Leita í fréttum mbl.is

Skákţáttur Morgunblađsins: Anand jafnađi metin og er til alls vís

Carlsen-Anand

Skákţáttur Morgunblađsins frá 13. nóvember sl. en ţeir birtast međ vikuseinkun í Morgunblađinu.

Anand jafnađi metin og er til alls vís

Ţađ er varla hćgt ađ halda ţví fram ađ Magnús Carlsen sé sigurstranglegri í einvígi sínu viđ Viswanathan Anand, a.m.k. ef tekiđ er miđ af taflmennskunni í fjórum fyrstu skákum heimsmeistaraeinvígisins sem fram fer ţessa dagana í Sochi viđ Svartahaf. Anand náđi ađ jafna metin sl. ţriđjudag og hélt jafntefli án mikilla erfiđleika í fjórđu skák einvígisins sem tefld var í gćr. Hann virđist vera mun betur undir ţetta einvígi búinn en ţađ sem hann háđi í fyrra í heimalandi sínu. Byrjanir hans međ hvítu eru beittari og ţađ gćti skipt sköpum ţegar fram í sćkir. Alls tefla ţeir 12 skákir og nú er stađan jöfn, 2:2.

Taflmennska Magnúsar í ţriđju skákinni var einhvern veginn alveg ólík ţví sem vant er. Hann hefur hingađ til veriđ laginn viđ ađ sniđganga löng og ţvinguđ byrjunarafbrigđi en á ţeim vettvangi getur Anand veriđ afar skćđur; hćttulegur; gagnagrunnar upplýstu menn um ađ 16 fyrstu leikirnir hefđu allir komiđ fyrir áđur en Magnús hafđi ekkert nýtt fram ađ fćra í stöđu ţar sem framsćkiđ c-peđ hvíts var sérlega hćttulegt. Eftir sigurinn upplýsti Anand ađ stađan eftir 24. leiki hefđi komiđ upp í heimarannsóknum. Magnús taldi sig geta variđ ţrönga stöđu. 26. leikur hvíts, Hc6, reyndist honum erfiđur viđfangs. Magnús batt greinilega vonir viđ biskupsleikinn 27. ... Bb4, vandinn var hinsvegar sá ađ hann gat aldrei međ góđu móti hirt c7-peđiđ vegna leppunar. Eftir 29. Da6! var svarta stađan óverjandi. Ţetta var fyrsti sigur Anands yfir Magnúsi Carlsen í meira en fjögur ár:

3. einvígisskák.

Viswanathan Anand – Magnús Carlsen

Drottningarbragđ

1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rf3 d5 4. Rc3 Be7 5. Bf4 O-O 6. e3 Rbd7 7. c5 c6 8. Bd3 b6 9. b4 a5 10. a3 Ba6 11. Bxa6 Hxa6 12. b5 cxb5 13. c6 Dc8 14. c7 b4 15. Rb5 a4 16. Hc1

GDHT7R2N16. ... Re4 17. Rg5 Rdf6 18. Rxe4 Rxe4 19. f3 Ha5 20. fxe4 Hxb5 21. Dxa4 Ha5 22. Dc6 bxa3 23. exd5 Hxd5 24. Dxb6 Dd7 25. O-O Hc8 26. Hc6 g5 27. Bg3 Bb4 28. Ha1 Ba5 29. Da6 Bxc7 30. Dc4 e5 31. Bxe5 Hxe5 32. dxe5 De7 33. e6 Kf8 34. Hc1

– og svartur gafst upp.

Nokkur orđ varđandi umhugsunartímann: biđskákir eru úr sögunni en í einvíginu fá keppendur 2 klst. hvor á fyrstu 40 leikina, 1 klst. á nćstu 20 leiki og ţar eftir 15 mínútur ađ viđbćttum 30 sekúndum eftir hvern leik til ađ ljúka skákinni. Í fjórđu skákinni virtist Magnús fá upp eina af ţessum stöđum sem hann hefur sérhćft sig í en Anand sá viđ öllum brögđum hans og hélt auđveldlega jöfnu:

4. einvígisskák:

Magnús Carlsen – Viswanathan Anand

Sikileyjarvörn

1. e4 c5 2. Rf3 e6 3. g3 Rc6 4. Bg2 d5 5. exd5 exd5 6. O-O Rf6 7. d4 Be7 8. Be3 cxd4 9. Rxd4 Bg4 10. Dd3 Dd7 11. Rd2 O-O 12. R2f3 Hfe8 13. Hfe1 Bd6 14. c3 h6 15. Df1 Bh5 16. h3 Bg6 17. Had1 Had8 18. Rxc6 bxc6 19. c4 Be4 20. Bd4 Rh7 21. cxd5 Bxd5?!

Anand lék ţessum leik en leikurinn gefur Magnúsi kost á ađ ţróa stöđu sína áfram. Betra var 22. ... cxd5 og svarta stađan er ekki lakari.

22. Hxe8 Hxe8 23. Dd3!

Međ ţessum leik nćr hvítur örlítiđ betri stöđu. Ţađ eru einmitt stöđur af ţessu tagi sem henta Norđmanninum vel og ţađ veit Anand.

23. .. Rf8 24. Rh4 Be5 25. Bxd5 Dxd5 26. Bxe5 Dxe5 27. b3 Re6 28. Rf3 Df6 29. Kg2 Hd8 30. De2 Hd5 31. Hxd5 cxd5 32. Re5!?

32. De5!? kom einnig til greina en svartur á 32. ... Dd8 og getur varist.

32. ... Df5 33. Rd3 Rd4

GDHT7R2P34. g4!

Óvćntur leikur, hvítur varđ ađ gćta ađ ţví ađ leiki hann 34. De3 Rc2 35. Dd2?? kemur Dxd3! og svartur vinnur. Hann gat hinsvegar leikiđ 34. De8+ Kh7 35. De3 og ţá gengur fyrrnefnt afbrigđi ekki upp vegna ţess ađ hvítur hirđir drottninguna međ skák.

34. ...Dd7 35.De5 Re6 36. Kg3 Db5 37. Rf4 Rxf4 38. Kxf4 Db4+ 39. Kf3 d4 40. De8+ Kh7 41. Dxf7 Dd2 42. Df5+ Kh8 43. h4 Dxa2 44. De6

Hótar ađ leika 44. g5 međ fćrum gegn kónginum. Anand setur fyrir lekann.

44. ... Dd2! 45. De8+ Kh7 46. De4+ Kh8 47. De8+Kh7

– Jafntefli.

Helgi Ólafsson helol@simnet.is

----------------------------------------------

Skákţćttir Morgunblađsins eru birtir á Skák.is viku síđar en í sjálfu Morgunblađinu.  

Grein ţessi birtist í Morgunblađinu 13. nóvember 2014.

Skákţćttir Morgunblađsins


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 15
  • Sl. sólarhring: 41
  • Sl. viku: 243
  • Frá upphafi: 8764932

Annađ

  • Innlit í dag: 15
  • Innlit sl. viku: 163
  • Gestir í dag: 15
  • IP-tölur í dag: 11

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband