Leita í fréttum mbl.is

Skákţáttur Morgunblađsins: Huginn og TR berjast um sigurinn á Íslandsmóti skákfélaga

2016-10-01 20.38.46

Huginn hefur forystu eftir fyrri hluta Íslandsmóts skákfélaga sem fram fór í Rimaskóla um síđustu helgi. Tíu liđ eru í efstu deild og er stađan á toppnum ţessi: 1.Huginn 30 ˝ v.(af 40) 2. TR 28 v. 3. Fjölnir 22 v. 4. Víkingaklúbbur 21 v. 5. TB 19 v.

Taflfélag Garđabćjar og b-sveit Skákfélags Akureyrar leiđa 2. deild, í 3. deild er Skákfélag Selfoss í efsta sćti og í 4. deild leiđir b-sveit Víkingaklúbbsins.

Nokkrir kunnir meistarar náđu frábćrum árangri um helgina, t.d. félagarnir úr TR, Bragi Ţorfinnsson sem skilađi 4˝ vinningi á 1. borđi og Guđmundur Kjartansson á 2. borđi međ 4 vinninga. Hrannar Baldursson vann fjórar skákir fyrir skákdeild KR og Halldór Brynjar Halldórsson náđi góđum úrslitum gegn stigahćrri andstćđingum. Greinargott yfirlit og tölfrćđi ýmsa má finna á skak.is

Viđburđarík keppni Hugins og Fjölnis

2016-10-02 14.15.03Skákdeild Fjölnis er á hrađri uppleiđ ţessi misserin. „Rimaskóladrengirnir“ Dagur Ragnarsson, Oliver Aron Jóhannesson og Jón Trausti Harđarson, fengu 2˝ vinning í sögulegri viđureign Fjölnis og Hugins í fimmtu umferđ. Dagur, var hvergi banginn ţegar Hannes bauđ honum jafntefli á 4. borđi, hafnađi og lagđi síđan stómeistarann međ eftirfarandi fléttu: 

Hannes Hlífar – Dagur

GHK10ACN2
26. ... Rf4+! 27. gxf4 exf4

– og Hannes gafst upp, 28. Hxe8 er svarađ međ 28. .. f3+!

Í ţessari sömu umferđ samdi Jón L. Árnason fljótlega jafntefli fyrir Bolvíkinga á 2. borđi, gerđi stuttan stans í skáksalnum og sá í sviphendingu ađ allt stefndi í söguleg úrslit milli Fjölnis og Hugins; Hannes Hlífar var búinn ađ tapa, greinarhöfundur var međ tapađ tafl gegn Hollendingnum Ris og Hjörvar í basli međ Oliver Aron. Jón fylgdist svo međ einstökum úrslitum á netinu heima hjá sér. Og ţá birtist á skjánum ađ sá hollenski hefđi beđiđ lćgri hlut. Jón var ekki trúađur á ađ slíkt gćti hafa gerst og ađ hćtti Njáls á Bergţórshvoli endurrćsti i hann heimasíđu mótsins eigi sjaldnar en ţrisvar sinnum: alltaf sama niđurstađan og ekkert annađ í stöđunni en ađ hringja í greinarhöfund og spyrja tíđinda. Á afmćlismóti TV á dögunum gekk mér bćrilega ađ fást viđ vígreifar drottningar. Ţađ sama varđ uppá teningnum í ţessari viđureign:

Helgi Ólafsson (Huginn) – Robert Ris (Fjölnir)

Slavnesk vörn

1. c4 e6 2. Rc3 d5 3. d4 c6 4. e3 Rf6 5. Rf3 Rbd7 6. Be2 Bd6 7. b3 O-O 8. O-O b6 9. Bb2 Bb7 10. Dc2 Hc8 11. Hac1 c5 12. cxd5 cxd4 13. Rxd4 Rxd5 14. Dd2 Rxc3 15. Bxc3 Rf6 16. Bb2 Re4 17. Hxc8?

Morgunumferđir virđast kalla á svona yfirsjónir. Ég vildi forđast 17. Dd3 Hxc1 18. Bxc1 – en ekki 18. Hxc1 Bxh2+. Samt féll ég í ţennan pytt! 

GHK10ACML
17. ... Bxh2+! 18. Kxh2 Dh4+ 19. Kg1 Rxd2 20. Hxf8+ Kxf8 21. Hc1

Hvíta stađan er auđvitađ gjörtöpuđ en međ ţví ađ halda nokkrum trompum geta opnast óvćntir möguleikar.

21. ... Re4 22. f3 Df2+ 23. Kh2 Dg3+ 24. Kg1 Rg5 25. Kf1 h5 26. Hd1 h4?

Tapleikurinn. 

GHK10ACMP
27. Rf5!

Hvađ er ţetta?

27. ... exf5

Ekki 27. ... Dc7 28. Be5! Dc8 29. Bxg7+ og drottningin fellur. Eini leikurinn var 27. ... Db8 ţó hvítur eigi betri fćri eftir 28. Be5! Da8 29. Bxg7+ Kg8 30. Bf6! o.s.frv.

28. Ba3+ Kg8 29. Bd6!

Drottningin á engan reit!

29. .. Bxf3 30. Bxf3

– og Ris gafst upp. Ţađ sá undir iljar hans á leiđ út úr skáksalnum.

Helgi Ólafsson helol@simnet.is

Grein ţessi birtist í Morgunblađinu 8. október 2016

Skákţćttir Morgunblađsins


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.6.): 18
  • Sl. sólarhring: 22
  • Sl. viku: 147
  • Frá upphafi: 8765892

Annađ

  • Innlit í dag: 15
  • Innlit sl. viku: 120
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 9

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband