Leita í fréttum mbl.is

Bloggfćrslur mánađarins, ágúst 2017

Pörunarnámskeiđ haldiđ 6. og 7. september

Frćđslunefnd SÍ stendur fyrir pörunarnámskeiđi dagana sjötta og sjöunda september. Kennt verđur sitthvort kvöldiđ frá 20:00 til um ţađ bil 21:30. Kennslan fer fram í Skáksambandi Íslands ađ Faxafeni 12. 

Á námskeiđinu verđur kennt hvernig nota megi pörunarforritiđ Swiss-Manager til ţess ađ halda skákmót. 

Nokkrir kennarar verđa á námskeiđinu og verđur miđađ viđ ađ hver kennari hafi ekki fleiri en tvo nemendur á sinni könnu svo ađ kennslan geti veriđ sem mest einstaklingsmiđuđ. 

Ţátttakendur ţurfa ekki ađ hafa neinn grunn í ađ halda utan um skákmót í tölvu.  

Ţátttakendur ţurfa ađ koma međ eigin fartölvu á námskeiđiđ. 

Međal kennara verđa Gunnar Björnsson, Björn Ívar Karlsson, Omar Salama og Stefán Bergsson. 

Skákfélög eru hvött til ađ senda fulltrúa frá sér á námskeiđiđ. 

Ţátttaka ókeypis. 

Skráning á stefan@skaksamband.is.


Magnús Hjaltason sigurvegari fyrsta móts Bikarsyrpunna

20170827_170430

Magnús Hjaltason úr Fjölni hafđi sigur í fyrsta móti Bikarsyrpunnar sem fram fór um nýliđna helgi. Magnús, sem hefur frá upphafi Bikarsyrpunnar veriđ ţar tíđur gestur, hlaut 5,5 vinning úr skákunum sjö og fór taplaus í gegnum mótiđ. Nćstir í mark međ 5 vinninga komu TR-ingurinn Adam Omarsson og Gunnar Erik Guđmundsson úr skákdeild Breiđbliks, en Adam var hćrri á mótsstigum og hlaut ţví annađ sćtiđ. Stúlknaverđlaun féllu í skaut Soffíu Berndsen sem landađi 4 vinningum en ásamt henni voru ţćr Anna Katarina Thoroddsen og Iđunn Helgadóttir fulltrúar kvenţjóđarinnar ađ ţessu sinni.

Mótahald fór fram eins og best verđur á kosiđ enda ţátttakendur orđnir margreyndir viđ hin köflóttu skákborđ. Eins og venja er var flautađ til leiks seinnipart föstudags og lauk síđustu umferđ rétt eftir kl. 17 á sunnudag. Úr varđ afar spennandi og skemmtilegt mót ţar sem allnokkrir keppendur börđust á toppnum og ţá voru mjög margar jafnar og tvísýnar viđureignir háđar á milli keppenda hvort sem ţeir voru í toppbaráttu eđur ei. Bćting allra viđstaddra í skáklistinni var áberandi og ljóst er ađ efniviđurinn er mikill.

Ţegar ađ lokadeginum kom var Gunnar Erik efstur en Benedikt Ţórisson, Magnús og Ingvar Wu Skarphéđinsson fylgdu fast á eftir. Í fimmtu umferđ gerđu Gunnar og Magnús jafntefli sín í milli en á sama tíma lagđi Benedikt Ingvar og ţar međ voru Gunnar og Benedikt efstir og jafnir fyrir sjöttu og nćstsíđustu umferđ. Sú umferđ bauđ einmitt upp á spennandi innbyrđis viđureign ţeirra í milli ţar sem samiđ var jafntefli eftir rafmagnađa baráttu og prýđilega teflda skák. Úrslit á nćstu borđum voru ţau ađ Adam sigrađi Árna Ólafsson og slíkt hiđ sama gerđi Magnús gegn Soffíu. Stađan fyrir lokaumferđina var ţví ţannig ađ hvorki fleiri né fćrri en fjórir keppendur voru efstir og jafnir međ 4,5 vinning; Adam, Benedikt, Gunnar og Magnús. Jafnara getur ţađ varla orđiđ.

Í sjöundu og síđustu umferđ mćttust síđan á tveim efstu borđunum Adam og Gunnar, sem og Magnús og Benedikt. Lítiđ var gefiđ eftir í viđureignunum og snemma skákar var Adam kominn manni yfir gegn Gunnari en sá síđarnefndi varđist vel og náđi ađ vinna manninn til baka og ađ lokum var samiđ um skiptan hlut. Magnús stýrđi hvítu mönnunum gegn Benedikt og upp kom hin enska árás Sikileyjarvarnar í vel tefldri skák af beggja hálfu. Magnús hafđi ţó sigur ađ lokum og tryggđi sér ţar međ sigurinn í mótinu međ 5,5 vinning eins og fyrr segir. Ţess má geta ađ Magnús var einmitt međ besta samanlagđan árangur í mótum Bikarsyrpunnar á síđasta tímabili.

Enn einni langri, strangri og skemmtilegri Bikarsyrpuhelgi er ţví lokiđ og ţökkum viđ í TR öllum keppendum fyrir ţátttökuna. Hér ađ neđan er hlekkur inn á öll úrslit helgarinnar sem og skákir mótsins og myndaalbúm. Til ađ skođa skákirnar má t.d. notast viđ forritiđ Chessbase Reader sem er frítt og hćgt ađ nálgast hér. Nćsta mót syrpunnar fer fram helgina 29. september – 1. október.

Nánar á heimasíđu TR.


Ingvar vann fyrsta mótiđ í Hlemmur Square-mótaröđunni

20170827_222424-620x330

Vinaskákfélagiđ í samstarfi viđ Hlemm Square hélt fyrsta kaffihúsa hrađskákmótiđ á Hlemm, sunnudaginn 27 ágúst, klukkan 20.

Mótiđ tókst afar vel og mćttu 13 skákmenn til leiks.

Tefldar verđa 9 umferđir međ 5 mínútna umhugsunartíma og var ţátttaka ókeypis. Stefnt er ađ mánađarlegum mótum ţar sem teflt er í rúmgóđum heimkynnum veitingastađar hótelsins, Pylsa/Pulsa Restaurant.

Hlemmur Square gaf gjafabréf fyrir efstu ţrjú sćtin auk ţess sem medalía var veitt fyrir vinningshafann.

  1. verđlaun: Gjafabréf á Pylsa/Pulsa Restaurant / bar fyrir 7.000 kr.
  2. verđlaun: Gjafabréf á Pylsa/Pulsa Restaurant / bar fyrir 5.000 kr.
  3. verđlaun: Gjafabréf á Pylsa/Pulsa Restaurant / bar fyrir 3.000 kr.

Arnljótur Sigurđsson viđburđarstjóri var skipuleggjandi mótsins og skákstjóri og dómari var Hörđur Jónasson.

Á međan skákmenn tefldu bauđ viđburđarstjóri upp á eins og hann segir sjálfur – Gleđistundarverđlag á kranaveigum fyrir ţátttakendur mótsins, ef ţörf skyldi krefja í ţeim annars harđa skóla sem skákin er! Skákmótiđ stóđ í cirka 2 1/2 klukkustundir.

Eins og áđur segir mćttu 13 skákmenn og stóđ Ingvar Thor Jóhannesson uppi sem sigurvegari međ 9 vinninga eđa full hús.

Sigurvegari mótsins Ingvar Thor Jóhannesson

Í öđru sćti varđ Gunnar Fr. Rúnarsson međ 8 vinninga og í ţriđja sćti varđ Arnljótur Sigurđsson međ 7 vinninga, en hann gaf vinninginn frá sér og urđu 5 skákmenn í 4-8 sćti, en eftir stigaútreikning, ţá varđ Ingi Tandri Traustason í 4 sćti međ 5 vinninga og fékk hann ţriđju verđlaun.


Lenka Íslandsmeistari kvenna í níunda sinn!

2017-08-27 20.34.51

Lenka Ptácníková (2212) varđ í gćr Íslandsmeistari kvenna í níunda sinn og ţar af í sjötta sinn í röđ! Lenka vann mótiđ međ fullu húsi - vann alla fimm andstćđinga sína. Jóhanna Björg Jóhannsdóttir (1862) varđ önnur međ 4 vinninga.

Árangur Jóhönnu kom á óvart, ekki síst henni sjálfri, en hún hafđi ekki teflt kappskák síđan áriđ 2014! Í lokaumferđinni vann hún Guđlaug Ţorsteinsóttur (2010) í vel tefldri skák. Sigurlaug R. Friđţjófsdóttir (1738), Guđlaug og Lisseth Acevedo Mendez (1893) urđu jafnar í ţriđja sćti.

2017-08-27 17.01.22

Lenka vann Freyju Birkisdóttur (1325) en hin unga Freyja veitti henni töluverđa mótspyrnu og var skák ţeirra lengsta skák umferđinnar ţrátt fyrir mesta stigamuninn.

2017-08-27 17.00.54

Á öđru borđi hafđi Jóhanna hvítt á Guđlaugu í skák sem myndi ađ öllu líkindum ráđa úrslitum um silfriđ. Jóhanna tefldi ađ krafti og vann peđ af Guđlaugu. Jóhanna gerđi svo út um skákina á laglegan hátt.

2017-08-29

 

42. Hxf7+! Rxf7 43. Rxe4+ og Guđlaug gafst upp og silfriđ ţ.a.l. orđiđ Jóhönnu Bjargar. Afar lagleg taflmennska hjá Jóhönnu í skákinni.

2017-08-27 17.02.12

Á ţriđja borđi tefldu Lisseth Mendez (1893) og Hrund Hauksdóttir (1765). Liss átti leik eftir 15...d5 hjá Hrund.

Kvenna9

16. Bb5! dxe4? (svartur mátti alls ekki opna d-línuna. Mun betra hefđi veriđ 16...Kb8). 17. Bxc6! Hxd1+ 18. Hxd1 bxc6 19. Dxa7 Db4 20. Ra5! Bd5 21. Da8+ og svartur gafst upp. 21...Kd7 er svarađ međ 22. Dxc6+. Kraftmikil taflmennska hjá Liss. 

2017-08-27 17.01.37

Veronika Steinunn Magnúsdóttir (1785) vann Batel Goitom Haile (1270). 

 

 


Kynningarfundur um breytingar á hrađskákreglum

Breytingar urđu á hrađskákreglum FIDE 1. júlí. Omar Salama mun halda kynningarfund um nýju reglurnar fimmtudaginn 31. ágúst kl. 17:30. Áćtlađ er ađ kynningarfundinum ljúki um kl. 19:30. Efni um reglurnar verđur dreift til fundargesta. 

Allir skákstjórar eru hvattir til ađ sćkja ţennan fund. Ađ sjálfsögđu er allir áhugasamir skákmenn einnig velkomnir. 

Síđar um kvöldiđ, kl. 20, verđur svo kynningarfundur um ný valfrjáls ađildargjöld SÍ. Allir velkomnir.


Skákćfingar Hugins hefjast í dag

20170529_185851 (1)
Barna- og unglingaćfingar Skákfélagsins Hugins í Mjóddinni hefjast aftur eftir sumarfrí mánudaginn 28. ágúst 2017
 
Ćfingarnar byrja kl. 17:15 og ţeim lýkur yfirleitt rétt fyrir kl. 19. 
 
Ćfingarnar eru opnar öllum 15 ára og yngri en skipt verđur í tvo flokka eftir aldri og styrkleika á flestum ćfingum. 
 
Engin ţátttökugjöld. 
 
Ćfingarnar verđa haldnar í félagsheimili Hugins í Álfabakka 14a, Mjódd. Inngangur er milli Fröken Júlíu og Subway en salur félagsins er á ţriđju hćđ hússins. 
 
Á ćfingunum verđa 5 eđa 6 umferđir međ umhugsunartíma 10 eđa 7 mínútur. Einnig verđur fariđ í dćmi og endatöfl eins og tími vinnst til. 
 
Ţegar starfsemin verđur komin vel af stađ verđur unniđ í litlum verkefnahópum á einni ćfingu í mánuđi og ţannig stuđlađ ađ ţví ađ efla einingu og samstöđu innan hópsins.  Ţćr ćfingar verđa eingöngu fyrir félagsmenn og verđa kynntar síđar. Jafnframt verđur ţegar tímabiliđ er komiđ  af stađ í bođi kennsla fyrir félagsmenn utan hefđbundins ćfingatíma. 
 
Umsjón međ ćfingunum hefur Vigfús Ó. Vigfússon

Viltu prófa skákforrit í HR?

Viđ erum enn ađ prófa fyrst augnhreyfinga skákforritiđ í heimi í Háskólanum í Reykjavík. 40 manns hafa litiđ viđ hjá okkur, ţar af nokkrir stórmeistarar og alţjóđlegir meistarar. Viđ viljum gjarnan fá fleiri, sérstaklega á aldrinum 7-15 ára. Einnig mega fleiri titilhafar gjarnan líta viđ. Ţetta snýst fyrst og fremst um ađ leysa fjölbreyttar skákţrautir. Ţrautirnar eru hannađar bćđi međ fjölbreytni í huga og einnig eiga ţćr ađ vera ákveđin áskorun. Enn sem komiđ er hefur enginn náđ ađ leysa allar rétt í fyrstu tilraun.

Hćgt ađ senda mér línu hedinn.steingrimsson@gmail.com eđa 8465500 og viđ finnum tíma.


Lenka međ vinningsforskot fyrir lokaumferđina

Lenka Ptácníková (2212) hefur vinningsforskot fyrir lokaumferđ Íslandsmóts kvenna sem hófst nú fyrir stundu. Lenka vann Sigurlaug R. Friđjófsdóttur (1738) fyrr í dag og hefur fullt hús eftir fjórar umferđir. Guđlaug Ţorsteinsdóttir (2010) og Jóhanna Björg Jóhannsdóttir (1862) eru í 2.-3. sćti međ 3 vinninga og mćtast í mikilvćgri skák. 

Lenka ţjarmađi jafnt og ţétt ađ Sigurlaugu og vann góđan sigur í 38 leikjum. Fjórđi sigur Lenku í röđ og ţar međ ljóst ađ hún hefđi vinningsforskot fyrir lokaumferđina.

Guđlaug Ţorsteinsdóttir (2010) tefldi afar kraftmikiđ gegn Lissith Acevedo Mendez (1893). Eftir 15 leiki kom ţessi stađa upp.

Kvenna6

 

16. g4! fxg4 17. hxg4 Rf6 18. Rg5! Da5 19. Bf4! Hfb8 20. Dxg6 1-0.


Jóhanna Björg Jóhannsdóttir (1862) og Veronika Steinunn Magnúsdóttir (1785) tefldu spennandi skák. Hin krítíska stađa kom upp eftir 33. leik hvíts 33. Kg1-g2.

Kvenna7

 

 

Veronika hefđi best varist međ 33...Rg6 en kaus ţess í stađ ađ fara í sókn. og lék 33...Hc5? Jóhanna drap riddarann og e7 og hélt svo međ kónginn á h5 og vann nokkru síđar. Lengsta skák umferđiarinnar var á milli Freyju Birkisdóttur (1325) og Batel Goitom Haile, langyngstu keppenda mótsins. Freyja hafđi unniđ skiptimun en Batel hélt sér fast. Freyja fann laglega leiđ í ţessari stöđu.

Kvenna8

 

47. H7xd5! cxd5 48. Hxd5. Freyja hefur nú miklu betri í stöđu í hróksendatafli sem hún vann nokkru síđar.

Fimmta og síđasta umferđ hófst núna kl. 17

  1. Lenka (4) - Freyja (2)
  2. Jóhanna (3) - Guđlaug (3)
  3. Lisseth (2) - Hrund (2)
  4. Veronika (2) - Batel (1)
  5. Sigurlaug (2) situr yfir.

 

 

 


Omar Salama (Sjóvá) sigrađi á Kringluskákmóti Víkingaklúbbsins

kringlan18

Omar Salama sem tefldi fyrir Sjóvá sigrađi á Kringluskákmótinu sem fram fór fimmtudaginn 24. ágúst. Omar fékk 6.5 vinninga af sjö mögulegum og leyfđi ađeins eitt jafntefli gegn hinum unga Gauta Páli Jónssyni í síđustu umferđ.  Annar varđ alţjóđameistarinn Björn Ţorfinnsson sem tefldi fyrir Bónus Kringlunni međ 6 vinninga af 7. mögulegum.  Ţriđji varđ svo Gauti Páll Jónsson sem tefldi fyrir Jón og Óskar. 

Efstur Víkinga varđ Gunnar Fr Rúnarsson međ 5 vinninga og hlýtur hann ţví titilinn Hrađskákmeistari Víkingaklúbbsins. 2017.  Efst kvenna varđ Lenka Ptcnikova. Gunnar Erik Guđmundsson varđ efstur drengja og Sofía Berndsen varđ efst stúlkna.  Alls tóku 45 keppendur og 29 fyrirtćki ţátt í mótinu. 

Tefldar voru 7. umferđir međ 7. mínútna umhugsunartíma og skákstjóri var Kristján Örn Elíasson. 

Úrslit Opinn flokkur:  1. Omar Salama 2. Björn Ţorfinnsson 3. Gauti Páll Jónsson 

Úrslit konur: 1. Lenka Ptcnikova 2. Veronika Steinunn Magnúsdóttir3. Sofía Berndsen

Úrslit drengir: 1. Gunnar Erik Guđmundsson 2. Benedikt Ţórisson 3. Bjartur Ţórisson

Úrslit stúlkur: 1. Sofía Berndsen 2. Anna Katarína Thoroddsen 3. Bergţóra Helga Gunnarsdóttir 

Mótiđ á chess-Results hér

Nánar á heimasíđu Víkingaklúbbsins.

kringlan1

 


Hart barist í Bikarsyrpunni – Gunnar Erik leiđir

20170826_130251

Ekkert var gefiđ eftir á degi tvö í Bikarsyrpunni ţegar umferđir 2-4 fóru fram. Stađa efstu keppenda er nú ţannig ađ Gunnar Erik Guđmundsson (1350) leiđir međ 3,5 vinning en skammt undan koma Benedikt Ţórisson (1049), Magnús Hjaltason (1262) og Ingvar Wu Skarphéđinsson, allir međ 3 vinninga. Ingvar skaut sér í toppbaráttuna eftir seiglusigur gegn Bjarti Ţórissyni í fjórđu umferđ ţar sem hann varđist vel drottningu undir og náđi ađ snúa tapađri stöđu sér í vil.

Ţrjár síđustu umferđirnar verđa tefldar í dag sunnudag og hófst sú fimmta kl. 10. Ţá mćstast á efstu borđum Gunnar og Magnús, Benedikt og Ingvar, sem og Ísak Orri Karlsson (1268) og Soffía Berndsen. Viđ hvetjum áhorfendur til ađ líta viđ og minnum á ađ handan gangsins í TR, í húsnćđi Skáksambands Íslands, fer fram á sama tíma Íslandsmót kvenna.

Nánar á heimasíđu TR.


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 5
  • Sl. sólarhring: 36
  • Sl. viku: 278
  • Frá upphafi: 8764887

Annađ

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 151
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband