu um titilinn Skákmeistari Taflfélags Reykjavíkur.

 
Rk. NameRtgFED12345678910Pts. TB1 TB2 TB3
1FMJohannesson Ingvar Thor2367ISL*1˝11˝˝˝ 16,023,750,04
2 Stefansson Vignir Vatnar2129ISL0*1˝ ˝˝1115,517,750,04
3FMRagnarsson Dagur2272ISL˝0* ˝1˝1115,517,250,04
4 Viglundsson Bjorgvin2185ISL0˝ *10˝˝114,513,750,03
5 Hardarson Jon Trausti2100ISL0 ˝0*˝1˝114,513,250,03
6 Olafsson Thorvardur2184ISL˝˝01˝*0˝1 4,016,000,02
7FMJohannesson Oliver2255ISL˝˝˝˝01* 014,015,750,02
8 Loftsson Hrafn2192ISL˝00˝˝˝ *˝˝3,011,000,00
9 Jonsson Gauti Pall2082ISL 000001˝*˝2,06,000,01
10 Sigurdsson Birkir Karl1900ISL00000 0˝˝*1,02,500,00

 

B-flokkur

Aron Ţór Mai tefldi fallega sóknarskák gegn Veroniku Steinunni Magnúsdóttur í toppslag B-flokks. Aron Ţór vann skákina í 29 leikjum og hefur vinningsforskot á toppnum fyrir síđustu umferđina. Í lokaumferđinni mćtir hann bróđur sínum, Alexander Oliver Mai, sem í kvöld gerđi jafntefli viđ Jón Ţór Lemery. Alexander Oliver er í 3.sćti međ 5 vinninga. Hörđur Aron Hauksson, sem vann Sigurlaugu R. Friđţjófsdóttur, er í 2.sćti međ 5,5 vinning. Stephan Briem heldur uppteknum hćtti viđ ađ hrella sér stigahćrri skákmenn ţví hann vann međ svörtu gegn Magnúsi Kristinssyni. Stephan, sem er stigalćgstur í flokknum, hefur unniđ fjórar skákir og er sem stendur ađ hćkka um tćplega 100 skákstig.

 
Rk. NameRtgFED12345678910Pts. TB1 TB2 TB3
1 Mai Aron Thor1845ISL*˝ 1˝11˝116,522,750,05
2 Hauksson Hordur Aron1867ISL˝*001+11 15,519,750,05
3 Mai Alexander Oliver1656ISL 1*˝˝+01˝˝5,019,250,03
4 Magnusdottir Veronika Steinun1777ISL01˝*˝01 ˝14,514,750,03
5 Lemery Jon Thor1591ISL˝0˝˝*1 ˝014,015,500,02
6 Briem Stephan1569ISL010*111 4,014,000,04
7 Luu Robert1672ISL0010 0*˝1+3,512,250,03
8 Fridthjofsdottir Sigurl. Regi1802ISL˝00 ˝0˝*113,510,750,02
9 Kristinsson Magnus1833ISL0 ˝˝1000*13,09,500,02
10 Kristjansson Halldor1649ISL00˝00 00*0,52,250,00

 

Opinn flokkur

Ólafur Evert Úlfsson tryggđi sér í kvöld sigur í Opnum flokki Haustmótsins er hann vann Sverri Hákonarson eftir miklar sviptingar. Ólafur Evert stóđ höllum fćti lengi vel en Sverrir lék nokkrum ónákvćmum leikjum í hróksendatafli sem reyndust honum dýrkeyptir. Ólafur Evert hefur ţví unniđ allar skákir sínar til ţessa og međ sigri í lokaumferđinni vinnur hann mótiđ međ fullu húsi. Ţađ eitt og sér yrđi mikiđ afrek, en ţađ magnađa er ađ ef Ólafur Evert vinnur flokkinn međ fullu húsi, ţá er hann ađ endurtaka leikinn frá árinu 2014 er hann vann D-flokk Haustmótsins međ 9 vinningum í 9 skákum. En til ţess ađ svo verđi ţá ţarf hann ađ vinna varaforseta Vinaskákfélagsins, Hörđ Jónasson, og ţađ leikur sér engin ađ ţví.

Af öđrum úrslitum má nefna ađ Ingvar Egill Vignisson vann Héđinn Briem og hefur 5,5 vinning í 2.sćti. Ţá vann Arnar Milutin Heiđarsson góđan sigur á nýkrýndum Íslandsmeistara, Stefáni Orra Davíđssyni. Adam Omarsson lagđi svo gamla brýniđ Björgvin Kristbergsson međ svörtu eftir snarpa sókn á drottningarvćng.

 

Rk.SNo NameFEDRtgClub/CityPts. TB1 TB2 TB3
16 Ulfsson Olafur EvertISL1464Hrókar alls fagnadar8,037,500,08
23 Vignisson Ingvar EgillISL1554Huginn6,526,500,06
34 Jonasson HordurISL1532Vinaskakfelagid5,523,500,04
45 Sigurvaldason HjalmarISL1485Vinaskakfelagid5,519,750,05
58 Kristjansson Halldor AtliISL1417Breidablik5,018,500,04
62 Briem HedinnISL1563Vinaskakfelagid4,518,000,03
79 Magnusson ThorsteinnISL1415TR4,517,250,04
815 Baldursson Atli MarISL1167Breidablik4,516,750,04
912 Hakonarson SverrirISL1338Breidablik4,516,750,03
1011 Heidarsson ArnarISL1340TR4,513,500,04
1118 Briem BenediktISL1093Breidablik4,016,000,01
1222 Moller TomasISL1028Breidablik4,012,750,03
1317 Karlsson Isak OrriISL1148Breidablik4,012,500,03
147 Thrastarson Tryggvi KISL1450 4,012,250,03
1519 Gudmundsson Gunnar ErikISL1082Breidablik4,010,500,02
1610 Davidsson Stefan OrriISL1386Huginn3,513,500,02
1721 Omarsson AdamISL1065Huginn3,59,250,02
1813 Alexandersson OrnISL1217 3,07,500,03
1916 Olafsson ArniISL1156TR3,07,250,02
2020 Kristbergsson BjorgvinISL1081TR3,05,500,02
2114 Thorisson BenediktISL1169TR2,54,750,02
221 Bjarnason ArnaldurISL1647 2,07,500,01
2324 Hakonarson OskarISL0Breidablik2,02,000,01
2423 Haile Batel GoitomISL0TR1,03,000,00

 

9.umferđ mótsins, sem jafnframt er sú síđasta, verđur tefld á sunnudag klukkan 14. Skákáhugamenn eru hvattir til ţess ađ líta viđ og fylgjast međ fjörugum endasprettinum. Nćr Gauti Páll ađ stríđa Ingvari Ţór? Verđur Vignir Vatnar krýndur Skákmeistari TR í fyrsta sinn? Hvađ gera Mai-brćđur í lokaumferđinni? Endurtekur Ólafur Evert leikinn frá ţví áriđ 2014 og vinnur sinn flokk međ fullu húsi? Mun Birna bjóđa upp á ţeyttan rjóma eđa sprauturjóma?

Hiđ margrómađa og ómissandi Birnukaffi verđur vitaskuld opiđ sem fyrr fyrir skákmenn og gesti ţar sem brosandi Birna stendur vaktina međ ilmandi kaffi og kćrleiksríkar vöfflur.

Nánari upplýsingar um mótiđ má nálgast á chess-results. Skákir 1-8 umferđar Haustmótsins eru ađgengilegar hér (pgn): #1, #2, #3, #4, #5, #6, #7-8, #9.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.6.): 3
  • Sl. sólarhring: 27
  • Sl. viku: 229
  • Frá upphafi: 8766298

Annađ

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 177
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband