Leita í fréttum mbl.is

EM einstaklinga – pistill nr. 3

P1040107

Ţađ hefur ekkert gengiđ sértaklega hjá íslensku keppendunum í síđustu umferđum og eru allir ţeirra rétt undir pari eins og er. Síđustu umferđirnar eru hins vegar ţćr mikilvćgustu. Frídaginn nýtti hluti hópsins ađ fara til Pristina, höfuđborgar Kósovó. en Nysret Avdiu,forseti Skáksambands Kósovó, bauđ okkur far ţegar hann sé okkur umkomulausa á leiđinni í göngutúr fyrir utan hóteliđ okkar. Ţáđum viđ ţađ međ ţökkum.  Hann var á leiđinni ađ hitta forsćtisráđherra Kósovó  – vćntanlega ađ biđja um aukiđ fjármagn í mótiđ!

GB newborn

Ţegar viđ komum til Pristina tók sonur forsetans á móti okkur og sýndi okkur nokkra af helstu stöđum miđbćjar Pristina. Međal annars Newborn-minnismerkiđ frćga sem margir hafa lesiđ um. Ákaflega gaman ađ hafa náđ ađ heimsćkja eina yngstu höfuđborg heims. 

Samsetning keppenda mótsins er allt önnur en viđeigum ađ venjast á Íslandi. Ađeins ein kona tekur ţátt og engir krakkar. Tveir yngstu keppendur mótsins eru Rúmenar fćddir 2001 og 2003. Yngstu keppendurnir frá Kósovó eru fćddir áriđ 2000. Massinn heimamanna er 50 ára og eldri. 

Spurđi ég Kósvovómennina út í ţađ. Skýringin er sú ađ međan stríđiđ skall á datt allt skákstarf niđur, og reyndar margvíslegt annađ íţróttastarf, eđli málsins niđur. Enginn reiknuđ mót fóru fram í Kósovó og nánast einu Kósovómennirnir sem höfđu stig á ţessum tíma voru ţeir sem bjuggu erlendis. Ađ sjálfsögđu er unniđ ađ breyta ţessari stöđu. 

Viđ Björn skelltum okkur á kaffihús eftir umferđ gćrdagsins en hóteliđ okkar er rétt hjá ađalgöngugötunni.  Komu ţar ađ okkur tveir Róma-strákar sem réttu út höndina og betluđu. Góđmennin ég og Björn réttum ţeim einhver sent. Strákarnir ekki alveg sáttir og vildu meira. Skömmu síđar sáum viđ strákana hjá nokkrum heimamönnum á nćsta kaffihúsi.

Skyndilega komu strákarnir til baka og réttu okkur miđa sem heimamennirnir höfđu greinilega skrifađ og réttu okkur!

2016-05-19 20.32.25

Heimamennirnir horfđu á okkur skellihlćjandi. Ekki gátum viđ Björn orđiđ annađ viđ ţessu og réttum ţeim evruna hvorum!

Rafkerfiđ í Gjakova er öđruvísi en á Íslandi.

rafmagn

Í dag gerđist ţađ ađ rafmagniđ datt öđru hverju. Hótel á skákstađnum er hins vegar međ eigiđ rafkerfi sem hrekkur ţá í gang. Á milli liđu 1-2 ljóslausar sekúndur. Ţetta gerđist 2-3 viđ byrjun umferđar. Sá ég á stressiđ fćrast yfir andlit Tomek Delega yfirdómara mótsins. Hćttan virđist vera liđin hjá!

Nánast engin lýsing er á kvöldin og mikiđ myrkur. Gangstéttar eru ekki í forgangi í Gjakova og sömuleiđis er skortur á bílastćđum. Ţađ verđur til ţess ađ hann gangandi mađur á stundum í vandrćđum! Viđ höfum séđ traktor keyra um göturnar og í morgun sáum viđ mann á hestvagni!

2016-05-20 10.23.05

Kósovó-búar eru hins vegar alltaf brosandi og ótrúlega ţjónustulundađir  - vilja allt fyrir mann gera. Ţjónustan á hótelinu og á veitingastađnum ţar er hreinlega frábćr. Og ekki skemmir fyrir ađ maturinn er stórgóđur og vel útilátinn. Hannes segir t.d. ađ ţetta sé besta EM einstaklinga sem hann hafi teflt á!

Áttunda umferđ hófst fyrr í dag. Gúmmi teflir viđ gođsögnina Beliavsky og var mög sáttur međ pörunina. Björn teflir viđ sterkan hvít-rússneskan stórmeistara en Hannes og Héđinn tefla viđ alţjóđlega meistara.  Ekki munađi mjög miklu ađ Guđmundur fengi annan hvorn íslensku stórmeistaranna.

Kveđja frá Gjakova,
Gunnar


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.6.): 72
  • Sl. sólarhring: 75
  • Sl. viku: 201
  • Frá upphafi: 8765946

Annađ

  • Innlit í dag: 21
  • Innlit sl. viku: 126
  • Gestir í dag: 15
  • IP-tölur í dag: 13

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband