Leita í fréttum mbl.is

Arnar Gunnarsson (Brim) sigrađi á Borgarskákmótinu

20170814_180925

Alţjóđlegi meistarinn Arnar Gunnarsson sem tefldi fyrir Brim og Fide meistarinn Ingvar Ţór Jóhannesson sem tefldi fyrir Grillhúsiđ Tryggvagötu voru efstir og jafnir međ 6,5 vinninga á 32. Borgarskákmótinu sem fram fór í Ráđhúsi Reykjavíkur mánudaginn 14. ágúst sl. Arnar var hálfu stigi hćrri en Ingvar í fyrsta stigaútreikningi og ţví sigurvegari ađ ţessu sinni međ fyrirtćkinu Brim sem hann tefldi fyrir. Ţriđji var svo Björn Hóm Birkisson međ 6v en hann tefldi fyrir KFC Ísland. Björn var eini titillausi keppandinn í sex efstu sćtunum.

Fyrir lokaumferđina áttu fjórir keppendur möguleika á sigri en ţađ voru Ingvar Ţór Jóhannesson og Arnar Gunnarsson sem báđir voru međ 5,5v og voru búnir ađ mćtast og gera jafntefli í innbyrđis viđureign sinni en vinna ađra andstćđinga sína. Hinir tveir voru Helgi Ólafsson(Suzuki bílar) međ 5v og Björn Hólm Birkisson einnig međ 5v. Ţeir tveir síđarnefndu ţurftu ađ vinna skákir sína í lokaumferđinni og jafnframt ađ treysta á hagstćđ úrslit í öđrum viđureignum. Stigin voru svo líka ađ ţvćlast fyrir Birni Hólm ţannig ađ hann gat ađeins gert ráđ fyrir 1.-2. sćti og öđru sćti á stigum. Í lokaumferđinni mćttust Helgi Ólafsson og Arnar Gunnarsson, Ingvar Ţór Jóhannesson og Dađi Ómarsson (Íslandsstofa). Á međan tefldi Björn Hólm viđ Bárđ Örn Birkisson (Hótel Borg). Ingvar vann Dađa og klárađist sú skák fyrst af topp viđureignunum. Nćst vann Björn Bárđ og tryggđi sér verđlaunasćti en jafnframt var ljóst ađ ţađ dygđi ekki til sigurs fyrst Ingvar vann. Ţá voru Helgi og Arnar eftir og ţar hafđi Arnar sigur í rafmagnađri viđureign. Arnar Gunnarsson bćtti ţar međ viđ sínum fimmta sigri í Borgarskákmótinu. Arnar er einn af betri hrađskákmönnum landsins og sigursćlasti skákmađurinn í Borgarskákmótunum. 

20170814_162417Mótiđ í ár var vel sótt en alls tóku 64 keppendur ţátt ađ ţessu sinni. Skráning í mótiđ fór hćgt ađ stađ en á sama tíma var skráning fyrirtćkja í mótiđ međ miklum ágćtum, ţannig ađ fram eftir morgni skákdags voru fleiri fyrirtćki skráđ í mótiđ heldur en skákmenn. Ţađ hefur ekki gerst ađ fleiri fyrirtćki hefi veriđ í mótinu en skákmenn síđan hćtt var ađ byrja tafliđ kl. 15 á virkum degi og mótiđ fćrt aftur til kl. 16. Ţegar líđa tók ađ hádegi fór fjöldi skákmann loks fram úr fyrirtćkjunum og ţegar upp var stađiđ voru skákmennirnir 13 fleiri en fyrirtćkin en biliđ hefur ekki veriđ minna í mörg Herrans ár. Ţetta er örugglega velmegunarmerki ţannig ađ skákmenn hafa meira ađ gera í vinnunni en áđur og forsvarsmenn fyrirtćkja og stofnana viljugri ađ vera međ.

Yfir sjötíu ára aldursmunur var á yngsta og elsta keppenda mótsins ţeim Bjarti Ţórissyni (2009) og Finni Kr Finnssyni (1935)(Guđmundur Arason smíđajárn)  og stóđu ţeir sig báđir međ prýđi. Yngri skákmenn settu ađ ţessu sinni nokkurn svip á mótiđ međ ţví ađ skipa tćpan ţriđjung mótsins en ţar fóru fremstir Björn Hólm Birkisson 6v og Dagur Ragnarsson (Grafia) 5v. Eins og oft áđur var svo  Lenka Ptácniková (Samhentir-Kassagerđ) fremst af konunum međ 4,5v

Nokkur fjöldi áhorfenda var á mótinu, ţá ađallega túristar sem staddir voru í Ráđhúsinu og fylgdust spenntir međ af pallinum. Túristarnir voru samt heldur fćrri á međan á móti stóđ en í fyrra, enda ađ ţessu sinni teflt í ţeim sal sem Íslandskortiđ er ađ jafnađi og ţví minna um ađ vera fyrir ţá í Ráđhúsinu. Töflin voru samt jafnt vinsćl međal ţeirra fyrir skákmótiđ.

Skákfélagiđ Huginn vill koma á framfćri ţökkum til allra ţeirra sem tóku ţátt, Reykjavíkurborgar fyrir ađ hýsa mótiđ, Taflfélagi Reykjavíkur fyrir samstarfiđ og síđast en ekki síst ţeim fjölmörgu fyrirtćkjum sem styrktu mótiđ.

Sjáumst ađ ári!

Sjá nánar heimasíđu Hugins

Lokastađan í chess-results.

Myndagallerí á heimasíđu TR.

 

 

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 22
  • Sl. sólarhring: 46
  • Sl. viku: 250
  • Frá upphafi: 8764939

Annađ

  • Innlit í dag: 21
  • Innlit sl. viku: 169
  • Gestir í dag: 20
  • IP-tölur í dag: 16

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband