Leita í fréttum mbl.is

N1 Reykjavíkurskákmótiđ: Navara náđi jafntefli gegn Friđrik - Hjörvar međal efstu manna međ fullt hús

Friđrik og Navara - Guđmundur Sigurjónsson fylgist međFriđrik Ólafsson, fyrsti stórmeistari Íslendinga, var mađur 3. umferđar á N1 Reykjavíkurskákmótinu í Hörpu. Friđrik, sem er 78 ára, mćtti David Navara, 27 ára ofurstórmeistara frá Tékklandi og var međ mun betri stöđu eftir um 30 leiki. Í miklu tímahraki tók Friđrik ţann kost ađ bjóđa jafntefli, sem var snarlega ţegiđ. Friđrik hefur fariđ afar vel af stađ á mótinu, en hann var međal keppenda ţegar fyrsta Reykjavíkurskákmótiđ var haldiđ áriđ 1964.

Ţröstur Ţórhallsson hélt kínverska snillingnum Bu Xingzhai í mikilli klemmu, og ađeins mjög nákvćm vörn Kínverjans tryggđi honum jafntefli.
 
Fimmtán skákmenn eru efstir og jafnir međ 3 vinninga eftir ţrjár umferđir. Í ţeim hópi er Hjörvar IMG 6913Steinn Grétarsson, stigahćsti Íslendingurinn á mótinu, sem lagđi bandaríska meistarann Bob Beeke. Tuttugu og tveir skákmenn hafa 2,5 vinning og í ţeim hópi eru stórmeistararnir Ţröstur Ţórhallsson, Hannes Hlífar Stefánsson og Stefán Kristjánsson. Hannes, sem hefur sigrađ fimm sinnum á Reykjavíkurskákmótinu, fór á kostum í glćsilegri fórnarskák.
 
Fleiri athyglisverđ úrslit litu dagsins ljós. Ivan Sokolov, tvöfaldur sigurvegari á Reykjavíkurmótinu, steinlá fyrir bandaríska FIDE-meistaranum Jayakumar, og var hollenski meistarinn hreint ekki sáttur viđ taflmennsku sína. Heiđursfélagi Skáksambandsins, Gylfi Ţórhallsson, gerđi jafntefli viđ ţýskan alţjóđameistara og Dagur Ragnarsson, 15 ára, gerđi ţriđja jafntefliđ í röđ viđ mun stigahćrri meistara. Ţá vann hinn ungi TR-ingur Jakob Alexender Petersen hollenskan skákmeistara, sem var til muna stigahćrri.
 
IMG 6966Ţá vakti ánćgjulega athygli ađ Böđvar Böđvarsson, nćstelsti keppandi mótsins sem jafnframt teflir nú á fyrsta alţjóđlega skámótinu sínu, á 77. aldursári, gerđi jafntefli viđ argentínskan meistara sem er 400 stigum hćrri en Böđvar.
 
Keppendur á N1 Reykjavíkurskákmótinu eru alls 227 frá 37 löndum. Mótiđ hefur aldrei veriđ fjölmennara og mjög er međ ţví fylgst víđa um heim. Búiđ er ađ tefla ţrjár umferđir af tíu, en mótinu lýkur miđvikudaginn 27. febrúar. Aldrei hafa fleiri stórmeistarar teflt á skákmóti á Íslandi og er Reykjavíkurmótiđ nú hiđ fjölmennasta í hálfrar aldar sögu.
 
Međal ţeirra 15 skákmanna sem hafa sigrađ í fyrstu ţremur umferđunum eru Anish Giri frá Hollandi,IMG 6938 sem er stigahćsti skákmađur mótsins, og kínversku snillingarnir Wei Yi og Yu Yangyi, sem fóru á kostum í landskeppninni gegn Íslandi um síđustu helgi. Í ţessum hópi eru líka Wesley So, 19 ára frá Filippseyjum og einn besti skákmađur Asíu, og Frakkinn Maxime Vachier-Lagrave.
 
Fjórđa umferđ hefst í Hörpu klukkan 16.30. Međal áhugaverđra viđureigna má nefna skák Hjörvars Steins Grétarssonar og Wesley So; Hannes Hlífar Stefánsson teflir viđ Bu Xiangzhi, en Friđrik Ólafsson mćtir ţýska skákmanninum Frank Drill. Ţá verđur án efa gaman ađ fylgjast međ viđureign Íslandsmeistarans Ţrastar Ţórhallssonar og og Gawain Jones, en alls verđa tefldar um 113 skákir á mótinu  á morgun.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gegn Friđriki (ţgf).

Smári R (IP-tala skráđ) 21.2.2013 kl. 13:33

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 21
  • Sl. sólarhring: 32
  • Sl. viku: 220
  • Frá upphafi: 8765235

Annađ

  • Innlit í dag: 11
  • Innlit sl. viku: 122
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband