Leita í fréttum mbl.is

Skákţáttur Morgunblađsins: Óbilandi sjálfstraust

GUN11BSR2Af ţeim bókum sem Jan Timman hefur skrifađ held ég mest upp á „The art of chess analysis“, samantekt viđureigna frá tímabili ţegar Hollendingurinn var ađ hasla sér völl í skákheiminum. Timman tekur nokkur dćmi um djarfar ákvarđanir viđ skákborđiđ: Bobby Fischer sat ađ tafli andspćnis Júgóslavanum Milan Matulovic á millisvćđamótinu í Palma á Mallorca síđla árs 1970 og virtist geta tekiđ jafntefli međ ţví ađ endataka leiki. Stađa hans var greinilega lakari en hann hafnađi ţví ađ ţráleika og hélt baráttunni áfram. Skákinni lauk um síđir međ jafntefli en ţetta dćmi og annađ sem Timman tók úr viđureign Karpovs í Las Palmas á Kanaríeyjum frá árinu 1977 gegn Ungverjanum Andras Adorjan eru lýsandi dćmi um óbilandi sjálfstraust ţeirra allra bestu á hátindi ferilsins. Timman hefđi getađ bćtt viđ dćmum úr skákum ţess heimsmeistara sem lengst sat; Emanuel Lasker tók oft á sig erfiđar stöđur og jafnvel tapađar eingöngu til ţess ađ geta haldiđ baráttunni áfram. Og mér sýnist ađ ţessi lyndiseinkunn sem hér er lýst eigi vel viđ núverandi heimsmeistara, Magnús Carlsen.

Á Meistaramóti Skákskóla Íslands sem haldiđ var um síđustu helgi féllu leikir ţannig í baráttu tveggja af sigurstranglegustu keppendunum:

Meistaramót Skákskóla Íslands 2017; 3. umferđ:

Hilmir Freyr Heimisson – Jón Trausti Harđarson

Trompowsky-byrjun

1. d4 Rf6 2. Bg5 Re4 3. h4 c5 4. dxc5 Da5+ 5. Rd2 e5 6. c3 Rxd2 7. b4 Dc7 8. Bxd2 b6 9. cxb6 axb6 10. e4 Bb7 11. Bd3 Be7 12. Re2 d5 13. Rg3 Rd7 14. De2 O-O 15. h5 dxe4 16. Bxe4 Bxe4 17. Dxe4 Rf6 18. De2 Rd5 19. O-O Rxc3 20. Bxc3 Dxc3 21. h6 g6 22. Hac1 Dd4 23. Hfd1 Df4 24. Hc6 Hfd8 25. Hxb6 Bxb4 26. Hxd8+ Hxd8 27. Re4 Dxh6

GUN11BSQU- Sjá stöđumynd 1 -

Ţú ert einn efstur í mótinu og ert ađ tefla viđ stigahćsta keppandann. „Besti“ leikurinn er 28. Hxb4 en ţá ţvingar svartur fram jafntefli međ ţráskák, 28. ... Dc1+ 29. Kh2 Dh6+ o.s.frv. Hvađ gerir ţú? Jafntefli ţarf ekki ađ henta illa; eftir ađra leiki er svarta stađan heldur betri ađ mati „vélanna“ og hvítur er peđi undir. Ţađ virtist ekki hvarfla ađ Hilmi ađ sćttast á skiptan hlut og hann lék ...

28. g3!? Be7 29. Kg2 Hc8 30. Hb1 Df8 31. a4 f5 2. Rd2 Bf6 33. Da6 Bg7 34. Rf3 De8 35. Hb7 e4 36. Rg5 e3 37. Dd6

37. ... Kh8 38. Dd5

 

GUN11BSR6Í einhverjum tilvikum á ţessum kafla hefđi svartur getađ gert betur en núna varđ hann ađ leika 38. ... Dc6 og stađan er í jafnvćgi.

38. ... e2?? 39. Rf7+ Kg8 40. Rd6+ Kh8 41. Rxe8 e1(D) 42. Rxg7 f4 43. Rh5!

og svartur gafst upp, 43. .. gxh5 er svarađ međ 44. Dd4+ og mátar.

Hilmir Freyr lét ekki stađar numiđ eftir ţennan sigur og vann stigahćrri flokki meistaramótins međ fullu húsi. Efstu menn urđu: 1. Hilmir Freyr Heimisson 5 v. (af 5) 2. Bárđur Örn Birkisson 3˝ v. 3.-5. Aron Thor Mai, Alexander Oliver Mai og Jón Trausti Harđarson 2˝ v.

Í flokki keppenda undir 1.600 Elo-stigum urđu jafnir og efstir Gunnar Erik Guđmundsson, Örn Alexandersson og Ţorsteinn Magnússon allir međ 6 vinninga af átta mögulegum. Viđ stigaútreikning reyndist Gunnar Erik hlutskarpastur. Efstur í flokki keppenda undir 1.200 Elo-stigum var Magnús Hjaltason.

Myndaexti: Fullt hús Hilmir Feyr Heimisson tekur viđ verđlaunum úr hendi Agnars Tómasar Möller frá GAMMA sem var ađalstyrktarađili Meistaramóts Skákskólans. — Morgunblađiđ/SÍ

------------------

Skákţćttir Morgunblađsins eftir Helga Ólafsson birtast u.ţ.b. viku síđar á Skák.is.

Grein ţessi birtist í Morgunblađinu 3. júní 2017

Skákţćttir Morgunblađsins


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 33
  • Sl. viku: 205
  • Frá upphafi: 8764953

Annađ

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 155
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband