Leita í fréttum mbl.is

Gallerý Skák - Kepptefliđ um Friđrikskónginn - Harvey vann fyrsta mótiđ

HARVEY I SIGURHAMKapptefliđ um FriđriksKónginn II hófst í Gallerý Skák sl. fimmtudagskvöld sem liđur í dagskrá „Íslenska Skákdagsins" sem haldinn er hátíđlegur í dag,  26. janúar ár hvert,  á afmćlisdegi Friđriks, međ skákviđburđum og taflmennsku um land allt. Ţetta var  fyrsta mótiđ af fjórum í mótaröđinni.

Ţátttaka var góđ - á ţriđja tug keppenda voru mćttir til ađ tafls og til ţess ađ sýna skáklistinni ţjóđhollustu í leiđinni međ ţátttöku sinni, eins og hvatt var til af forystumönnum skákhreyfingarinnar. Setja varđ upp aukaborđ á ganginum framanviđ ađalkeppnissalinn, svo sumir fengu ađ prófa hvernig ţađ er ađ  tefla „hinumegin". Er ţeir komu svo aftur fílefldir „ađ handan"  stóđust ţeim fáir mátiđ.

Jafnan er mikil áhersla á ţađ lögđ í SkákGallerýinu ađ keppendur tefli IMG 0030 1vandađ. Engu ađ síđur var taflmennska sumra ađ ţessu sinni ekki upp á marga fiska eins og gengur. Annađ slagiđ brá ţó fyrir ađ menn tefldu međ listrćnu ívafi eins og hćfir listasmiđjunni, vettvangi mótsins. Var ţađ ekki síst fyrir ţađ ađ skákkóngurinn sjálfur kempan Friđrik Ólafsson var mćttur á vettvang til ađ leika fyrsta leikinn og hvetja menn til dáđa.  

Friđrik tefldi síđan nokkrar skákir í viđlögum sem afleysingamađur viđ góđan orđstír, var skipt inn á fyrir Guđfinn Err gegn Magnúsi Pé, hins áttrćđa seggs, aldurforseta mótsins, fyrir Einar Ess gegn Páli Gé  og  Guđmund Err, afmćlisbarn dagsins gegn  Ţórarni (TéTé), sem allir fengu ţannig dýrmćtan vinning á silfurfati upp í hendurnar. Komu Friđriks og viđveru var sjálfsögđu fagnađ mjög. Enginn hefur boriđ hróđur lands og ţjóđar jafn vel og víđa á alţjóđavísu á skáksviđinu sem hann. Ţađ er afar veltilfundiđ og falliđ ađ halda sérstakan skákdag og helga hann honum til heiđurs. Og vekja ţannig athygli og áhuga á mikilvćgi skákiđkunar til uppbyggingar og viđhalds andlegs atgerfis ungs fólks á öllum aldri og almennu félags- og listagildi manntaflsins.        

2013 Gallerý 241Ţegar á leiđ mótiđ fór kynngimögnuđ djúphyggja og  flárćđ dulhyggja ađ setja mark sitt á taflstíl sumra keppenda í meira mćli en annarra - einkum Harveys Georgsonar Tausignant, hins ólseiga gamalreynda skákgúrús, sem síđan vann mótiđ međ 8 vinningum af ellefu.  Ađ sama skapi fór óheft bitlaus og allt ađ ţví taumlaus keppnisharka og  glórulaus barátta ađ bera suma keppendur ofurliđi ásamt klukkunni sem reyndist óvinur margra. Ţannig töpuđust skákir sem menn töldu sig vera međ unnar fyrir lítiđ, m.a. missti Ţórarinn laxabani einn af önglinum í gjörunninni skák og átti ţá bara eftir einn leik til ađ máta.  

Svona skakkaföll geta eins og áđur hefur veriđ ađ vikiđ og tíundađ leitt til alvarlegra „bráđaskákáfallastreyturöskunartaugastrekkingstilfella" ef einhverjir eru ekki nálćgir til ađ veita viđkomandi „skyndiáfallastyrkingarviđlagahjálp" á stađnum međ ţví ađ taka um axlir, slá á bak og  stuttri bćnastund ţar sem bölvađ međ honum í hljóđi. Sem betur fer eru ţó flestir hinir eldri og keppnisreyndari orđnir öllu vanir í ţessum efnum og láta lítt á sig fá ţótt gramir séu, einkum viđ sjálfan sig, ţó yngstu keppendur séu stundum gráti nćst.

 

Íslenski skákdagurinn - Friđrik í Gallerýinu
Ţetta er ţriđja mótiđ af fjórum sem Harvey vinnur í Gallerýinu. Ţegar orrahríđinni lauk kom í ljós ađ Friđgeir Hólm hafđi hafnađ í öđru sćti međ 7.5 vinning og svo einir ţrír međ 7 vinninga, ţeir Jon Olav, Guđfinnur og Gunnar Ingi međ fjóra niđur og loks einir fimm međ 6.5 vinning.  Jafnara gat ţađ varla orđiđ og stigareikningur réđi um sćtaröđ og stigagjöf.  

 

Mótaröđin heldur svo áfram nćstu ţrjár vikurnar á sama tíma. Allir taflfćrir velkomnir - óháđ ţátttöku í kappteflinu mikla.

Nánari úrslit má sjá á međf. mótstöflu og vettvangsmyndir í myndasafni.

 

2013 Gallerý 24

 

 ESE -Skákţankar 26.01.13


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.6.): 13
  • Sl. sólarhring: 21
  • Sl. viku: 248
  • Frá upphafi: 8766039

Annađ

  • Innlit í dag: 11
  • Innlit sl. viku: 116
  • Gestir í dag: 9
  • IP-tölur í dag: 9

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband