Leita í fréttum mbl.is

Skákţáttur Morgunblađsins: "Eitrađa peđiđ" aftur og ţessi dularfulli hr. X

Ding Liren og Wei YiHeimsbikarmótiđ sem stendur yfir í Bakú, höfuđborg Aserbaídsjan, hefur reynst meiri ţolraun fyrir ţátttakendur en gengur og gerist á ţessum vettvangi. Ţarma er teflt um tvö sćti af átta í áskorendamótinu sem fram fer á nćsta ári. Ţó ađ kappskákirnar útheimti mikla orku hafa ţeir dagar ţar sem teflt er til úrslita sé stađan jöfn ekki síđur veriđ erfiđir. Ţađ hefur tekiđ meira en fimm klst. ađ útkljá sum einvígin. Dćmi ţar um er einvígi Nakamura og Nepomniachtchi í 3. umferđ sem lauk međ sigri ţess fyrrnefnda. Lokaviđureign ţeirra var svonefnd „Armageddon-skák“; Nepo fékk fimm mínútur, hafđi hvítt og varđ ađ vinna, Nakamura fékk fjórar mínútur en dugđi jafntefli og hafđi sigur ađ lokum. Upp spruttu deilur eftir á ţegar í ljós kom ađ Nakamura hrókerađi međ báđum höndum sem er ekki leyfilegt samkvćmt reglum. Atvikiđ kom fram í útsendingunni en samt var kröfu „Nepo“ vísađ frá og „tísti“ hann hressilega á Twitter um andstćđing sinn og úrskurđ dómaranna. Nakamura vann Adams í nćstu umferđ en féll svo úr leik í fimmtu umferđ ţegar hann mćtti ţessum dularfulla hr. X sem alltaf annađ veifiđ skýtur upp kollinum í keppnum af ţessi tagi; Úkraínumađurinn Pavel Eljanov hefur teflt tíu kappskákir á heimsbikarmótinu og hlotiđ 8 ˝ vinning. Hann komst áfram á fimmtudaginn ásamt Hollendingnum Giri en einvígin milli Wei Yi og Peters Svidler, og Karjakin og Mamedyarov fćrđust yfir í styttri skákirnar sem fram fóru í gćr. Gott er ađ fylgjast međ á Chess24.

Af Kínverjunum sem hófu keppni stendur nú ađeins Wei Yi eftir. Ţessa dagana ţegar veriđ er ađ frumsýna kvikmyndina Pawn Sacrifice rifjast upp fyrir mörgum sá háttur Bobbys Fischers í „einvígi aldarinnar“ ađ teygja sig eftir „eitruđu peđi“. „Eitrađa peđs afbrigđi“ Sikileyjarvarnar kom upp í einni skák kínverska undrabarnsins í Baku gegn ţeim sem sló Aronjan úr keppni á fyrri stigum:

Baku 2015: 3. umferđ:

Wei Yi – Alexander Areschenko

Sikileyjavörn

1. e4 c5 2. Rf3 d6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rf6 5. Rc3 a6 6. Bg5 e6 7. f4 Db6 8. Dd2 Dxb2 9. Hb1

Spasskí lék 9. Rb3 gegn Fischer.

9. ... Da3 10. e5 h6 11. Bh4 dxe5 12. fxe5 g5 13. exf6 gxh4 14. Be2 Da5 15. O-O Rd7 16. Hbd1!?

Áđur hafđi veriđ leikiđ 16. Kh1. Hvort Wei Yi hefur undirbúiđ ţetta fyrirfram er ómögulegt ađ segja.

16. ... h3 17. g3 Bb4 18. De3 Bxc3 19. Rxe6!

 

Mannsfórnin er eina leiđin fyrir hvítan til ađ brjótast í gegn.

GBEULS2D19. ... De5?

Ţađ er ekki heiglum hent ađ tefla „eitrađa peđs afbrigđiđ“. Hvítur á rakiđ jafntefli eftir 19. ... fxe6 20. Dxe6+ Kd8 21. De7+ Kc7 22. Dd6+ o.s.frv. En ţađ er ekkert meira ađ hafa er niđurstađa skákreiknanna. Samt hafnar Areschenko ţessari leiđ. Hann einn veit ástćđuna.

20. Rc7+ Kf8 21. Dxe5 Bxe5 22. Rxa8 Rxf6 23. Rb6 Kg7 24. Rxc8 Hxc8 25. Hf5 Bb8 26. Hdf1 Ba7 27. Kh1 Bd4 28. Bd3 Hc6 29. g4!

Endatafliđ vefst ekki fyrir Wei Yi frekar en ađrir ţćttir skákarinnar.

29. ... Hc7 30. g5 hxg5 31. Hxg5 Kf8 32. Hg3 Rd5 33. Hxh3 Re3 34. Hf4 Ba7 35. He4 Rd1 36. Hh8 Kg7

 

GAEULS2537. Hh7+! Kf8

Eđa 37. ... Kxh7 38. He7+ o.s.frv.

38. Hc4 Bc5 39. Bg6

- og Areschenko gafst upp. „Ekki tefla Sikileyjarvörn gegn ungum skákmönnum,“ segir gamalt rússneskt spakmćli.

Grein ţessi birtist í Morgunblađinu 26. september 2015

Skákţćttir Morgunblađsins


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 27
  • Sl. sólarhring: 37
  • Sl. viku: 255
  • Frá upphafi: 8764944

Annađ

  • Innlit í dag: 25
  • Innlit sl. viku: 173
  • Gestir í dag: 23
  • IP-tölur í dag: 19

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband