Leita í fréttum mbl.is

Bloggfćrslur mánađarins, ágúst 2017

Lenka efst fyrir lokadag Íslandsmóts kvenna

Lenka Ptácníková (2212) er efst međ fullt hús á Íslandsmóti kvenna en ţriđja umferđ fór fram í gćrkveldi. Lenka vann ţá Guđlaugu Ţorsteinsdóttur (2010). Fjórar skákkonur koma jafnar međ 2 vinninga í 2.-5. sćti. Ţađ eru auk Guđlaugar ţćr Sigurlaug R. Friđţjófsdóttir (1738), Jóhanna Björg Jóhannsdóttir (1862) og Lisseth Acevedo Mendez (1893). Fjórđa og nćstsíđasta umferđ mótsins hefst kl. 11. Lokaumferđin hefst kl. 17. 

Á fyrsta borđi tefldu forystusauđirnir Lenka og Guđlaug. Lenka tefldi skákina afar vel og saumađi jafnt og ţétt ađ Gullu. EFtir 33 leiki kom ţessi stađa upp.

Kvenna3

 

Lenka lék 34. Hfh6! Guđlaug getur ekki variđ biskupinn á h3 og gafst upp níu leikjum síđar.

Liss Acevedo Mendez lagđi til sóknar gegn Freyju Birkisdóttur (1325) og eftir 18. leik Liss 18. Hh1-h2?? kom upp krítíska stađa skákarinnar.

Kvenna4

 

Freyja sá ađ veikleiki hvíts er f4-peđiđ og reyndi ađ notfćra sér ţađ međ 17...Be1?? Eftir 18. e5 er hvíta stađa hins vegar auđunnin og innbyrti Liss vinninginn nokkuđ auđveldlega eftir ţađ. Ef Freyja hefđi séđ hinn magnađa leik 18...Bc5!!, sem auđvitađ blasir alls ekki viđ, hefđu úrslitin hćglega geta orđiđ öđruvísi. 

Sigurlaug R. Friđţjófsdóttir (1738) vann nemenda sinn Batel Goitom Haile (1270) nokkuđ örugglega ţrátt fyrir góđa baráttu Batel.

Hrund Hauksdóttir (1765) lék illa af sér í ţrettánda leik 13. Dd2-f2 og hin taktíska Jóhanna Björg Jóhannsdóttir (1862) var ekki lengi ađ nýta sér ţađ. 

Kvenna5

 

13...Bxc3+! 14. bxc3 Dxc3. 15. Dd2 Dxa1+ og Jóhanna vann örugglega nokkru síđar.

 

Fjórđa umferđ hefst núna kl. 17. Ţá mćtast:

  1. Sigurlaug (2) - Lenka (3)
  2. Guđalug (2) - Lisseth (2)
  3. Jóhanna (2) - Veronika (1)
  4. Freyja (1) - Batel (1)
  5. Hrund (1) situr yfir.

 

 

 


Hlemmur Square mótaröđin hefst í kvöld

Hlemmur Square mun í samstarfi viđ Vinaskákfélagiđ halda fyrsta kaffihúsahrađskákmótiđ á Hlemmur Square nćstkomandi sunnudag, 27. ágúst, klukkan átta.

Stefnt er ađ mánađarlegum mótum ţar sem teflt er í rúmgóđum heimkynnum veitingastađar hótelsins, Pylsa/Pulsa Restaurant.

Tefldar verđa 9 umferđir međ 5 mínútna umhugsunartíma. 
Ţátttaka er ókeypis á mótiđ en Hlemmur Square gefur gjafabréf fyrir efstu ţrjú sćtin auk ţess sem medalía verđur veitt fyrir vinningshafann. 

  1. verđlaun: Gjafabréf á Pylsa/Pulsa Restaurant / bar fyrir 7.000 kr.
  2. verđlaun: Gjafabréf á Pylsa/Pulsa Restaurant / bar fyrir 5.000 kr.
  3. verđlaun: Gjafabréf á Pylsa/Pulsa Restaurant / bar fyrir 3.000 kr.

Gleđistundarverđlag á kranaveigum fyrir ţátttakendur mótsins, ef ţörf skyldi krefja í ţeim annars harđa skóla sem skákin er!

Gert er ráđ fyrir ţví ađ skákmótiđ taki ţrjár klukkustundir.

Skráning er í gula kassanum efst á síđunni.

Gott vćri ađ skrá sig sem fyrst, ţar sem ađeins 28 skákmenn komast ađ.

Upplýsingar um ţegar skráđa keppendur má finna hér.


Skákţáttur Morgunblađsins: Allt gengur á afturfótunum hjá Kasparov

GGT11LIDKNú ţegar Garrí Kasparov gengur fram á sjónarsviđiđ og hefur taflmennsku á Grand chess tour í St. Louis í Missouri í Bandaríkjunum, sem er ţriđja mót bikarsyrpu sem hófst í París í vor, bregđur svo viđ ađ einungis einn keppandi af ţeim tíu sem mćttir eru til leiks í St. Louis hefur teflt kappskák viđ ţennan magnađa afreksmann sem bar höfuđ og herđar yfir keppinauta sína á 20 ára tímabili. Skákferill hans fram ađ kaflaskilunum sem urđu eftir Linares-mótiđ áriđ 2005, ţegar hann hćtti keppni og sneri sér ađ rússneskum stjórnmálum, hafđi ţá veriđ nćr óslitin sigurganga.

En tíminn stendur ekki í stađ og Kasparov, sem er 54 ára gamall, var vel ljóst áđur en mótiđ hófst á ţriđjudaginn ađ ţessi kynslóđ skákmanna sem hann er ađ kljást viđ er af öđru sauđahúsi en sú sem hann kvaddi á Spáni fyrir 12 árum; foringi hinnar nýju línu, Magnús Carlsen, „skákvélarnar“ og netiđ hafa breytt landslagi skákarinnar og ţar viđ bćtist ný sálfrćđileg stađa; mótherjarnir – ađ Wisvanthan Anand undanskildum – eru ţetta 20-30 árum yngri menn. Garrí hafđi stađiđ sig vel í 10 skáka hrađskákeinvígi viđ Nigel Short fyrir nokkrum árum og í fyrra hafđi hann í fullu tré viđ ásana í ólympíuliđi Bandaríkjanna, Nakamura, So og Caruana, á hrađskákmóti sem var haldiđ á ţessum sama stađ í St. Louis. Velunnarar hans voru ţví hóflega bjartsýnir ţegar keppni hófst á ţriđjudaginn en fyrirkomulagiđ međ ţeim hćtti ađ allir tefla viđ alla ţrisvar sinnum, níu atskákir (25 10 Bronstein ) sem gefa tvo vinninga fyrir sigur og 18 hrađskákir (5 3 Bronstein) sem gefa vinning fyrir sigur.

Kasparov virtist vel undirbúinn ţegar hann settist ađ tafli í 1. umferđ gegn Sergei Karjakin, hvassbrýndur vel og lagđi Rolex-úriđ sitt til hliđar viđ skákborđiđ eins og hann gerđi í gamla daga. Eftir jafntefli í fjórum fyrstu skákunum var eins og sjálfstraustiđ ykist ţví bćđi Aronjan og Nakamura höfđu lent í vandrćđum gegn honum og nú var hann stađráđinn í ađ vinna Rússann unga Jan Nepomniachtchi í 5. umferđ. Flókin byrjun og skemmtilegar lausnir en á viđkvćmu augnabliki missti hann ţráđinn og tapađi. Ţá var eins og orkan vćri frá honum tekin og menn höfđu orđ á ţví hversu illa honum hafđi tekist ađ skipuleggja tímanotkun sína. Í 7. umferđ ţjarmađi hann ţó vel og lengi ađ Tékkanum David Navara; eftir skarpa og vel heppnađa byrjun virtist stađan ćtla ađ tefla sig sjálf. Ţá kom hik og Navara náđi ađ snúa sig út úr erfiđleikunum en Kasparov gat ekki sćtt sig viđ ađ vinningurinn vćri genginn sér úr greipum:

GGT11LIDOSt. Louis 2017:

 

Kasparov – Navara

Í ţessari stöđu er ekkert annađ en jafntefli ađ hafa: 49. Dc7+ Kxe6 50. Dc8+ Hd7 (ekki 50.... Ke5 51. Dc3+ Hd4 52. Rc6+ og vinnur) 51. De8+ He7 52. Dc8+ međ ţráskák.

En Kasparov lék 49. Rc6+?? og eftir 49.... Dxc6+! varđ hann ađ gefast upp ţar sem 50. Kxc6 strandar á 50.... Hc2+ og 50. Dxc6 er svarađ međ 50.... Hd6! og síđan rennur f-peđiđ upp í borđ. Kannski eru ţessi endalok besta dćmiđ um lánleysi Kasparovs í mótinu. Stađan fyrir lokasprettinn í gćrkvöldi var ţessi:

1. Aronjan 18˝ v. (af 27) 2. Nakamura 16˝ v. 3. Karjakin 16 v. 4. Nepomniachtchi 15 v. 5. Caruana 14˝ v. 6.-7. Le Quang Liem og Dominguez 12 v. 8.-9. Kasparov og Anand 10˝ v. 10. Navara 9˝ v.

 
 
Helgi Ólafsson helol@simnet.is

------------------

Skákţćttir Morgunblađsins eftir Helga Ólafsson birtast u.ţ.b. viku síđar á Skák.is.

Grein ţessi birtist í Morgunblađinu 19. ágúst 2017

Skákţćttir Morgunblađsins


Guđlaug og Lenka efstar á Íslandsmóti kvenna

21055826_10155727946196180_8249281628146560022_o

Önnur umferđ Íslandsmóts kvenna fór fram í dag. Guđlaug Ţorsteinsdóttir (2010) og Lenka Ptácníková (2212) eru efstar međ fullt hús. Ţćr mćtast í ţriđju umferđ sem hefst núna kl. 17. Sex skákkonur eru jafnar í ţriđja sćti međ 1 vinning.

Lenka vann Jóhönnu Björg Jóhannsdóttir (1862) í vel tefldri skák. Lenka gerđi út um skákina međ skemmtilegri riddarafittu í 23. leik.

Kvenna1

23...Rd5! 24. Dg4 h5! 25. Dd7 Rf4! 26. Rf3 Dxd7 27. Dxd7 Hd8 og svartur hefur unniđ liđ og vann skákina skömmu síđar.

Guđlaug Ţorsteinsdóttir (2010) vann hina ungu Batel Goitom Haile (1270) í viđureign aldursforsetans og yngsta keppendans ţrátt fyrir góđa baráttu Batel.

21105855_10155727946286180_4268194524832354887_n

Skák Sigurlaugar R. Friđţjófsdóttur (1738) og Hrundar Hauksdóttur (1765) var lengi jafnteflisleg. Í riddaraendatafli tókst Sigurlaugu ađ loka riddara Hrundar af. Eftirfarandi stađa kom upp:

Kvenna2


Rétti leikurinn hefđi veriđ 43. Rb7! eđa 43. Re4! og og vinningsmöguleikarnir eru hvíts megin. Sigurlaug lék hins vegar 43. Kxh1? en eftir  43...Kxe5 lágu möguleikarnir Hrundar megin vegna vćntanlegs frípeđs á c-línunni. Hún vann skákina nokkru síđar. 

Skák Veroniku Steinunnar Magnúsdóttur (1785) og Lisseth Acevedo Mendez (1893) var spennandi. Veró tefldi ónákvćmt í tímahraki sem Liss nýtt sér til sigurs.

Ţriđja umferđ hefst núna kl. 17. Ţá mćtast:

  1. Lenka (2) - Guđlaug (2)
  2. Lisseth (1) - Freyja (1)
  3. Hrund (1) - Jóhanna (1)
  4. Batel (1) - Sigurlaug (1)
  5. Veronika (0) situr yfir.

 

 

 


Íslandsmót kvenna hófst í gćr - framhaldiđ kl. 11 í dag

21078340_10155726066256180_2003918332145874774_n

Níu  skákkonur taka ţátt í Íslandsmót kvenna sem hófst í gćr. Mesta ţátttaka á mótinu um langt árabil. Hart var barist í fjórum skákum gćrkvöldins og öllum skákunum lauk međ hreinum úrslitum. 

Lenka Ptácníková (2212) vann peđ of Veroniku Steinunni Magnúsdóttur (1785) og í 20. leik fauk mađur fyrir borđ og gafst ţá Veró upp. Vel tefld skák hjá Lenku.

21077735_10155726066451180_3706063740787482265_n

Ţađ stefndi í jafntefli í skák Hrundar Hauksdóttur (1765) og Guđlaug Ţorsteinsdóttur (2010). Hrund leik sig slysalega í mát í 45. leik og gafst upp áđur en Guđlaug fékk tćkifćri á ađ máta. 

20994276_10155726066726180_2011544275260863014_n

Sigurlaug R. Friđţjófsdóttir (1738) var sú eina stigalćgri sem vann. Hún tefldi afar traust međ svörtu gen Lisseth Acevedo Mendez (1893) og innbyrti vinninginn í 31 leik. Lisseth, sem er frá Kosta Ríka, er búsett hérlendis en hún er barnsmóđir og unnusta Hjörvars Steins Grétarssonar. 


21078350_10155726232366180_2545026099361666351_n

Jóhanna Björg Jóhannsdóttir (1862) er ađ tefla á sínu fyrsta kappskákmóti um langt árbili ţurfti ađ hafa töluvert fyrir sigrinum gegn Freyju Birkisdóttur (1325). Freyja er ásamt Batel Gotoim Haile (1270), sem sat yfir í gćr, fulltrúar ungu kynslóđarinnar en ţćr eru ađ tefla á sínum fyrsta Íslandsmóti.

Önnur umferđ hefst kl. 11. Ţá mćtast:

  1. Jóhanna (1) - Lenka (1)
  2. Guđlaug (1) - Batel (1)
  3. Sigurlaug (1) - Hrund (0)
  4. Verónikka (0) - Lisseth (0)
  5. Freyja situr yfir

 

 


Bikarsyrpan TR hafin

20170825_175123-1

Bikarsyrpa TR hófst í gćr ţegar 18 ungmenni settust niđur tilbúin ađ stýra sínum 16 manna her um hina 64 köflóttu reiti. Keppendalistinn samanstendur af krökkum sem eru nú ţegar komin međ allnokkra reynslu af ţátttöku í skákmótum en stigahćstur ţeirra er Blikapilturinn öflugi, Gunnar Erik Guđmundsson (1350).

Úrslit fyrstu umferđar voru á ţann veg ađ sá stigahćrri sigrađi ţann stigalćgri en ţví fer fjarri ađ allir sigrarnir hafi komiđ áreynslulaust. Má ţar til ađ mynda nefna ađ hinn ungi Jósef Omarsson, fćddur 2011, tefldi prýđilega gegn hinum margreynda Árna Ólafssyni (1251), og ţá var Einar Tryggvi Petersen međ vćnlega stöđu gegn Tómasi Möller (1137). Jafntefli gerđu svo Soffía Berndsen og Tristan Thoroddsen í viđureign sem hafđi alla burđi til ađ vera framhaldiđ.

Önnur umferđ fer fram á dag og hefst kl. 10. Ţá mćtast m.a. á efsta borđi Gunnar Erik og Tómas.

Sjá nánar á heimasíđu TR.


Skákćfingar Hugins fyrir börn og unglinga hefjast mánudaginn 28. ágúst

20170529_185851 (1)
Barna- og unglingaćfingar Skákfélagsins Hugins í Mjóddinni hefjast aftur eftir sumarfrí mánudaginn 28. ágúst 2017
 
Ćfingarnar byrja kl. 17:15 og ţeim lýkur yfirleitt rétt fyrir kl. 19. 
 
Ćfingarnar eru opnar öllum 15 ára og yngri en skipt verđur í tvo flokka eftir aldri og styrkleika á flestum ćfingum. 
 
Engin ţátttökugjöld. 
 
Ćfingarnar verđa haldnar í félagsheimili Hugins í Álfabakka 14a, Mjódd. Inngangur er milli Fröken Júlíu og Subway en salur félagsins er á ţriđju hćđ hússins. 
 
Á ćfingunum verđa 5 eđa 6 umferđir međ umhugsunartíma 10 eđa 7 mínútur. Einnig verđur fariđ í dćmi og endatöfl eins og tími vinnst til. 
 
Ţegar starfsemin verđur komin vel af stađ verđur unniđ í litlum verkefnahópum á einni ćfingu í mánuđi og ţannig stuđlađ ađ ţví ađ efla einingu og samstöđu innan hópsins.  Ţćr ćfingar verđa eingöngu fyrir félagsmenn og verđa kynntar síđar. Jafnframt verđur ţegar tímabiliđ er komiđ  af stađ í bođi kennsla fyrir félagsmenn utan hefđbundins ćfingatíma. 
 
Umsjón međ ćfingunum hefur Vigfús Ó. Vigfússon

Íslandsmót kvenna hefst í kvöld

Íslandsmót kvenna fer fram helgina 25.-27. ágúst í húsnćđi Skákskóla Íslands Faxafeni 12. Tefldar verđa fimm umferđir eftir svissneska kerfinu. Teflt verđur í einum flokki, ţ.e. mótiđ opiđ öllum konum/stúlkum. 

Níu skákkonur taka ţátt og er búiđ ađ para í fyrstu umferđ. Ţá mćtast:

Bo.NameRes.Name
1Ptácníková Lenka-Magnúsdóttir Veronika Steinunn
2Hauksdóttir Hrund-Ţorsteinsdóttir Guđlaug U
3Acevedo Mendez Lisseth-Friđţjófsdóttir Sigurlaug R
4Birkisdóttir Freyja-Jóhannsdóttir Jóhanna Björg
 Haile Batel Goitom0  -  -Bye

 

Ţátttökugjöld: Engin.

Umferđarfjöldi: Fimm umferđir

Tímamörk: 90 mín. + 30 sek. á leik 

Dagskrá:  

  • 1. umferđ, föstudaginn, 25. ágúst, kl. 19:30
  • 2. umferđ, laugardaginn, 26. ágúst, kl. 11:00
  • 3. umferđ, laugardaginn, 26. ágúst kl. 17:00
  • 4. umferđ, sunnudaginn, 27. ágúst, kl. 11:00
  • 5. umferđ, sunnudaginn, 27. ágúst, kl. 17:00

Verđlaun: 

  1. 75.000.-
  2. 45.000.-
  3. 30.000.-

Verđlaun skiptast jafnt séu konar jafnar í verđlaunasćtum. Teflt verđur til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn međ styttri umhugsunarhtíma verđi fleiri en ein efst.  

Allar skákir mótsins verđa sýndar beint. Beinar útsendingar má nálgast á heimasíđu SÍ.

Mótiđ á Chess-Results.


Bikarsyrpa TR hefst í dag

BikarsyrpanBanner_generic (3)

Bikarsyrpa Taflfélags Reykjavíkur hefur fest sig í sessi undanfarin misseri og fer nú af stađ fjórđa áriđ í röđ. Líkt og síđastliđinn vetur verđa mót syrpunnar fimm talsins og verđa tefldar sjö umferđir í hverju móti. Mótin fara fram í Skákhöll TR ađ Faxafeni 12.

Fyrir börn sem vilja taka framförum í skák ţá er gott ađ byrja sem fyrst ađ tefla í kappskákmótum, en hingađ til hefur ţeim börnum sem vilja tefla á “alvöru mótum” einkum stađiđ til bođa ađ taka ţátt í opnum mótum. Ţar er styrkleikamunur oft mikill og mótin taka langan tíma, auk ţess sem mörgum börnum óar viđ tilhugsuninni um ađ tefla viđ fullorđna á sínum fyrstu kappskákmótum. Bikarsyrpan er svariđ viđ ţví. Ţessi mótaröđ TR er ekki síđur sniđin ađ ţörfum ţeirra barna sem dreymir um ađ nćla sér í sín fyrstu skákstig.

Einungis börn á grunnskólaaldri (fćdd áriđ 2002 eđa síđar) sem ekki hafa náđ 1600 alţjóđlegum skákstigum geta tekiđ ţátt í mótum Bikarsyrpunnar. Ţannig er styrkleikamunurinn minni en ella og börnin njóta ţess betur ađ tefla. Tímamörkin eru jafnframt styttri, og henta börnum betur en langar 90 mínútna skákir sem tíđkast á hefđbundnum kappskákmótum fullorđinna. Mótin uppfylla öll skilyrđi Alţjóđa skáksambandsins FIDE og eru reiknuđ til alţjóđlegra skákstiga.

Fyrsta mót Bikarsyrpunnar hefst föstudaginn 25. ágúst og stendur til sunnudagsins 27. ágúst. Tefldar eru 7 umferđir eftir svissnesku kerfi. Tímamörk eru 30 mínútur + 30 sekúndur á hvern leik og geta skákirnar ţví varađ í allt ađ tvćr klukkustundir. Ţó svo mikilvćgt sé ađ börnin vandi sig og noti tímann vel, ţá má gera ráđ fyrir ađ margar skákir taki mun styttri tíma.

Dagskrá:

1. umferđ: 25. ágúst kl. 17.30 (fös)
2. umferđ: 26. ágúst kl. 10.00 (lau)
3. umferđ: 26. ágúst kl. 13.00 (lau)
4. umferđ: 26. ágúst kl. 16.00 (lau)
5. umferđ: 27. ágúst kl. 10.00 (sun)
6. umferđ: 27. ágúst kl. 13.00 (sun)
7. umferđ: 27. ágúst kl. 16.00 (sun)

Verđlaunaafhending fer fram strax ađ lokinni 7. umferđ.

Tvćr yfirsetur (bye) eru leyfđar í umferđum 1-5 og fćst 1/2 vinningur fyrir hvora yfirsetu. Tilkynna ţarf skákstjóra um yfirsetu fyrir lok umferđarinnar á undan.

Sjálfkrafa tap dćmist á keppanda sem mćtir á skákstađ meira en 15 mínútum eftir ađ viđkomandi umferđ hefst.

Ţátttökugjald í mótiđ er 1.500kr. Börn sem eru félagar í TR greiđa ekki ţátttökugjald.

Sigurvegari mótsins hlýtur ađ launum bikar og ţá hlýtur einnig efsta stúlkan í hverju móti bikar. Verđlaunapeningur eru veittur fyrir 2. sćti og 3. sćti. Sérstök verđlaun verđa veitt nćsta vor fyrir besta samanlagđan árangur, ţar sem mest fjögur mót gilda; taflsett, skákklukka, 5.000kr bókainneign ásamt veglegum farandbikar. Ţá verđa veitt sérstök verđlaun fyrir besta samanlagđan árangur, ţar sem mest fjögur mót gilda, fyrir börn sem eru félagar í TR, en ţađ eru einkatímar hjá einhverjum af sterkustu skákmönnum félagsins; 1. sćti gefur 5 einkatíma, 2. sćti gefur 3 einkatíma og 3. sćti gefur 2 einkatíma.

Skráning fer fram í gegnum skráningarform hér ađ neđan. Hlökkum til ađ sjá ykkur!

Skráningarform

Skráđir keppendur

Mót Bikarsyrpunnar í vetur: 25.-27. ágúst, 29. sep-1. okt, 27.-29. okt, 16.-18. feb, 6.-8. apr


Fjörug fyrsta umferđ í Meistaramóti Hugins

2017-08-23-21.04.21

Ţađ var hart barist í fyrstu umferđ Meistaramóts Hugins sem hófst í gćr og ekkert gefiđ eftir ţótt stigamunur milli keppenda vćri nokkur. Nokkur óvćnt úrslit litu dagsins ljós strax í fyrstu umferđ. Hjálmar Sigurvaldason og Arnar Milutin Heiđarsson gerđu góđ jafntefli viđ stigahćrri keppendur.

2017-08-23 21.06.59

Björn Óli Hauksson vann svo Magnús Magnússon í skemmtilegri skák í sínu fyrsta móti hér á landi í meira en 30 ár. Ţá eru ađ vísu frá taldar örfáar skákir í Íslandsmóti skákfélaga. Stigin hjá Birni Óla segja ekki alla söguna ţví ţau eru ađ stofni til íslensku stigin frá ţví áđur en hćtti ađ tefla hér en skákstyrkleika sinn tók hann ekki út fyrr en á námsárunum í Danmörku ţegar hann var mjög virkur. Danirnir reiknuđu fá mót til stiga á ţessum árum og alls ekki dönsku deildakeppnina svo Björn Óli hefur engin dönsk stig, engin alţjóđleg stig og bara ţessi gömlu íslensku skákstig. Ţađ hefur svo gengiđ upp og ofan hjá honum halda skákstyrkleika í erilsömu starfi heima og erlendis.

Af öđrum viđureignum er ţađ helst ađ segja Hjörvar virtist hafa fá tromp í hendi í skákinni á móti Ţórđi Guđmundssyni en hann sá lengra en viđ hinir og var allt í einu kominn međ vinningsstöđu eins og ekkert vćri eđlilegra. Vigfús breytti sjálfur draumi skákstjórans um rólega og stutta fyrstu umferđ í hálfgerđa martröđ međ ţví ađ tefla lengstu skák umferđarinnar til ađ reyna ađ kreista vinning út úr jafnri stöđu á móti Herđi Jónassyni og ţađ tókst fyrir rest.

2. umferđ verđur tefld mánudaginn 28. ágúst og hefst kl. 19.30. Ţá mćtast m.a. Hjörvar – Vigfús, Ólafur Guđmarsson – Björn Ţorfinnsson, Vignir Vatnar – Hörđur, Hjörtur Ingvi – Sigurđur Dađi og Björgvin – Björn Óli. Svo verđur einnig áhugavert ađ fylgjast međ Tómas Ponzi kljást viđ Jón Úlfljótsson en Tómas en ţetta er einnig fyrst mót Tómasar í meira en 30 ár.

Nánar á heimasíđu Hugins.

Úrslit 1. umferđar í chess-results:

Pörun 2. umerđar í chess-results:


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 16
  • Sl. sólarhring: 18
  • Sl. viku: 237
  • Frá upphafi: 8765213

Annađ

  • Innlit í dag: 12
  • Innlit sl. viku: 139
  • Gestir í dag: 11
  • IP-tölur í dag: 11

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband