Leita í fréttum mbl.is

Pistill Braga um Copenhagen Chess Challange

Bragi ŢorfinnssonDagana 14.-18. maí s.l. tefldi ég á alţjóđlegu skákmóti í Danmörku. Mótiđ bar nafniđ Copenhagen Chess Challenge og fór fram í húsakynnum BMS SKAK skákklúbbsins í Ballerup, sem er skammt frá Kaupmannahöfn. Ég hef heimsótt marga áhugaverđa stađi á lífsleiđinni, en Ballerup er ekki einn af ţeim. Ţađ var vćgast sagt lítiđ um ađ vera og fáir á ferli á götunum. Öllum veitingastöđum var til ađ mynda snarlega lokađ kl. 10 á kvöldin, og hvergi bita ađ fá eftir ţađ nema í 7-Eleven sjoppunum góđu.

Ţađ var svolítiđ annađ fyrirkomulag á ţessu móti en venjan er. Tefldar voru hefđbundnar níu umferđir en dagskráin var mjög stíf, ţví ađ mótiđ tók ađeins fimm daga. Fyrsta umferđin fór fram 14. maí, en síđan voru tefldar tvćr umferđir daglega ţar til mótinu lauk 18. maí. Óhćtt er ađ fullyrđa ađ strembin dagskrá mótsins hafi bitnađ eitthvađ á gćđum taflmennskunnar. Í ţađ minnsta litu mörg óvćnt úrslit dagsins ljós. En víkjum ţá ađ gengi mínu í mótinu. Ég hóf mótiđ međ tveimur nokkuđ öruggum sigrum gegn stigalćgri andstćđingum. Í ţriđju umferđ tapađi ég í slakri skák (góđri af hálfu andstćđingsins!) gegn ungum dönskum skákmanni af amerískum uppruna. Eftir ţađ átti ég nokkuđ erfitt uppdráttar í mótinu og gerđi jafntefli viđ nokkra stigalćgri andstćđinga. Ţeir voru flestir sýnd veiđi en ekki gefin, s.s. eins og finnska gođsögnin Heikki Westerinen, sem alltaf getur veriđ skeinuhćttur. Sum ţessara jafntefla voru líka nokkuđ ćvintýraleg, m.a. ein skák sem ég tefldi í 6. umferđ ţar sem ég vakti tvisvar upp drottningu, fyrst á b8, og síđan seinna á d8. Ţá skák skýri ég hér rétt á eftir.  Ég lauk mótinu međ 5,5 v. af 9, tapađi 12 stigum og mikiđ meira er ekki um ţetta ágćta mót ađ segja. Skandínavarnir eiga ţó mikiđ hrós skiliđ, fyrir ađ vera ötulir viđ ađ halda skákmót af margvíslegum toga, sem hafa skilađ sér í ótal áföngum, og loks GM-titlum fyrir ţeirra menn. Ţeir eru međ ţessar nauđsynlegu ađstćđur til ađ menn geti byggt upp farsćlan skákferil. Tćkifćrin til taflmennsku á ákveđnu ,leveli‘ eru stöđugt til stađar, beint fyrir framan nefiđ á mönnum. Eina sem menn ţurfa ađ gera er ađ tefla, tefla og tefla meira.  Ţađ er nćsta víst ađ mađur taki ţátt á svipuđum mótum og Copenhagen Chess Challenge hjá frćndum vorum í nánustu framtíđ. Ţá er vonandi ađ stríđsgćfan verđi mér hliđhollari.

Bragi Ţorfinnsson


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 34
  • Sl. viku: 232
  • Frá upphafi: 8764921

Annađ

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 152
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband