Leita í fréttum mbl.is

Skákţáttur Morgunblađsins: 47 sveitir skráđar til leiks á Íslandsmóti skákfélaga

Fyrri hluti Íslandsmóts taflfélaga hófst í Rimaskóla í Reykjavík á fimmtudagskvöldiđ međ keppni í 1. deild en í henni eiga sćti tíu félög. Alls eru 47 sveitir skráđar til leiks í fjórum deildum og má búast viđ ţví ađ á fjórđa hundrađ manns sitji ađ tafli í Rimaskóla um helgina. Núverandi Íslandsmeistarar er skáksveit Hugins og á pappírunum er sveitin međ sterkasta liđiđ en Taflfélag Reykjavíkur er einnig sigurstrangleg. Seinni hluti keppninnar fer fram í mars á nćsta ári. 

Dawid Kolka skákmeistari Hugins

Meistaramót Hugins lauk um síđustu helgi ţegar ţrír ungir skákmenn, Dawid Kolka, Óskar Víkingur Davíđsson og Heimir Páll Ragnarsson, háđu aukakeppni um sćmdarheitiđ Skákmeistari Hugins eftir ađ hafa lent í 7.-10. sćti á meistaramóti félagsins. Í aukakeppninni stóđ Dawid uppi sem sigurvegari og vann ţessa nafnabót í annađ sinn. En í ađalmótinu tefldu einnig skákmenn sem eru skráđir í önnur félög og ţar urđu efstir:

1. Davíđ Kjartansson 6˝ v. (af 7 ) 2.-3. Sćvar Bjarnason og Jón Trausti Harđarson 5 v. 4.-6. Björgvin Víglundsson, Mikael Jóhann Karlsson og Dagur Ragnarsson 4˝ v.

Haustmót TR er nýhafiđ og eftir ţrjár umferđir í A-riđli er Ţorvarđur Ólafsson efstur međ 2˝ vinning af ţremur en í 2. sćti koma Ingvar Ţór Jóhannesson og Oliver Aron Jóhannesson međ 2 vinninga. Í B-riđli er Aron Ţór Mai efstur međ 3 vinninga og í C-riđli eru Ólafur Evert Úlfsson og Héđinn Briem efstir međ 3 vinninga.

Tal-mótiđ á frćgu listasafni

Ţessa dagana fer fram í mót helgađ minningu Mikhael Tal sem lést langt fyrir aldur fram um mitt sumar áriđ 1992. Ţetta mót fer fram í nýstandsettu Tretjakov-listasafninu í Moskvu, en forseti rússneska skáksambandsins, milljarđamćringurinn Andrei Filatov, hefur ţađ á stefnuskrá sinni ađ halda meiriháttar skákviđburđi á listsöfnum. Ţetta er ekki ný hugmynd; ţegar Hollendingar héldu upp á 75 ára afmćli Max Euwe fór afmćlismótiđ fram í Van Gogh-safninu í Amsterdam. 

Tal-mótiđ, sem var haldiđ í fyrsta skipti fyrir 10 árum, dregur til sín fremstu stórmeistara heims ţó ađ Magnús Carlsen og Sergei Karjakin sitji yfir undirbúningi fyrir HM-einvígiđ í nćsta mánuđi. Í ár var byrjađ var á hrađskákmóti en fimm efstu vinna sér rétt til ađ tefla einu sinni oftar međ hvítu í ađalmótinu. Aserinn Mamedjarov vann yfirburđasigur, en eftir tvćr fyrstu umferđirnar voru Giri, Anand og Nepomniachtchi efstir međ 1˝ vinning. Sá síđastnefndi veiddi andstćđing sinn í gildru í skák ţeirra í fyrstu umferđ:

Ian Nepomniachtchi – Evgení Tomashevsky

Skoski leikurinn

1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. d4 exd4 4. Rxd4 Rf6 5. Rxc6 bxc6 6. e5 De7 7. De2 Rd5 8. c4 Ba6 9. b3 g6 10. f4 Bg7 11. Df2 Rf6?! 12. Ba3 d6 13. Rc3 O-O 14. O-O-O!

Svona einfalt er ţađ. Ţó ađ byrjunarleikir svarts hafi allir sést áđur er eins og ţessi einfalda leiđ hafi skotist framhjá mönnum. Svarta stađan er óteflandi.

14. ... Re8 15. g3! Bb7 16. Bg2 f6 17. exd6 Rxd6

Eđa 17. ... cxd6 18. Hhe1 Dc7 19. f5! o.s.frv.

18. c5 Rf5 19. Hhe1 Df7

GSO109FH220. Bf1!

Og nú finnst engin vörn viđ hótuninni 21. Bc4.

20. ... Hfd8 21. Hxd8 Hxd8 22. Bc4 Hd5 23. De2

– Hrókurinn á d5 má bíđa, Nepo knýr fyrst fram drottningaruppskipti og svartur lagđi niđur vopnin.

Grein ţessi birtist í Morgunblađinu 1. október 2016

Skákţćttir Morgunblađsins


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 20
  • Sl. viku: 223
  • Frá upphafi: 8765199

Annađ

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 129
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband