Leita í fréttum mbl.is

Skákţáttur Morgunblađsins: Anish Giri sigrađi á Reykjavíkurskákmótinu

GTT116QAIHollenski stórmeistarinn Anish Giri varđ einn efstur á 35. Reykjavíkurskákmótinu sem lauk í Hörpu í gćr. Giri vann landa sinn Erwin l‘Ami fremur auđveldlega í ađeins 30 leikjum en ţegar flestum skákum á efstu borđum var ólokiđ var ljóst ađ enginn gat náđ Giri sem ţá hafđi ţá hlotiđ 8˝ vinning af 10 mögulegum. Í 2.-5. sćti komu Indverjinn Gupta, Hollendingurinn Van Foreest, Armeníumađurinn Serge Movsesian og Bandaríkjamađurinn Gata Kamsky, allir međ 8 vinninga

Sigur Giri kom ekki á óvart ţar sem hann var stigahćsti keppandinn en í byrjun apríl sat hann í 11. sćti heimslistans. Giri sem er 22 ára gamall hefur um nokkurra ára skeiđ veriđ fremsti skákmađur Hollendinga og hefur svipađa yfirburđastöđu ţar í landi og Max Euwe, heimsmeistari 1935-37, hafđi áđur og Jan Timman síđar. Hann er fćddur í Rússalandi en áriđ 2008 fluttist hann til Hollands međ foreldrum sínum, rússneskri móđur og nepölskum föđur. Áđur höfđu ţau búiđ í Japan. Hann talar reiprennandi sex tungumál: rússnesku, japönsku, hollensku, ensku, ţýsku og nepölsku. Skákstíll hans er léttur og leikandi. Hann getur státađ af betra skori í innbyrđis viđureignum sínum viđ norska heimsmeistarann Magnús Carlsen. Í lokaumferđinni í gćr kom Giri mönnum sínum ţannig fyrir á drottningarvćng ađ L´Ami gat sig hvergi hrćrt og tapađi án ţess ađ fá rönd viđ reist:

Reykjavíkurskákmótiđ 2017 – 10. umferđ:

Anish Giri – Erwin L´Ami

Pólsk vörn

1. Rf3 Rf6 2. d4 e6 3. g3 b5 4. Bg5 Bb7 5. Rbd2 d5

Eđlilegra er 5. ... c5. Ţó ađ svartur nái í augnablikinu ađ loka á hvíta hornalínuna á hún eftir ađ galopnast.

6. e3 a6 7. a4 b4 8. Rb3 Rbd7

Hann gat leikiđ 8. ... a5 en eftir 9. Re5 er ađstađan allt annađ en ţćgileg.

9. Ra5! Dc8 10. Bxf6 Rxf6 11. c4 dxc4 12. Rxb7 Dxb7 13. Bg2 c3 14. bxc3 bxc3 15. O-O Bb4 16. Re5 Rd5 17. a5! 

GOS1172JJ17. ... Hb8 18. Da4+ Db5 19. Bxd5! exd5 20. Rc6 O-O 21. Hfb1 Dc4?

Eftir ţetta er stađan vonlaus. Hann gat barist áfram međ 21. .... Dxa4 22. Hxa4 Hb5 23. Hbxb4 c2 ţó ađ hróksendatafliđ sem kemur upp eftir 24. Ha1 Hfb8 25. Hc1 Hxb4 26. Rxb4 Hxb4 27. Hxc2 sé trúlega tapađ.

23. Rxb4 Hb8 24. Rc2 De2 25. Re1 h6 26. Dc2 Dc4 27. Rd3 Hb3 28. Kg2 g6 29. Rc5 Hb2 30. Dd3

– og svartur gafst upp. 

Jóhann, Bragi og Hannes Hlífar efstir íslensku ţátttakendanna

Jóhann Hjartarson, Bragi Ţorfinnsson og Hannes Hlífar Stefansson náđu bestum árangri islensku skákmannanna, hlutu 7 vinninga og enduđu í 11. – 29. sćti. Hannes tók tvćr ˝-vinnings yfirsetur en eftir fremur slysalegt tap um miđbik mótsins átti hann ekki möguleika á ađ blanda sér í baráttu efstu manna. Jóhann og Bragi teldu allar tíu skákirnar og bćttu báđir ćtlađan árangur sinn. Árangur íslensku keppendanna sem voru 88 talsins var undir međallagi miđađ viđ sum fyrri mót en fjölmargra sterkra íslenskra skákmanna var saknađ og framvarđasveitin ţví full-ţunnskipuđ. Margir hćkkuđu myndarlega á stigum, enginn ţó meira en Birkir Ísak Jóhannsson sem bćtti sig um 122 elo-stig. Ađrir sem hćkkuđu sig um 50 elo stig eđa meira voru Jón Ţór Lemery, 79 elo-stig, Arnar Heiđarsson, 77 elo-stig, Nansý Davíđsdóttir, 72 elo-stig, Jóhann Arnar Finnsson 62 elo-stig. Ađal styrktarađili 35. Reykjavíkurskákmótins var GAMMA.

------------------

Skákţćttir Morgunblađsins eftir Helga Ólafsson birtast u.ţ.b. viku síđar á Skák.is.

Grein ţessi birtist í Morgunblađinu 28. apríl 2017

Skákţćttir Morgunblađsins


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 16
  • Sl. viku: 120
  • Frá upphafi: 0

Annađ

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 98
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband