Leita í fréttum mbl.is

Bloggfćrslur mánađarins, febrúar 2013

Ipatov međ fyrirlestur í Hörpu í hádeginu

Ipatov - CheparinovAlexander Ipatov frá Tyrklandi mun flytja hádegisfyrirlestur í Hörpu á fimmtudaginn kemur. Alexander sem nú teflir á Reykjavíkurskákmótinu er ríkjandi heimsmeistari 20ára og yngri og hefur nálćgt 2600 ELO-stig.

Alexander kemur afar vel fyrir og er prúđur piltur, talar góđa ensku og hefur mikinn áhuga á fótbolta. Í fyrirlestri sínum mun hann fara yfir mörg atriđi sem hafa komiđ honum ţangađ sem hann er í dag.

Hversu mörg mót fór hann á ţegar hann var yngri? Hve mikiđ ćfđi hann sig sjálfur ţegar hann var 12ára gamall? Hefur skákin hjálpađi honum í námi?

Fyrirlesturinn er afar fróđlegur fyrir alla ţá sem koma ađ skákiđkun barna; foreldra, félagsfólk, kennara, ţjálfara og fleiri.

Fyrirlesturinn verđur í skákskýringarsalnum í Hörpu og hefst um 12:00 fimmtudaginn 21. febrúar.


N1 Reykjavíkurskákmótiđ: Navara náđi jafntefli gegn Friđrik - Hjörvar međal efstu manna međ fullt hús

Friđrik og Navara - Guđmundur Sigurjónsson fylgist međFriđrik Ólafsson, fyrsti stórmeistari Íslendinga, var mađur 3. umferđar á N1 Reykjavíkurskákmótinu í Hörpu. Friđrik, sem er 78 ára, mćtti David Navara, 27 ára ofurstórmeistara frá Tékklandi og var međ mun betri stöđu eftir um 30 leiki. Í miklu tímahraki tók Friđrik ţann kost ađ bjóđa jafntefli, sem var snarlega ţegiđ. Friđrik hefur fariđ afar vel af stađ á mótinu, en hann var međal keppenda ţegar fyrsta Reykjavíkurskákmótiđ var haldiđ áriđ 1964.

Ţröstur Ţórhallsson hélt kínverska snillingnum Bu Xingzhai í mikilli klemmu, og ađeins mjög nákvćm vörn Kínverjans tryggđi honum jafntefli.
 
Fimmtán skákmenn eru efstir og jafnir međ 3 vinninga eftir ţrjár umferđir. Í ţeim hópi er Hjörvar IMG 6913Steinn Grétarsson, stigahćsti Íslendingurinn á mótinu, sem lagđi bandaríska meistarann Bob Beeke. Tuttugu og tveir skákmenn hafa 2,5 vinning og í ţeim hópi eru stórmeistararnir Ţröstur Ţórhallsson, Hannes Hlífar Stefánsson og Stefán Kristjánsson. Hannes, sem hefur sigrađ fimm sinnum á Reykjavíkurskákmótinu, fór á kostum í glćsilegri fórnarskák.
 
Fleiri athyglisverđ úrslit litu dagsins ljós. Ivan Sokolov, tvöfaldur sigurvegari á Reykjavíkurmótinu, steinlá fyrir bandaríska FIDE-meistaranum Jayakumar, og var hollenski meistarinn hreint ekki sáttur viđ taflmennsku sína. Heiđursfélagi Skáksambandsins, Gylfi Ţórhallsson, gerđi jafntefli viđ ţýskan alţjóđameistara og Dagur Ragnarsson, 15 ára, gerđi ţriđja jafntefliđ í röđ viđ mun stigahćrri meistara. Ţá vann hinn ungi TR-ingur Jakob Alexender Petersen hollenskan skákmeistara, sem var til muna stigahćrri.
 
IMG 6966Ţá vakti ánćgjulega athygli ađ Böđvar Böđvarsson, nćstelsti keppandi mótsins sem jafnframt teflir nú á fyrsta alţjóđlega skámótinu sínu, á 77. aldursári, gerđi jafntefli viđ argentínskan meistara sem er 400 stigum hćrri en Böđvar.
 
Keppendur á N1 Reykjavíkurskákmótinu eru alls 227 frá 37 löndum. Mótiđ hefur aldrei veriđ fjölmennara og mjög er međ ţví fylgst víđa um heim. Búiđ er ađ tefla ţrjár umferđir af tíu, en mótinu lýkur miđvikudaginn 27. febrúar. Aldrei hafa fleiri stórmeistarar teflt á skákmóti á Íslandi og er Reykjavíkurmótiđ nú hiđ fjölmennasta í hálfrar aldar sögu.
 
Međal ţeirra 15 skákmanna sem hafa sigrađ í fyrstu ţremur umferđunum eru Anish Giri frá Hollandi,IMG 6938 sem er stigahćsti skákmađur mótsins, og kínversku snillingarnir Wei Yi og Yu Yangyi, sem fóru á kostum í landskeppninni gegn Íslandi um síđustu helgi. Í ţessum hópi eru líka Wesley So, 19 ára frá Filippseyjum og einn besti skákmađur Asíu, og Frakkinn Maxime Vachier-Lagrave.
 
Fjórđa umferđ hefst í Hörpu klukkan 16.30. Međal áhugaverđra viđureigna má nefna skák Hjörvars Steins Grétarssonar og Wesley So; Hannes Hlífar Stefánsson teflir viđ Bu Xiangzhi, en Friđrik Ólafsson mćtir ţýska skákmanninum Frank Drill. Ţá verđur án efa gaman ađ fylgjast međ viđureign Íslandsmeistarans Ţrastar Ţórhallssonar og og Gawain Jones, en alls verđa tefldar um 113 skákir á mótinu  á morgun.


Dúndurstuđ á N1 Reykjavíkurskákmótinu!

Skákskýringar Ingvars Ţórs og Helga Ólafssonar klukkan 18. 

Meistarinn og skákdrottningarnarFjölmargar skemmtilegar og spennandi skákir standa nú yfir í 3. umferđ N1 Reykjavíkurmótsins, sem hófst klukkan 17.30. Segja má ađ ósvikin dúndurstemmning ríki í Hörpu, ţví ćfingar standa yfir á efri hćđinni, ţar sem íslensku tónlistarverđlaunin verđa veitt í kvöld.

Margir fylgjast međ skák Friđriks Ólafssonar og David Navara, auk ţess sem gaman er ađ fylgjast međ glímu Íslandsmeistarans Ţrastar Ţórhallssonar viđ kíverska ofurstórmeistarann geđţekka, Bu Xiangzhi.

Bođiđ verđur upp á skákskýringar klukkan 18 í umsjón skákmeistaranna Ingvars Ţór Jóhannessonar og Helga Ólafssonar. Teflt verđur fram eftir kvöldi og eru áhorfendur hjartanlega velkomnir.

Úrslit 3. umferđar

Myndaalbúm frá 2. umferđ

Heimasíđa N1 Reykjavíkurmótsins

Myndaalbúm frá 3. umferđ


Tímaritiđ Skák komiđ út!

 

Tímaritiđ Skák 2013

Tímaritiđ Skák
er komiđ út. Áskrifendur, sem hafa ţegar greitt fyrir áskrift, geta nálgast ţađ í Hörpu í dag og á morgun ţar sem ţađ verđur einnig selt í lausasölu.

Blađiđ verđur sent í pósti ţeim áskrifendum sem svo kjósa og hafa og ţeim sem ekki sćkja ţađ í Hörpu.

Hér er um ársrit ađ rćđa - yfirlit yfir skákáriđ 2012-2013. Skyldulesning allra er láta sig íslenskt skáklíf einhverju varđa. 

Í blađinu kennir ýmissa grasa og víđa verđur drepiđ niđur fćti. Ţar má m.a. finna: 

  • Viđtal viđ Friđrik Ólafsson
  • Arabískt mát
  • Jóhann Hjartarson fimmtugur
  • Skákţing Íslands
  • Ólympíumótiđ í Istanbúl
  • Skákmađur ársins
  • Og margt fleira.

 

Tímaritiđ Skák - efnisyfirlit

Gođum líkir Mátar bjóđa lesendum í tímaferđalag međ greinarhöfundum um íslenskar skáklendur síđasta árs. Ţar verđur áđ viđ helstu vörđurnar og hlaupiđ upp á fell og skimađ yfir skáklífiđ.

 


Ţrír Íslendingar međ fullt hús á N1 Reykjavíkurmótinu: Friđrik mćtir Navara í 3. umferđ!

IMG 6896Ţrír Íslendingar eru međ fullt hús eftir tvćr umferđir á N1 Reykjavíkurskákmótinu, en annarri umferđ var ađ ljúka. Ţetta eru Íslandsmeistarinn Ţröstur Ţórhallsson og alţjóđlegu meistararnir Hjörvar Steinn Grétarsson og Guđmundur Kjartansson. Í ţriđju umferđ, sem hefst í Hörpu klukkan 16.30 í dag, teflir Ţröstur viđ kínverska ofurstórmeistarann Bu Xiangzhi, Guđmundur mćtir hollenska stórmeistaranum Erwin L´ami og Hjörvar Steinn glímir viđ alţjóđameistarann Bob Beeke.

Augu flestra munu örugglega beinast ađ skák Friđriks Ólafssonar sem hefur hvítt gegn hinum unga og gríđarlega stigaháa David Navara frá Tékklandi.

2. umferđ var bráđskemmtileg og spennandi. Dagur Arngrímssson tefldi viđ Anish Giri, stigahćsta keppanda mótsins, og tapađi eftir harđa baráttu. Björn Ţorfinnsson tefldi afar skemmtilega skák viđ Frakkann Vachier-Lagrave og varđ líka ađ játa sig sigrađan.

Nokkuđ var um óvćnt úrslit og íslensku krakkarnir á mótinu stóđu sig međ sóma. Nansý Davíđsdóttir, 11 ára, sigrađi ţýskan skákmann, ţrátt fyrir 400 skákstiga mun, og Gauti Páll Jónsson sigrađi Bjarna Sćmundsson, ţrátt fyrir mikinn stigamun. Dawid Kolka og Veronika Steinunn Magnúsdóttir gerđu jafntefli viđ mun stigahćrri andstćđinga.

Íslensku stórmeisturunum gekk misjafnlega. Friđrik Ólafsson og Hannes Hlífar Stefánsson nýttu sér ţann rétt ađ sitja yfir í eina umferđ og spöruđu ţannig kraftana fyrir síđdegisumferđina. Ţröstur sigrađi, sem fyrr sagđi, en Henrik Danielsen tapađi óvćnt fyrir Bob Beeke. Ţá gerđi Stefán Kristjánsson jafntefli viđ hinn unga og efnilega Wang Yiye frá Kína.

Ađstćđur á N1 Reykjavíkurskákmótinu er frábćrar og eru áhorfendur hvattir til ađ fjölmenna á 3. umferđina sem stendur fram á kvöld. Búast má viđ heilmiklu fjöri á öllum hćđum í Hörpu, enda verđa íslensku tónlistarverđlaunin afhent í kvöld međ tilheyrandi lúđraţyt og söng.

Úrslit 3. umferđar

Myndaalbúm frá 2. umferđ

Heimasíđa N1 Reykjavíkurmótsins


Ćsispennandi skákir Íslendinga viđ erlendu ofurmeistarana

IMG 6900Spennan er rafmögnuđ í Hörpu, nú ţegar margar skákir 2. umferđar eru ađ ná hámarki. Dagur Arngrímsson og Anish Giri eru í hörkubaráttu á efsta borđi, og Björn Ţorfinnsson verst fimlega í erfiđri stöđu gegn franska ofurstórmeistarann Lagrave.

Tékkneski meistarinn David Navara (2710), ţriđji stigahćsti mađur mótsins, varđ ađ sćtta sig viđ jafntefli gegn hina ungu Gulnar Mammadova (2369) frá Azerbćjan, og kínverski snillingurinn Ding Liren komst á sigurbraut, međ ţví ađ leggja Tinnu Kristínu Finnbogadóttur.

        

Íslenska heimavarnarliđiđ á enn eftir ađ leggja stórmeistara í ţessari umferđ, en hin 11 ára Nansý Davíđsdóttir (1479 stig) gladdi áhorfendur međ sigri gegn Ţjóđverjanum Joerg Mehringer, sem er 429 skákstigum hćrri!

Myndir frá 2. umferđ.

Úrslit á Chess Results.

 


Vetrarleyfisskákmót Fjölnis og Gufunesbćjar í Hlöđunni n.k. föstudag kl. 12:30

Vetrarleyfismótiđ í GufunesbćPítsur, bíómiđar, skíđakort í Bláfjöll, sundlaugakort í Reykjavíkurlaugum og  nammipokar frá Nettó eru međal ţeirra 15 - 20  eftirsóttu vinninga sem í bođi verđa á ţriđja Vetrarleyfisskákmóti Fjölnis og Gufunesbćjar sem fram fer í Hlöđunni viđ Gufunesbć viđ hliđina á Ćvintýragarđinum í Grafarvogi. Mótiđ hefst kl. 12:30 föstudaginn 22. febrúar. Allir grunnskólakrakkar í 1. - 7. bekk á landinu hafa ţátttökurétt og eru ţeir beđnir um ađ mćta tímanlega til skráningar.

Í Hlöđunni er góđ ađstađa fyrir skákmót og tilvaliđ fyrir alla á barnaskólaaldri, stráka og stelpur, ađ skemmta sér í vetrarleyfinu og  vera međ á Hlöđumótinu og freista ţess ađ fá vinning. Tefldar verđa 6 umferđir međ 6 mínútna umhugsunartíma. Ađ vanda er ţátttaka á skákmótum Fjölnis ókeypis. Hćgt verđur ađ kaupa veitingar á stađnum.

 


Harpar iđar af skáklífi: Bein útsending frá 2. umferđ N1 Reykjavíkurmósins

IMG_68812. umferđ N1 Reykjavíkurskákmótsins hófst klukkan 9.30 í morgun og stendur nú sem hćst. Margar spennandi skákir eru í gangi. Á efsta borđi glíma Anish Giri, stigahćsti mađur mótsins, og Dagur Arngrímsson. Björn Ţorfinnsson teflir viđ franska ofurstórmeistarann Vachier-Lagrave.

IMG_6885Hćgt er ađ fylgjast međ beinum útsendingum frá 29 efstu borđunum. Á heimasíđu N1 Reykjavíkurmótsins er sömuleiđis útsending úr Hörpu, fréttir frá mótinu og upplýsingar um ţetta stćrsta skákmót ársins á Íslandi.

IMG_68923. umferđ hefst klukkan 16.30 í dag. Áhorfendur eru velkomnir í Hörpu og ađgangur er ókeypis. Ađstćđur eru frábćrar og mótiđ hefur fariđ mjög vel af stađ.

Beinar útsendingar:

1. til 4. borđ
5. til 13. borđ
14. til 29. borđ


Heimsmeistari ungmenna - Alexander Ipatov međ fyrirlestur í Hörpu

Ipatov - CheparinovAlexander Ipatov frá Tyrklandi mun flytja hádegisfyrirlestur í Hörpu á fimmtudaginn kemur. Alexander sem nú teflir á Reykjavíkurskákmótinu er ríkjandi heimsmeistari 20ára og yngri og hefur nálćgt 2600 ELO-stig.

Alexander kemur afar vel fyrir og er prúđur piltur, talar góđa ensku og hefur mikinn áhuga á fótbolta. Í fyrirlestri sínum mun hann fara yfir mörg atriđi sem hafa komiđ honum ţangađ sem hann er í dag.

Hversu mörg mót fór hann á ţegar hann var yngri? Hve mikiđ ćfđi hann sig sjálfur ţegar hann var 12ára gamall? Hefur skákin hjálpađi honum í námi?

Fyrirlesturinn er afar fróđlegur fyrir alla ţá sem koma ađ skákiđkun barna; foreldra, félagsfólk, kennara, ţjálfara og fleiri.

Fyrirlesturinn verđur í skákskýringarsalnum í Hörpu og hefst um 12:00 fimmtudaginn 21. febrúar.


Vignir Vatnar efstur á Hellisćfingu - Baldur Teodor og Hilmir Freyr unnu tvö síđustu sćtin á Reykjavík Barnablitz

Hellisćfingin í gćr mánudaginn 18. febrúar var engin venjuleg ćfing. Auk ţess ađ vera hefđbundin barna- og unglingaćfing var um ađ rćđa forkeppni fyrir Reykjavik Barnabiltz sem gaf tvö síđustu sćtin í ţá keppni. Ţađ sást líka á keppendalistanum en sennilega var um ađ rćđa eina sterkustu ćfingu sem haldin hefur veriđ lengi í Hellisheimilinu.

Tefldar voru sex umferđir međ sjö mínútna umhugsunartíma. Ađ loknum ţessum sex umferđum stóđ Vignir Vatnar Stefánsson uppi sem sigurvegari međ  fullu húsi eđa 6 vinninga í jafn mörgum skákum. Annar varđ Baldur Teodor Petersson međ 5v. Baldur Teodor er systursonur hins ötula skákstjóra og formanns TG Páls Sigurđssonar og býr í Svíţjóđ en er kominn gagngert til landsins til ađ tefla á Reykjavíkurskákmótinu ásamt vini sínum Milton Pantzar sem einnig tók ţátt í ćfingunni. Nćstir komu svo Dawid Kolka og Hilmir Freyr Heimisson međ 4,5v en Dawid fékk ţriđja sćtiđ eftir stigaútreikning.

Vignir Vatnar og Dawid höfđu áđur tryggt sér sćti á Reykjavík Barnablitz ţannig ađ tvö síđustu sćtin komu í hlut Baldurs Teodors Petersson og Hilmis Freys Heimissonar. Ţađ er ţví ljóst hverjir munu taka ţátt í úrslitum á Reykjavik Barnabliz en ţađ eru: Dawid Kolka, Felix Steinţórsson og Hilmir Freyr Heimisson úr Taflfélaginu Helli, Baldur Teodor Petersson úr TG, Björn Hólm Birkisson og Vignir Vatnar Stefánsson úr TR og Nansý Davíđsdóttir og Ţorsteinn Magnússon úr Fjölni. Úrslitin í Reykjavík Barnablitz verđa í Hörpunni laugardaginn 23. febrúar.

Nćsta ćfing verđur svo mánudaginn 25. febrúar nk. og hefst kl. 17.15. Ţađ breytir engu ţótt margir sem hafa tekiđ ţátt í og séđ um ćfingarnar séu fjarverandi međan á Reykjavíkurskákmótinu stendur. Ţađ kemur bara mađur í manns stađ. Ćfingarnar eru haldnar í Álfabakka 14a í Mjóddinni, gengiđ inn á milli Subway og Föken Júlíu og salurinn er á ţriđju hćđ.

« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.6.): 0
  • Sl. sólarhring: 39
  • Sl. viku: 189
  • Frá upphafi: 0

Annađ

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 166
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband