Leita í fréttum mbl.is

Norđurlandamótiđ: Hörđuvallaskóli efstur ásamt Dönum

IMG_0852[1]Ađ lokinni annarri umferđ Norđurlandamótsins á Laugum í Sćlingsdal er Hörđuvallaskóli í fyrsta til öđru sćti í eldri flokki ásamt danskri sveit. Báđar sveitirnar hafa sex og hálfan vinning af átta mögulegum. Hörđuvallaskóli vann 2.5 - 1.5 sigur á finnskri sveit ţar sem Vignir Vatnar vann sigur í innan viđ tíu leikjum. Stephan Briem reyndi lengi vel ađ pressa jafnteflislega stöđu og tók á ţađ ráđ ađ bjóđa jafntefli ţegar ţađ virtist fullreynt ađ reyna ađ vinna stöđuna. Skynsamleg ákvörđun og sigur međ minnsta mun stađreynd.

Rimaskóli átti í fullu tré viđ dönsku sveitina sem er jöfn Hörđuvallaskóla ađ vinningum. Systkynin Joshúa og Nansý settu upp harđa baráttu gegn stigahćrri andstćđingum en ađeins hálfur vinningur kom í hús. Joshúa hafđi teflt glimrandi vel eftir stórsókn í Grand-Prix áras Sikileyjarvarnar en missti stöđuna niđur í jafntefli undir lokin.

Ölduselsskóli gerđi 2-2 jafntefli viđ heldur stigahćrri sveit. Góđir sigrar unnust á ţriđja og fjórđa borđi hjá ţeim Baltasar Mána og Birgi Loga sem unniđ hefur báđar sínar skákir. Anstćđingur Baltasar var um 400 stigum hćrri! Brćđurnir Stefán Orri og Óskar Víkingur töpuđu eftir góđa baráttu.

Álfhólsskóli tefldi viđ norska sveit sem var töluvert stigahćrri á öllum borđum. Alexander Már Bjarnţórsson tefldi glćsilega sóknarskák á ţriđja borđi og gaf tóninn međ góđum sigri. Á efstu tveimur borđunum voru skákirnar tefldar í botn. Róbert Luu hafđi passíva stöđu en Ísak Orri var jafnvel međ betra um hríđ. Fór svo ađ Róbert hélt jafntefli en Ísak tapađi. Ágćtis úrslit hjá Álfhólsskóla gegn stigahćrri sveit.

Stađan í yngri flokki er afskaplega jöfn og lítiđ sem ekkert um stóra sigra hingađ til.

Nánar má sjá stöđuna í flokkunum hér: http://chhttp://chess-results.com/tnr299669.aspx?lan=1ess-results.com/tnr299669.aspx?lan=1

Ţriđja umferđ verđur tefld klukkan 16:00. Beina útsending má nálgast á skaksamband.is


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 30
  • Sl. sólarhring: 39
  • Sl. viku: 258
  • Frá upphafi: 8764947

Annađ

  • Innlit í dag: 28
  • Innlit sl. viku: 176
  • Gestir í dag: 25
  • IP-tölur í dag: 21

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband