Leita í fréttum mbl.is

Skákţáttur Morgunblađsins: Heimsmeistarinn féll úr leik

Á ţađ var bent í sambandi viđ ţátttöku heimsmeistarans Magnúsar Carlsen, sem óvćnt skráđi sig til leiks á heimsbikarmótinu í Tíblisi í Georgíu, ađ hann gćti teflt undir minna álagi en ađrir ţátttakendur. Í Tíblisi er keppt um tvö sćti í áskorendamótinu sem fram á ađ fara á nćsta ári og sigurvegarinn ţar öđlast rétt til ađ skora á heimsmeistarann. Nú eru átta keppendur eftir af ţeim 128 sem hófu keppni – og Magnús er ekki ţeirra á međal! Í Georgíu hafa stigahćstu skákmenn heims falliđ úr leik hver á fćtur öđrum; í tilviki Magnúsar var ţađ Kínverjinn Xiangzhi Bu sem var ţessi örlagavaldur og ađrir frćgir sem pakkađ hafa til heimferđar fyrr en reiknađ var međ eru Kramnik, Anand, Caruana, Nakamura, Giri og Grischuk.

Kínverjar eru hiđ nýja stórveldi skákarinnar og Bu hefur lengi veriđ í flokki ţeirra fremstu og nokkrum sinnum teflt hér á landi. Hann virđist hafa gengiđ óttalaus til ţess verkefnis ađ mćta heimsmeistaranum, vann glćstan sigur í fyrri skákinni og átti aldrei í erfiđleikum í ţeirri síđari – jafntefli og niđurstađan 1˝: ˝.

Heimsbikarmótiđ í Tiblisi 2017; 3. umferđ:

Magnús Carlsen – Xiangzhi Bu

Ítalskur leikur

1. e4 e5 2. Bc4 Rf6 3. d3 Rc6 4. Rf3 Be7 5. O-O O-O 6. Bb3 d6 7. c3 Be6 8. He1 Dd7 9. Rbd2

Ítalski leikurinn nýtur mikilla vinsćlda um ţessar mundir.

9. ... Hab8!?

Dularfullur leikur.

10. Bc2 d5 11. h3 h6 12. exd5!?

Tekur af skariđ og hirđir peđiđ en Bu er viđ öllu búinn.

12. ... Rxd5 13. Rxe5 Rxe5 14. Hxe5 Bd6 15. He1

G8R11PAM115. ... Bxh3!

Án ţessarar fórnar vćri svartur einfaldlega peđi undir međ litlar bćtur. Ţađ kemur á daginn ađ ţađ er erfitt ađ ţróa hvítu stöđuna.

16. gxh3 Dxh3 17. Rf1 Hbe8 18. d4

„Vélarnar“ eiga erfitt međ ađ finna bestu leiđ hvíts en ţessi leikur er ekki lakari en 18. Bd2.

18. ... f5! 19. Bb3 c6 20. f4 Kh7 21. Bxd5?

Hér missir Magnús sitt besta tćkifćri, 21. He2!, t.d. 21. ... Rxf4 22. Hh2! og svartur neyđist í drottningauppskipti međ 22. ... Dg4+.

21. ... cxd5 22. He3 Hxe3 23. Bxe3 g5! 24. Kf2 gxf4 25. Df3

Ađ gefa manninn til baka bjargar engu en 25. Bd2 Dh4+ og 26. ... Hg8! er ekki betra.

25. ... fxe3+ 26. Rxe3 Dh2+ 27. Kf1 Hg8 28. Dxf5 Hg6 29. Ke1 h5?

Best var 29. ... Kg7! og svartur hefur vinningsstöđu. Nú varđ hvítur ađ koma hróknum í spiliđ og leika 30. Hd1.

30. Kd1 Kh6! 31. Rc2 h4 32. Re1 h3 33. Rf3 Dg2 34. Re1 Dg4+ 35. Dxg4 Hxg4 36. Rf3

Reynir ađ stöđva h-peđiđ.

G8R11PALS36. ... Hg1+!

- og hvítur gafst upp, 37. Rxg1 er svarađ međ 37. ... h2 og peđiđ rennur upp í borđ.

 

Gott gengi á EM ungmenna

Íslendingar sendu sex keppendur á Evrópumót ungmenna sem lauk í Rúmeníu á fimmtudaginn. Árangur ţeirra var međ ágćtum, en framan af vakti hin 10 ára gamla Haile Batel Goitom mesta athygli eins og rakiđ var í síđasta pistli. Hún var komin međ 4˝ vinning af sjö mögulegum en tapađi tveim síđustu skákum sínum. Hún hafnađi í 41. sćti af 93 ţátttakendum en hćkkađi um 74 Elo-stig.

 

Vignir Vatnar Stefánsson náđi bestum árangri íslensku krakkanna, hlaut 6 vinninga af níu mögulegum í flokki keppenda 14 ára og yngri og varđ í 18. sćti af 125 keppendum. Jón Kristinn Ţorgeirsson hćkkađi um 44 Elo-stig og og Gunnar Erik Guđmundsson 10 ára hlaut 4 vinninga og hćkkađi um 20 Elo-stig.

 
 
Helgi Ólafsson helol@simnet.is

------------------

Skákţćttir Morgunblađsins eftir Helga Ólafsson birtast u.ţ.b. viku síđar á Skák.is.

Grein ţessi birtist í Morgunblađinu 16. september 2017

Skákţćttir Morgunblađsins


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 70
  • Sl. sólarhring: 74
  • Sl. viku: 236
  • Frá upphafi: 8764679

Annađ

  • Innlit í dag: 15
  • Innlit sl. viku: 145
  • Gestir í dag: 15
  • IP-tölur í dag: 15

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband