Leita í fréttum mbl.is

Ţrír efstir á Nóa Síríus mótinu

IMG_6096Önnur umferđ Nóa-Síríus mótsins var tefld í Stúkunni í gćrkvöldi. Teflt var fjörlega í báđum flokkum og ljóst ađ leikgleđin réđ ríkjum. Vel úthugsađar leikfléttur voru galdrađar fram og lćvísar gildrur lagđar fyrir óvarkára. 

Af A-flokki.

Á fyrsta borđi, náđi hinn ungi meistari, Örn Leó Jóhannsson, jafntefli gegn Jóhanni Hjartarsyni, stigahćsta skákmanni mótsins í spennandi skák. Stórmeistarinn var međ svart og náđi fljótlega ađ jafna tafliđ og ríflega ţađ. Örn Leó lét af hendi skiptamun í tilraun til ţess ađ blíđka gođin og fékk í kjölfariđ vel teflandi stöđu međ sterkan biskup á d4.

Örn-Jói

Hér lék Örn  Leó 35. Hh4 og svo virtist sem hvítur vćri ađ ná ađ máta svartan en Jóhann var vandanum vaxinn og lék eina varnarleiknum í stöđunni ţrátt fyrir ađ eiga ekki nema nokkrar sekúndur eftir á klukkunni....f6

36. Dxf6 Df5+
37. Dxf5 gxf5
38. Hf4 Hér hefđi veriđ nákvćmara ađ leika (38. Hh5) og hvítur vinnur f peđiđ og er međ einhverja vinningsmöguleika, ţó svo svartur ćtti ađ halda jöfnu međ bestu taflmennsku.
38... Hf7
39. g4 Nú leysist skákin upp í jafntefli.
39... fxg4
40. Hxg4+ Kh7
41. Hh4+ Kg6
42. Hg4+ Kh7 Ef 42. ...Kf5 ţá 43. Hf4+ og svo skiptir hvítur upp á hrókum og drepur peđiđ á a7, líklega međ unnu tafli.

43. Hh4+ Kg6 Og hér sćttust keppendur á skiptan hlut. 

Skák Friđriks Ólafssonar og Olivers Arons Jóhannessonar var frestađ vegna veikinda. Halldór Grétar Einarsson lá fyrir Guđmundi Kjartanssyni sem fer vel af stađ í mótinu. Lenka Ptácníková náđi baráttujafntefli á móti Ţresti Ţórhallssyni en hún hafđi stađiđ lakar langan hluta skákarinnar.  Vel gert hjá Lenku. TR-ingarnir, Benedikt Jónasson og Björn Ţorfinnsson, háđu mikla rimmu sem endađi međ jafntefli eftir ađ ţeir félagar höfđu skipst á ađ hafa betra lungann úr skákinni. Dađi Ómarsson vann ungstirniđ Vigni Vatnar og Jón Hálfdánarson sigrađi Jóhann Ingvason í vel tefldri skák. "Nú dugđi ţrekiđ alla skákina" sagđi Jón ađ viđureigninni lokinni međ tilvísan í fyrstu umferđina, ţegar hann tapađi gegn Guđmundi Kjartanssyni eftir ađ hafa átt í fullu tré viđ alţjóđlega meistarann lengi tafls. 

IMG_6102

Ögmundur Kristinsson landađi jafntefli međ hvítu gegn Jóni L. Árnasyni í langri baráttuskák.

Fide meistararnir Ţorsteinn Ţorsteinsson og Ingvar Ţór Jóhannesson slíđruđu sverđin snemma, međan Magnús Örn náđi ađ svíđa Björn Halldórsson. Magnús hafđi reyndar bođiđ Birni jafntefli fyrir tímamörkin en ţá var stađan í dýnamísku jafnvćgi og skammur tími aflögu en Björn heyrđi ţađ ekki og lék nćsta leik eins og ekkert hefđi í skorist.

 Hinn ungi Björn Hólm Birkisson vann góđan sigur á hinum ţrautreynda Björgvini Víglundssyni. Björn Hólm var međ svart og jafnađi tafliđ eftir byrjunina. Björn tefldi svo framhaldiđ af festu og stađa Björgvins versnađi ţar til eitthvađ varđ undan ađ láta í endataflinu.

IMG_6098

Gauti Páll tefldi mjög vel gegn Sigurbirni Björnssyni og hélt jöfnu tafli alveg fram í endatafl, ţegar hvor átti 4 peđ auk biskups. Biskuparnir voru samlitir og Sigurbjörn náđi ađ koma sínum peđum fyrir á gagnstćđum reitalit biskupunum međan Gauti neyddist til ađ verja 3 peđ međ einum biskupi. Ţađ var of mikiđ og Sigurbjörn hafđi ađ lokum sigur. Kristján Eđvarđsson sigrađi Guđlaugu Ţorsteinsdóttur međ snoturri fléttu, drottningarfórn sem Guđlaugu yfirsást. 

Upplýsingar um önnur úrslit umferđarinnar má finna á Chess-Results

Stađan í A-flokki: Efstir, međ tvo vinninga af tveimur mögulegum, eru Guđmundur Kjartansson, Dađi Ómarsson og Dagur Ragnarsson. Fast á hćla ţeim, koma svo tíu sterkir skákmenn, Jóhann Hjartarsson, Ţórhallsson Ţröstur, Björn Ţorfinnsson, Örn Leó Jóhannsson, Lenka Ptácníková, Helgi Áss Grétarsson, Andri Áss Grétarsson, Sigfússon Sigurđur Dađi, Benedikt Jónasson og Magnús Örn Úlfarsson. 

B-flokkur:

IMG_6106

Í B-flokki bar ţađ helst til tíđinda, ađ Ólafur Evert Úlfsson náđi jafntefli á efsta borđi gegn Agnari Tómasi Möller. Ţá hafđi Birkir Karl Sigurđsson betur gegn Jóni Eggerti Hallssyni í baráttuskák. Hinir ungu meistarar, Róbert Luu og Óskar Víkingur Davíđsson sćttust á jafnan hlut. Ţá vann Hörđur Aron Hauksson sigur á Stefáni Orra Davíđssyni og stigahćsti mađur flokksins, Jón Trausti Harđarson, hafđi sigur á Ísaki Orra Karlssyni. Hrund Hauksdóttir vann Freyju Birkisdóttur en annars urđu úrslit í B-flokki međ eftirfarandi hćtti.

Stađan í B-flokki:

Birkir Karl Sigurđsson, Hörđur Aron Hauksson, Stephan Briem og Hrund Hauksdóttir hafa öll tvo vinninga eftir tvćr umferđir. Ţar á eftir koma 7 međ einn og hálfan; Óskar Víkingur Davíđsson, Róbert Luu, Jón Trausti Harđarson, Birkir Ísak Jóhannsson, Agnar Tómas Möller, Ólafur Evert Úlfsson og Svava Ţorsteinsdóttir. 

Ljóst er ađ fjör fer ađ fćrast í leikinn í báđum flokkum. Ţegar hefur veriđ parađ fyrir nćstu umferđ og ljóst ađ margar áhugaverđar og spennandi viđureignir verđa tefldar nćsta ţriđjudagskvöld í Stúkunni viđ Kópavogsvöll. Áhugasamir hvattir til ţess ađ gera sér ferđ í Kópavog. Heitt á könnunni sem endranćr og bruđerí til ţess ađ slá á spennuna.

Skákhuginn


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.5.): 18
  • Sl. sólarhring: 35
  • Sl. viku: 155
  • Frá upphafi: 8765603

Annađ

  • Innlit í dag: 9
  • Innlit sl. viku: 126
  • Gestir í dag: 9
  • IP-tölur í dag: 8

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband