Leita í fréttum mbl.is

Skákţáttur Morgunblađsins: Slagkrafturinn skiptir höfuđmáli

Fabiano CaruanaMunurinn á öflugum skákmönnum og miđlungs meisturum liggur oft í ţví ađ ţeir fyrrnefndu hafa meiri slagkraft. Jafnvel í stöđum ţar sem allt iđar af „strategískum" ţanka er hugsunin um „rothöggiđ" aldrei langt undan. Um ţessar mundir virđist ítalski stórmeistarinn Fabiano Caruana vera manna líklegastur til ađ veita Magnúsi Carlsen keppni í baráttunni um heimsmeistaratitilinn. Ekki er langt síđan hann lagđi Norđmanninn ađ velli og samantekt af viđureignum ţeirra leiđir í ljós ađ hann hefur margsinnis reynst Magnúsi óţćgur ljár í ţúfu. Spurningin sem sérfrćđingar hafa veriđ ađ velta fyrir sér er auđvitađ ţessi: hefur ţessi rólyndislegi Ítali nćgan slagkraft? Hann svarađi ţeirri spurningu ađ sínu leyti í eftirfarandi skák sem tefld var á dögunum:


Caruana - Ponomariov

Stađan kom upp á stórmótinu í Dortmund. Ţar hefur Caruana örugga forystu ađ loknum fimm umferđum. Úkraínumađurinn Ponomarinv var búinn ađ berjast viđ ađ halda jafnvćgi alla skákina en ţá kom "rothöggiđ":

Caruana og Ponomariov39. He7!! Dxe7 40. Ba6! Kxa6 41. Da8 mát.

Til eru ţeir sem setja samasemmerki milli ţankagangs skákmanna og ţeirra sem velja sér ţađ hlutskipti ađ berjast í hnefaleikahringnum. Í „Bardaganum" eftir Norman Mailer, bók sem fjallar um ţungavigtarbardaga Mohammeds Ali og Georges Foremans í Zaire í Afríku haustiđ 1974, víkur höfundur ađ einvígi Fischers og Spasskís í Reykjavík 1972. Í áttundu lotu kom Ali úr köđlunum og veitti Foreman rothöggiđ frćga; af „fagurfrćđilegum" ástćđum hreyfđi hann ekkert viđ mótherjanum ţegar hann féll í gólfiđ, en ţannig lýsti Norman Mailer lokasekúndubrotum bardagans. Sérfrćđingar á borđ viđ Ómar Ragnarsson hafa haldiđ ţví fram ađ á ţví augnabliki bardagans hafi „rotarinn" Foreman í raun og veru stađiđ á brauđfótum en ţađ fór sennilega framhjá meginţorra áhorfenda.

„Skákleg rothögg" komu fyrir vissulega fyrir í einvígi Spasskís og Fischers:

5. einvígisskák:

Spasskí - Fischer

Spasskí hafđi ekki teflt byrjunina vel og frumvćđiđ var greinlega hjá Fischer. Í 27. leik hörfađi Spasskí međ drottninguna, 27. Dd3-c2, en nauđsynlegt var ađ leika henni til b1. Svariđ kom á svipstundu:

spassky-fischer.jpg27.... Bxa4!

- og Spasskí lagđi niđur vopnin. Eftir 28. Dxa4 Dxe4 hótar svartur máti á e1 og g2. Fischer jafnađi metin í einvíginu međ ţessum sigri en afleikur á borđ viđ 27. Dc2 hafđi ekki sést í skákum Spasskís í einvígjum og sjálfstraustiđ beiđ hnekki.

Heimsmeistaraeinvígi Kortsnojs og Karpovs í Baguio á Filippseyjum haustiđ 1978 stóđ í meira en ţrjá mánuđi. Mikil undiralda, spenna, hótanir, dulsálfrćđingar, klögumál og kalt stríđ. Tímahrak Kortsnojs var dýrt í ţessari stöđu.

17. einvígisskák:

Kortsnoj - Karpov

Hvítur getur loftađ út og haldiđ jafntefli međ 39. g3 en Kortsnoj valdi ađ hindra mát í borđinu og lék :

korchnoi-karpov.jpg39. Ha1??

...og riddarameistarinn Karpov var ekki seinn á sér:

39.... Rf3+!

- og Kortsnoj „kastađi inn handklćđinu". Eftir 40. gxf3 kemur 40 ... Hg6+ 41. Kh1 Rf2 mát!

Helgi Ólafsson helol@simnet.is

----------------------------------------------

Skákţćttir Morgunblađsins eru birtir á Skák.is viku síđar en í sjálfu Morgunblađinu.  

Grein ţessi birtist í Laugardagsmogganum, 19. júlí 2014

Skákţćttir Morgunblađsins


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 26
  • Sl. sólarhring: 30
  • Sl. viku: 299
  • Frá upphafi: 8764908

Annađ

  • Innlit í dag: 16
  • Innlit sl. viku: 163
  • Gestir í dag: 13
  • IP-tölur í dag: 13

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband