Leita í fréttum mbl.is

Jón Kristinn vann tvo alţjóđlega meistara í dag!

Jón Kristinn Ţorgeirsson hefur fariđ mjög mikinn á Skákţingi Norđlendinga - Haustmóts Skákfélags Akureyrar sem fram fer um helgina á Akureyri. Í dag, í 5. og 6. umferđ, vann hann alţjóđlegu meistarana Guđmund Kjartansson og Einar Hjalta Jensson. Jón er efstur fyrir lokaumferđina, sem hefst kl. 10 í fyrramáliđ, međ 5 vinninga. Guđmundur, Símon Ţórhallsson og Sigurđur Arnarson koma nćstir međ 4,5 vinninga.

Grípum niđur í frásögn af heimasíđu SA:

5. umferđ

Fimmtu umferđ Skákţings Norđlendinga var ađ ljúka rétt í ţessu ţegar Símon Ţórhallsson mátti játa sig sigrađan eftir harđa baráttu viđ stigahćsta mann mótsins, alţjóđameistarann Guđmund Kjartansson. Skák ţeirra var lögn og ströng og stóđ í ţrjá og hálfan tíma.Helstu tíđindi ţessarar umferđar voru annars ţau ađ fráfarandi Norđurlandsmeistari,Jón Kristinn Ţorgeirsson vann glćsilegan sigur á Einari Hjalta Jenssyni. Einar lék ónákvćmum leik í viđkvćmri stöđu snemma tafls og fékk á sig vinnandi mannsfórn. Til ađ forđast mát varđ Einar ađ gefa drottningu sína fyrir tvo menn. Jokko fór reyndar löngu leiđina ađ sigrinum og gaf alţjóđameistaranum jafnteflismöguleika. Ađ endingu hafđi norđanmađurinn ţó betur.

6. umferđ

Eftir ađ hafa tapađ fyrstu skák sinni á mótinu hefur Jón Kristinn Ţorgeirsson - öđru nafni Jokko - sett í fluggírinn og unniđ fimm skákir í röđ. Fyrr í dag lagđi hann Einar Hjalta Jensson ađ velli og nú bćtti hann um betur og vann skák sína gegn stórmeistaraefninu Guđmundi Kjartanssyni á sannfćrandi hátt. Pilturinn - sem á reyndar tvo meistaratitla ađ verja - hefur ţví tekiđ forystu á mótinu.

Ljóst er ađ baráttan um titlana tvo "Skákmeistari Norđlendinga" og "Skákmeistari Skákfélags Akureyrar" stendur milli félaganna Jóns Kristins, Símonar Ţórhallssonar og magisters ţeirra Sigurđar Arnarsonar. Nú er ađ sjá hver hefur lćrt mest af hverjum.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.5.): 33
  • Sl. sólarhring: 34
  • Sl. viku: 170
  • Frá upphafi: 8765618

Annađ

  • Innlit í dag: 24
  • Innlit sl. viku: 141
  • Gestir í dag: 20
  • IP-tölur í dag: 18

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband