Leita í fréttum mbl.is

Útitafl vígt á Selfossi

Útitafl vígtF

Föstudaginn 25. september sl. var útitaflið fyrir framan Fischer-setur, Gamla-bankann á Selfossi, vígt. Guðni Ágústsson og Kjartan Björnsson  fluttu stutar tölur við Fischer-setrið að þessu tilefni.

Tefldar voru síðan tvær vígsluskákir á útitaflinu og var um  „Svæðiskeppni“  að ræða því Hraungerðishreppur hinn forni  og Selfosskaupstaður hinn forni kepptu. 

Útitafl vígt2

Fyrir Hraungerðishrepp kepptu; Guðni Ágústsson frá Brúnastöðum, fyrrverandi ráðherra, og Gunnar Finnlaugsson einn af drifkröftum Fischer-seturs. Fyrir Selfoss  kepptu; Kjartan Björnsson á Selfossi, formaður bæjarráðs Árborgar og Vilhjálmur Þór Pálsson.

Dómari var Jónas Ingvi Ásgrímsson.

Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri Árborgar, lék fyrsta leiknum fyrir Hraungerðishrepp.

Fischer-setur var opið almenningi í tilefni vígslunnar og frítt var inn.


Að loknum vígsluskákunum, sem Hraungerðishreppur vann með 1.5 vinningi gegn 0.5 vinningi Selfoss, var boðið í veglegt Skák-kaffi og kræsingar í Fischer-setrinu.

Menningar-Staður var á Staðnum og færði til myndar.50 myndir eru komnar í albúm á Menningar-Stað: http://menningarstadur.123.is/photoalbums/274816/

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíðurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 30
  • Sl. sólarhring: 38
  • Sl. viku: 299
  • Frá upphafi: 8764877

Annað

  • Innlit í dag: 22
  • Innlit sl. viku: 168
  • Gestir í dag: 17
  • IP-tölur í dag: 17

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband