Leita í fréttum mbl.is

Magnus Carlsen heimsmeistari í skák!

magnus-trophy

Norđmađurinn Magnus Carlsen er heimsmeistari í skák. Ţađ er var ljóst eftir spennandi og afar skemmtilegan lokapunkt einvígisins sem fram fćr í gćrkveldi. Mikil tilhlökkun var hjá íslenskum skákmönnum sem fjölmenntu í opiđ hús í Skáksambandi Íslands. Ţar voru ţeir Björn Ţorfinnsson og Ingvar Ţór Jóhannesson međ skákskýringar sem heldur betur slógu í gegn. Nánar má lesa um opna húsiđ í frétt Mbl.is. RÚV kom á stađinn og var međ innskot í fréttatímanum sem sjá má hér

Tefldu ţeir fjórar atskákir. Fyrstu skákinni lauk međ fremur litlausu jafntefli. Önnur skákin var hins vegar ćsispennandi og saumađi Carlsen jafnt og ţétt Karjakin sem varđist afar fimlega međ hrók á móti tveimur biskupum. Áskorandinn náđi svo upp lygilegri pattgildru sem byggir á ţví ţema og hornpeđ og biskup sem er ekki samlita hornreitnum uppí borđi dugar ekki til vinnings. .

Bráđabani1

78...h5!! 79. gxh5 (79. g5 fxg5 80. hxg5 h4 og hvítur kemst ekkert áleiđis). 79...f5!! 80. Bxf5 Hxe7+! 81. Kxe7 Kg8 82. Bd3 Kh8 83. Kf8 g5!! 84. hxg6.

Ótrúleg lokastađa

Bráđabani2


Stađan var 1-1 og ljóst ađ fjórar skákir yrđu tefldar. RÚV tók stöđuna í hálfleik í 10-fréttum og viđtal viđ Björn Ţorfinnsson sýnt (byrjar 09:25).

Carlsen sýndi á sér klćrnar í ţriđju skákinni og vann góđan sigur međ svörtu mönnunum. Ţar sýndi hann á sér sýnar allar bestu hliđar. Eftir ađ hafa veriđ í sókn á kóngsvćngnum setti hann áskorandann í aukin vandrćđi međ 22...a5! sem byggir á ţví ađ ađ veikja stöđu hvíts á svörtu reitunum.

Bráđabani3


Nokkru síđar sýndi heimsmeistarinn enn á ný á sínar bestu hliđar. 

Bráđabani4

30...e4! Fórnar peđi fyrir rýmra tafl og kemst inn í herbúđir hvíts eftir 31. dxe4 Bxc3 32. Hxc3 De5.

 

Bráđabani5

Karjakin lék af sér ef ţunga pressu í 38. leik ţegar hann lék 38. Hxc7? 38. Hb1! heldur stöđu hvíts lifandi ţótt hans bíđi erfiđ vörn. Eftir 38...Ha1! gafst Karjakin upp. Stađan orđin 2-1 og ljóst ađ Carlsen ţyrfti ađeins jafntefli í nćstu skák til ađ tryggja sér titilinn.

Carlsen hafđi hvítt og lék 1. e4. Áskorandinn svarađi međ Sikileyjarvörn og var ţađ í fyrsta og eina skipti í einvíginu sem sú ágćta byrjun var tefld. Carlsen tefldi óhefđbundinn fjórđa leik 5. f3 og var ţađ greinilega eitthvađ sem hann hafđi undirbúiđ fyrir einvígiđ. Heimsmeistarinn fékk mun rýmra tafl og náđi frumkvćđinu. Skákin lauk međ einkar glćsilegri fórn sem hann hafđi greinilega séđ allmörgum leikjum fyrr ţví annars hefđi hann ekki gefiđ kost á sóknarfćrum svarts.

Bráđabani6

50. Dh6+!! Ţvílíkur endir á heimsmeistaraeinvíginu. Drottningu leikiđ oní tvo menn og svartur óverjandi mát í nćsta leik.

Bráđabani7


Nánar um gang gćrdagsins má lesa á Chess.comChess24 og Matt & Patt.

Skákin vakti athygli bćđi í Moskvu og New York!

Björgun Karjakin í annarri skákinni vakti ađdáun.

Í ţriđju skákinni var ţađ sennilega peđsfórnin á e4 sem réđi úrslitum.

Hvort ađ Karjakin ćtlađi ađ beita Najdorf vitum viđ ekki ţar sem Carlsen lék 5. f3! Drottningarfórn Carlsen ćrđi skákheim á Twitter!


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 55
  • Sl. viku: 148
  • Frá upphafi: 8765345

Annađ

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 123
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband