Leita í fréttum mbl.is

Bloggfćrslur mánađarins, mars 2017

Áskorendaflokkur hefst 1. apríl í Stúkunni

Áskorendaflokkur Íslandsmótsins í skák fer  1.-9. apríl nk. Teflt er í Breiđabliks-stúkunni í Kópavogi. Tefldar verđa níu umferđir eftir svissneska kerfinu.

Verđlaun í áskorendaflokki eru sem hér segir: 

  1. 75.000 kr.
  2. 45.000 kr.
  3. 30.000 kr. 

Verđlaun skiptast eftir Hort-kerfi séu menn efstir í verđlaunasćtum í áskorendaflokki. Tvö efstu sćtin gefa keppnisrétt í landsliđsflokki í ár sem fram fer á Hafnarfirđi, 9.-20. maí nk.

Séu menn jafnir rćđur stigaútreikningur.

Skráning

Ţátttökugjöld eru 5.000 kr. Unglingar 15 ára og yngri (2000 og síđar) fá 50% afslátt. F3-félagar fá frítt í mótiđ.

Skráning fer fram á Skák.is (guli kassinn efst). Ţátttökugjöld greiđist inn á reikning 101-26-12763, kt. 580269-5409 fyrir mót.

Upplýsingar um ţegar skráđa keppendur má finna hér.

Tímamörk

Áskorendaflokkur: 90 mínútur + 15 mínútur eftir 40 leiki. 30 sekúnda viđbótartími eftir hvern leik.

Opinn flokkur: 30 mínútur auk 30 sekúnda viđbótartími eftir hvern leik.

Dagskrá: 

  1. umferđ, laugardagurinn, 1. apríl, kl. 13:00
  2. umferđ, sunnudagurinn, 2. apríl, kl. 13:00
  3. umferđ, mánudagurinn, 3. apríl, kl. 18:30
  4. umferđ, ţriđjudagurinn, 4. apríl, kl. 18:30
  5. umferđ, miđvikudagurinn, 5. apríl, kl. 18:30
  6. umferđ, fimmtudagurinn, 6. apríl, kl. 18:30
  7. umferđ, föstudagurinn, 7. apríl, kl. 18:30
  8. umferđ, laugardagurinn, 8. apríl, kl. 13:00
  9. umferđ, sunnudagurinn, 9. apríl, kl. 13:00

Jafnteflisreglur 

Takmarkanir eru settar á jafnteflisbođ. Hún gengur út á ţađ ađ ekki er heimilt ađ bjóđa jafntefli fyrr en báđir keppendur hafa leikiđ 30 leiki. Á ţví má gera undantekningar sé ţráteflt en ţá verđur ađ stöđva klukku, kalla á skákstjóra og koma međ jafntefliskröfu. 

Yfirseta

Hćgt er ađ taka tvćr yfirsetur í umferđum 1-6 og fá fyrir hana hálfan vinning. Óska ţarf eftir yfirsetunni međ góđum fyrirvara og fylla út eyđublađ ţess efnis hjá skákstjóra.

Ţegar skráđir keppendur

 


Ögmundur Kristinsson skákmeistari Ása í fjórđa sinn.

P3140123Ćsir héldu sitt meistaramót í gćr 14 mars. Tuttugu og fjórir kappar mćttu til leiks og tefldar voru tíu umferđir međ tíu mínútna umhugsun.Ţađ var hart barist á efstu borđum eins og viđ er ađ búast ţegar margir skákvígamenn mćtast vel vopnađir af gambítum og endataflstćkni.

Ögmundur fór rólega af stađ, gerđi jafntefli  viđ Gunnar Finnsson í fyrstu umferđ og tapađi fyrir Axel Skúlasyni í annarri umferđ.

Eftir fimm umferđir var Friđgeir K Hólm efstur međ 4˝ vinning og Guđfinnur og Axel međ 4 vinninga og Ögmundur 4.-7. sćti međ 3˝ vinning.

Ţá hefur Ögmundur örugglega sagt viđ sjálfan sig: "Nú er ekkert í bođi annađ en vinna rest". Ţađ gerđ hann líka međ glćsibrag.

Ögmundur endađi međ 8˝ vinning í fyrsta sćti. Friđgeir varđ annar međ 8 vinninga og Guđfinnur ţriđji međ 7 vinninga.

Röđ nćstu manna: 

  • 4. Gunnar Örn Haraldsson 6,5
  • 5.-6   Sćbjörn Larsen                         6
  •          Stefán Ţormar                          6
  • 7-11  Axel Skúlason                         5,5
  •          Össur Kristinsson                     5,5
  •           Ţór Valtýsson                           5,5
  •           Valdimar Ásmundsson             5,5
  •           Gunnar Finnsson                      5,5
  • 12-16  Páll G Jónsson                        5
  •           Haraldur Magnússon                5
  •           Jóhann Larsen                          5
  •           Ţorsteinn Ţorsteinsson              5
  •           Sigurđur G Ţorsteinsson          5

 

Nćstu átta urđu ađ sćtta sig viđ ađeins fćrri vinninga ađ ţessu sinni.


Skákţing Norđlendinga fer fram 24.-26. mars

Skákţing Norđlendinga 2017 verđur haldiđ 24.-26. mars, á Kaffi Krók, á Sauđárkróki. Mótiđ hefst kl. 20.00 á föstudagskvöldiđ 24. mars, en ţá verđa telfdar 4 umferđir af 25 mínútna atskákum.  5. umferđ kl. 11.00 og 6 umferđ kl. 17.00 laugardaginn 25. mars og 7. umferđ kl. 11.00 sunnudaginn 26. mars, en ţá verđur umhugsunartíminn 90 mínútur á skákina + 30 sek. á hvern leik.  Ađ 7. umf. lokinni verđur Hrađskákmót Norđlendinga haldiđ og hefst kl. 14.30 eđa síđar. Skákmeistari Norđlendinga getur ađeins orđiđ sá sem á lögheimili á Norđurlandi, en mótiđ er öllum opiđ. Skákdómari verđur Ingibjörg Edda Birgisdóttir.

Verđlaun eru sem hér segir 1. sćti 45.000 kr.  2. sćti 30.000  3. sćti 20.00  4. sćti 15.000 5. sćti 10.000  Aukaverđlaun fćr efsti skákmađur međ minna en 1800 stig, 10.000 kr. Verđi menn jafnir ađ vinningum skiftast verđlaun  jafnt milli ţeirra.

Mótiđ verđur reiknađ til alţjóđlegra kapp- og atskákstiga. 

Skráning á skák.is (skak.blog.is) og einnig er hćgt ađ skrá sig á jhaym@simnet eđa í síma 865 3827, ţar sem nánari upplýsingar gćti líka veriđ mögulegt ađ fá. Upplýsingar um ţegar skráđa keppendur má finna hér.


Fimmta mót Bikarsyrpunnar hefst á föstudaginn

BikarsyrpanBanner_generic (2)Bikarsyrpa Taflfélags Reykjavíkur hefur fest sig í sessi undanfarin misseri og fer nú af stađ ţriđja áriđ í röđ. Mót syrpunnar í vetur verđa fimm talsins og hefur umferđum hvers móts veriđ fjölgađ í sjö.

Fimmta mót Bikarsyrpunnar hefst föstudaginn 17. mars og stendur til sunnudagsins 19. mars. Tefldar eru 7 umferđir eftir svissnesku kerfi. Tímamörk eru 30 mínútur + 30 sekúndur á hvern leik og geta skákirnar ţví varađ í allt ađ tvćr klukkustundir. Ţó svo mikilvćgt sé ađ börnin vandi sig og noti tímann vel, ţá má gera ráđ fyrir ađ margar skákir taki mun styttri tíma.

Teflt verđur í einum flokki og hvetjum viđ stelpur jafnt sem stráka til ađ koma og spreyta sig í lokamóti Bikarsyrpunnar ţennan veturinn.

Fyrir börn sem vilja taka framförum í skák ţá er gott ađ byrja sem fyrst ađ tefla í kappskákmótum, en hingađ til hefur ţeim börnum sem vilja tefla á “alvöru mótum” einkum stađiđ til bođa ađ taka ţátt í opnum mótum. Ţar er styrkleikamunur oft mikill og mótin taka langan tíma, auk ţess sem mörgum börnum óar viđ tilhugsuninni um ađ tefla viđ fullorđna á sínum fyrstu kappskákmótum. Bikarsyrpan er svariđ viđ ţví. Ţessi mótaröđ TR er ekki síđur sniđin ađ ţörfum ţeirra barna sem dreymir um ađ nćla sér í sín fyrstu skákstig.

Einungis börn á grunnskólaaldri (fćdd áriđ 2001 eđa síđar) sem ekki hafa náđ 1600 alţjóđlegum skákstigum geta tekiđ ţátt í mótum Bikarsyrpunnar. Ţannig er styrkleikamunurinn minni en ella og börnin njóta ţess betur ađ tefla. Tímamörkin eru jafnframt styttri, og henta börnum betur en langar 90 mínútna skákir sem tíđkast á hefđbundnum kappskákmótum fullorđinna. Mótin uppfylla öll skilyrđi Alţjóđa skáksambandsins FIDE og eru reiknuđ til alţjóđlegra skákstiga.

Dagskrá Bikarsyrpu V:

1. umferđ: 17. mars kl. 17.30 (fös)
2. umferđ: 18. mars kl. 10.00 (lau)
3. umferđ: 18. mars kl. 13.00 (lau)
4. umferđ: 18. mars kl. 16.00 (lau)
5. umferđ: 19. mars kl. 10.00 (sun)
6. umferđ: 19. mars kl. 13.00 (sun)
7. umferđ: 19. mars kl. 16.00 (sun)

Verđlaunaafhending fer fram strax ađ lokinni síđustu umferđ, bćđi fyrir lokamótiđ og samanlagđan árangur í mótunum fimm í vetur.

Tvćr yfirsetur (bye) eru leyfđar í umferđum 1-5 og fćst 1/2 vinningur fyrir hvora yfirsetu. Tilkynna ţarf skákstjóra um yfirsetu fyrir lok umferđarinnar á undan.

Ţátttökugjald í mótiđ er 1.500kr. Börn sem eru félagar í TR greiđa ekki ţátttökugjald.

Sigurvegari mótsins hlýtur ađ launum bikar. Verđlaunapeningur eru veittur fyrir 2. sćti og 3. sćti. Sérstök verđlaun verđa veitt nćsta vor fyrir samanlagđan árangur í mótunum fimm, ţar á međal er veglegur farandbikar. Ţá verđa veitt sérstök verđlaun fyrir samanlagđan árangur fyrir börn sem eru félagar í TR, en ţađ eru einkatímar hjá einhverjum af sterkustu skákmönnum félagsins; 1. sćti gefur 5 einkatíma, 2. sćti gefur 3 einkatíma og 3. sćti gefur 2 einkatíma.

Vinsamlegast skráiđ ţátttakendur sem fyrst, ţađ hjálpar til viđ undirbúning mótsins. Hlökkum til ađ sjá ykkur!

Skákstjórn: Ţórir Benediktsson (867 3109).

Skráningarform

Skráđir keppendur


Íslandsmót grunnskólasveita fer fram 25. og 26. mars

Íslandsmót grunnskóla 8.–10. bekkur 2017 fer fram í Rimaskóla dagana 25. og 26. mars. Tefldar verđa 7-9 umferđir eftir fjölda ţátttökusveita. Teflt verđur eftir svissneska kerfinu. Fimm á laugardegi og fjórar á sunnudegi Umhugsunartími verđur 10 mínútur á skák fyrir hvern keppenda auk fimm sekúnda viđbótatartíma á hvern leik. Tafliđ hefst kl. 13 á laugardeginum en kl. 11 á sunnudeginum.

Hver skóli getur sent fleiri en eina sveit. Í hverri sveit eru fjórir skákmenn. Keppendur skulu vera í 8.–10. bekk. Ef sérstaklega efnilegir skákmenn finnast í 1.–7. bekk er ţeim leyfilegt ađ tefla međ sínum skóla en ţá ađeins í a-sveit hans! Í hverri sveit mega vera allt ađ ţrír varamenn.

Ţátttökugjöld kr. 7.500.- á sveit.  Ţó ekki hćrri en kr. 15.000.- fyrir hvern skóla.

Veitt verđa verđlaun fyrir efstu b-e sveitir ásamt verđunum fyrir efstu sveitir af landsbyggđinni.

Veitt verđa borđaverđlaun fyrir bestan árangur á 1.-4. borđi. 

Tvćr efstu sveitirnar fá keppnisrétt til ţátttöku á Norđurlandamóti grunnskólasveita sem fram fer í september nćstkomandi Í Íslandi

Skráning fer fram á Skák.is

Skráningu skal lokiđ í í síđasta lagi 23. apríl

Ath. Áríđandi er ađ sveitirnar séu skráđar fyrirfram.

Upplýsingar um ţegar skráđar sveitir má finna hér.

 


Álfhólsskóli Íslandsmeistarar!

alfhols

Íslandsmót barnaskóla 4. – 7. bekkur fór fram í Grindavík um liđna helgi. Teflt var viđ góđar ađstćđur í Grunnskóla Grindavíkur. Skáknefnd UMFG og Skákakademía Reykjavíkur önnuđust mótshaldiđ. Tuttugu og ein sveit tók ţátt í mótinu og ţar af fjórar frá Suđurnesjum. Tefldar voru átta umferđir međ tíu mínútna umhugsunartíma auk tveggja viđbótarsekúnda viđ hvern leik. Fyrirfram mátt búast viđ sterkum sveitum frá Ölduselsskóla, Áfhólsskóla og Rimaskóla. Sú varđ raunin og sköruđu ţessar sveitir nokkuđ fram úr.

Sveit Álfhólsskóla tók snemma forystu í mótinu og náđi ađ leggja ađ velli bćđi sveit Ölduselsskóla og Rimaskóla. Sveitin gerđi jafntefli viđ efnilega sveit Vatnsendaskóla en náđi ađ vinna síđustu ţrjár umferđirnar 4-0 og sigldi ţannig titlinum örugglega í höfn. Baráttan um annađ sćtiđ var mjög spennandi. Annađ sćtiđ skipti miklu máli ţar sem ţađ gaf keppnisrétt á Norđurlandamót barnaskóla sem haldiđ verđur á Íslandi í haust. Fyrir síđustu umferđina voru sveitir Ölduselsskóla og Rimaskóla hnífjafnar. Harđskeytt sveit Hörđuvallaskóla náđi tveimur vinningum af Grafarvogspiltum á međan Ölduselsskóli vann 4-0 og fara ţví Breiđhyltingar á Norđurlandamótiđ.

Sveit Íslandsmeistarana skipa: Róbert Luu, Ísak Orri Karlsson, Alexander Már Bjarnţórsson, Gabríel Sćr Bjarnţórsson og Rayan Sharifa. Ţjálfari og liđsstjóri er Lenka Ptacnikova.

B-sveit Háteigsskóla varđ efst b-sveita og c-sveit Grunnskóla Grindavíkur var bćđi efst c-sveita og landsbyggđarsveita.

Borđaverđlaun hlutu Róbert Luu Álfhólsskóla á fyrsta borđi međ fullt hús, Hilmir Arnarson Rimaskóla og Adam Omarsson Háteigsskóla á öđru borđi međ sjö vinninga af átta, Baltasar Máni Ölduselsskóla á ţriđja borđi međ sex vinninga af sjö og Sigurđur Bergvin Grunnskóla Grindavíkur á fjórđa borđi međ sex vinninga af átta.

Skákstjórar voru Stefán Bergsson og Siguringi Sigurjónsson.

Myndaalbúm má finna hér.

Lokastöđuna má finna á Chess-Results.


Björgvin efstur á Öđlingamótinu

IMG_9060

Hún var hörđ baráttan í ţriđju umferđ Skákmóts öđlinga sem fram fór sl. miđvikudagskvöld en ţegar klukkan nálgađist 23. stund sólarhringsins var enn stćrstur hluti bardaganna í gangi. Á efsta borđi mćttust hinir reynslumiklu jaxlar, Ögmundur Kristinsson (2015) og Gunnar K. Gunnarsson (2115), í hörkuskák ţar sem Gunnar virtist vera ađ fá nokkuđ vćnlega stöđu. Úr varđ mikil spenna og eftir allnokkrar tilfćringar manna á hinu köflótta borđi var liđskipan ţannig ađ Ögmundur hafđi tvo hróka gegn hćstvirtri drottningu Gunnars auk ţess sem hvor keppandi hafđi yfir nokkrum peđum ađ ráđa. Eftir ţađ reyndist höfđingjunum ómögulegt ađ bćta stöđur sínar svo nokkru nćmi og voru sverđ ţví slíđruđ síđla kvölds. Skiptur hlutur niđurstađan.

Sömu sögu má segja um viđureign Ţórs Valtýssonar (1962) og Siguringa Sigurjónssonar (2021) á öđru borđi. Eftir harđa rimmu var samiđ jafntefli ţegar út í hnífjafnt endatafl var komiđ. Raunar lauk fimm orrustum af sjö á efstu borđum međ jafntefli en ţađ voru ađeins Fide-meistarinn Ingvar Ţór Jóhannesson (2377) og Björgvin Víglundsson (2185) sem höfđu betur gegn sínum andstćđingum; Ingvar gegn Kristni Jóni Sćvaldssyni (1934) og Björgvin gegn Magnúsi Matthíassyni (1694).

Stađan er nú ţannig ađ áđurnefndur Björgvin er efstur međ fullt hús vinninga en fimm keppendur koma í humátt međ 2,5 vinning. Fjórđa umferđ fer fram nćstkomandi miđvikudagskvöld og ţá verđur stórviđureign á fyrsta borđi ţar sem Björgvin stýrir hvítu mönnunum gegn Ingvari. Einnig mćtast m.a. höfđingjarnir Gunnar og Ţór og Siguringi etur kappi viđ Ögmund.


Hrađkvöld hjá Hugin í kvöld

Hrađkvöld Hugins í Mjóddinni verđur mánudaginn 13. mars nk. og hefst tafliđ kl. 20:00. Tefldar verđa 7-10 umferđir međ umhugsunartímanum 4 mínútur + 3 sekúndur á hvern leik eđa 5 mínútur + 3 sekúndur á hvern leik eftir fjölda umferđa. Teflt er í félagsheimili Hugins í Álfabakka 14a í Mjóddinni. Hrađkvöldiđ verđur reiknađ til hrađskákstiga. Í vetur verđa svo hrađkvöldin fyrsta og síđasta mánudag í hverjum mánuđi ađ ţví undanskildu ţegar mánudag ber upp á stórhátíđ eđa ađrir viđburđir eru til stađar..

Sigurvegarinn á hrađkvöldinu fćr í verđlaun máltíđ fyrir einn á Saffran eđa pizzu frá Dominos Einnig verđur dreginn út af handahófi annar keppandi sem einnig fćr sama val. Ţar eiga allir jafna möguleika, án tillits til árangurs á mótinu.

Ţátttökugjöld eru kr. 300 fyrir félagsmenn (kr. 200 fyrir 15 ára og yngri) og kr. 500 fyrir ađra (kr. 300 fyrir 15 ára og yngri).


Jón Kristinn hrađskákmeistari Akureyrar

Tíu skákkempur mćttu til leiks í dag, 12. mars til ađ skera úr um ţađ hver myndi hampa titlinum "Hrađskákmeistari Akureyrar" nćsta áriđ. Hart var barist og spenna mikil og var mönnum nú skammtađar fjórar mínútur á skákina og tvćr sekúndur ađ auki fyrir hvern leik (4-2). Ţá var mótiđ og reiknađ til alţjóđlegra hrađskákstiga, sem jók vitanlega mjög á taugatitring í hópi keppenda.

Eins og venjulega tók Jón Kristinn Ţorgeirsson forystuna, en nokkrir félagar hans voru ţó skammt undan. Kvađ svo rammt ađ ţessu ađ ef Jón hefđi tapađ skák sinni viđ Áskel Örn Kárason í síđustu umferđ hefđi sigurinn falliđ ţeim síđarnefnda í skaut. Leit lengi út fyrir ađ svo fćri, en ađ lokum mátti snerpa unga mannsins sín meira og hann hafđi sigur, eins og undantekningarlaust á öđrum mótum vetrarins. Jón fékk sumsé átta vinninga, Andri Freyr Björgvinsson sjö, en ţeir Áskell og Sigurđur Arnarson sex og hálfan. Töfluna má sjá á Chess-results. 


Sćbjörn sterkur í Stangarhyl

Ćsir tefldu sinn 20 skákdag vetrarins síđasta ţriđjudag. Sćbjörn G Larsen varđ efstur međ 8 vinninga af 10 mögulegum. Í öđru sćti varđ Ingimar Halldórsson međ 7,5 vinninga og Ţór Valtýsson varđ í ţriđja sćti međ 7 vinninga.

Röđ nćstu manna

  • 4      Stefán Ţormar 6,5
  • 5-9    Kristján Stefánsson 6
  •        Kristinn Bjarnason 6
  •        Guđfinnur R Kjartansson 6
  •        Valdimar Ásmundsson 6
  •        Axel Skúlason 6
  • 10-12  Gunnar Örn Haraldsson 5,5
  •        Jóhann Larsen 5,5
  •        Finnur Kr Finnsson 5,5

 

Nćstu 16 fengu ađeins fćrri vinninga ađ ţessu sinni. Nćsta ţriđjudag, 14 mars, höldum viđ Meistaramót Ása. Ögmundur Kristinsson varđ meistari Ása 2016 og líka 2015

Allir skákmenn 60+ eru velkomnir til leiks. Viđ fögnum hverju nýju andliti sem gengur í salinn. Viđ teflum í Stangarhyl 4, félagsheimili F E B

Skákin hefst alltaf stundvíslega kl. 13.00. Tefldar 10 umferđir međ 10 mín. umhugsun.


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.6.): 14
  • Sl. sólarhring: 30
  • Sl. viku: 205
  • Frá upphafi: 8766355

Annađ

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 135
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband