Leita í fréttum mbl.is

Skákţáttur Morgunblađsins: Snilldarleikur sem gerđi út um einvígiđ

G0P10IJMQMagnús Carlsen átti síđasta orđiđ í heimsmeistaraeinvíginu sem lauk í New York laust fyrir miđnćtti á fimmtudaginn. Síđasti leikurinn í einvíginu, drottningarfórn á h6, minnti á rothögg í hnefaleikahringnum. Ţegar leikurinn birtist á skjánum skildu allir hvađ „höggiđ“ ţýddi, fáir höfđu séđ ţađ fyrir nema auđvitađ „skákvélarnar“ en einvígiđ fékk verđugan endi. Eftir tvö jafntefli og sigur Magnúsar í ţriđju skákinni reyndi Karjakin lengi ađ brjótast út úr ţrengri stöđu sem hann varđ ađ vinna. Hvađ eftir annađ bauđ Magnús honum upp á ţráleik en honum dugđi jafntefli og ţađ kom vitaskuld ekki til greina séđ frá bćjardyrum Karjakins. Ţegar hér var komiđ sögu hótađi hann samt máti á g2:

16. einvígisskák:

Magnús Carlsen – Sergei Karjakin

En Magnús hafđi séđ ţetta fyrir og lék nćr samstundis:

G0P10IDM450. Df4-h6+!

og Karjakin gafst upp, hann verđur mát í nćsta leik, 50. ... Kxh6 er svarađ međ 51. Hh8 mát og eftir 50. ... gxh6 kemur 51. Hxf7 mát.

Ef Norđmenn gefa út skák-frímerki í tilefni sigurs Magnúsar Carlsen ţá mun ţessi mynd fylgja međ.

G0P10IDLVŢó ađ baráttan í kappskákunum tólf hafi oft veriđ skemmtileg og spennandi er hćtt viđ ađ ýmsir leikir hafi fariđ fyrir ofan garđ og neđan hjá hinum almenna skákáhugamanni. Sannleikurinn er sá ađ Karjakin taldi vćnlegast til árangurs ađ tileinka sér fremur neikvćđan skákstíl. Hann tók aldrei neina áhćttu, sóttist eftir uppskiptum og valdi byrjanir sem ekki bjóđa upp á líflega baráttu, t.d. Berlínarvörnina. Kannski voru skákir einvígisins of fáar; fyrrverandi heimsmeistari, Indverjinn Wisvanathan Anand, hefur orđađ ţađ svo ađ í svo stuttu einvígi sitji menn ađ tafli og yfir ţeim hangi einhver óútskýranlegur kraftur međ „hlađna skammbyssu,“ eins og hann orđađi ţađ og hefur ţá vćntanlega átt viđ ađ ađ viđ minnstu yfirsjón geti allt glatast. Í framtíđinni verđur umhugsunartíminn trúlega styttur, at-skákirnar fjórar á fimmtudaginn höfđu miklu meira skemmtigildi heldur en ţyngslaleg barátta hefđbundnu kappskákanna og ţađ var fylgst međ ţessum viđureignum á risatjaldi á Rauđa torginu í Moskvu og á Times Square í New York.

Grein ţessi birtist í Morgunblađinu 2. desember 2016

Skákţćttir Morgunblađsins


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 14
  • Sl. sólarhring: 40
  • Sl. viku: 242
  • Frá upphafi: 8764931

Annađ

  • Innlit í dag: 14
  • Innlit sl. viku: 162
  • Gestir í dag: 14
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband