Leita í fréttum mbl.is

Rimaskóli sigursćll á Jólaskákmóti TR og SFS

20161128_194120-620x330Um nýliđna helgi leiddu Taflfélag Reykjavíkur og Skóla- og frístundasviđ Reykjavíkurborgar saman riddara sína og blésu til hins árlega Jólaskákmóts grunnskóla borgarinnar. Hátt í 150 börn settust ađ tafli í 33 skáksveitum og sköpuđu börnin einstakt andrúmsloft í félagsheimili TR sem einkenndist af skemmtilegri blöndu leikgleđi og keppnishörku.

Yngri flokkur reiđ á vađiđ á sunnudagsmorgni klukkan 10:30 er Suđur-riđill 1.-7.bekkjar var tefldur. Ţar fór fremst í flokki sigursveit Ölduselsskóla frá ţví í fyrra en skáksveitin sú er bćđi reynslumikil og römm ađ afli. Einungis ein stúlknasveit var mćtt til leiks og var ţađ hin efnilega sveit Háteigsskóla, en stúlkurnar í sveitinni hafa veriđ einkar duglegar ađ sćkja skákćfingar hjá Taflfélagi Reykjavíkur undanfarin misseri. Svo fór ađ Ölduselsskóli vann öruggan sigur í Suđur-riđli og hlaut sveitin 21 vinning af 24 mögulegum. Baráttan um 2.sćtiđ var hnífjöfn allt fram í síđustu umferđ. Ađ lokum hreppti Breiđholtsskóli 2.sćtiđ međ 14,5 vinning, ađeins hálfum vinning meira en Háteigsskóli sem endađi í 3.sćti. Ţađ voru ţví Ölduselsskóli og Breiđholtsskóli sem tryggđu sér ţátttökurétt í úrslitakeppni mótsins. Stúlknasveit Háteigsskóla fékk 10,5 vinning í 6.sćti og komst áfram í úrslitakeppni stúlknasveita.

Norđur-riđill yngri flokks hófst klukkan 14 sama dag. Hvorki fleiri né fćrri en 19 skáksveitir voru mćttar til leiks og ţví var ţröngt á ţingi í félagsheimili TR ţennan seinni part sunnudags. Svo mikill var atgangurinn ţegar foreldrar og liđsstjórar streymdu ađ međ keppendur ađ um tíma leit bílastćđiđ út eins og fćreyskur harmonikusamanstoyti. En betur fór en á horfđist og komust allir bílar klakklaust í bílastćđi og keppendur á keppnisstađ. Skákrisinn úr Grafarvogi, Rimaskóli, ţótti sigurstranglegur í ţessum riđli en Ingunnarskóli kaus ţó ađ gefa ekkert eftir í toppbaráttunni og fylgdi Rimaskóla eftir sem skugginn allt mótiđ. Ađ lokum munađi ađeins einum vinning á skólunum tveimur. Rimaskóli vann riđilinn og Ingunnarskóli lenti í 2.sćti, og öđluđust skólarnir tveir ţví keppnisrétt í úrslitakeppninni. B-sveit Rimaskóla hreppti loks 3.sćtiđ. Rimaskóli lét ekki ţar viđ sitja ţví stúlknasveit skólans varđ hlutskörpust í stúlknaflokki og hlaut sveitin 11 vinninga. Stúlknasveit Landakotsskóla kom í humátt á eftir međ 10,5 vinning. Í 3.sćti varđ sveit Árbćjarskóla međ 9,5 vinning. Ţar sem ađeins ein stúlknasveit var í fyrri riđli mótsins ţá komust ţrjár efstu stúlknasveitir Norđur-riđils áfram í úrslitakeppnina.

Úrslitakeppni yngri flokks var stórskemmtileg. Ölduselsskóli gaf ekkert eftir og vann allar sínar viđureignir utan eina sem var jafntefli gegn Rimaskóla í síđustu umferđ. Ölduselsskóli vann sannfćrandi sigur međ 18 vinninga í 24 skákum. Rimaskóli og Ingunnarskóli háđu mikla baráttu um 2.sćtiđ, líkt og í riđlakeppninni deginum áđur, og náđi sú barátta hámarki í 4.umferđ er Ingunnarskóli lagđi Rimaskóla 2,5-1,5. Rimaskóli spýtti ţá í lófana og tryggđi sér 2.sćtiđ međ jafntefli gegn sigursveit Ölduselsskóla. Rimaskóli fékk 14,5 vinning og Ingunnarskóli hlaut 13 vinninga í 3.sćti. Breiđholtsskóli rak lestina međ 2,5 vinning en getur engu ađ síđur boriđ höfuđiđ hátt ţví sveitin kom öllum á óvart međ ţví ađ tryggja sér sćti í úrslitum í sínu fyrsta móti.

Úrslitakeppni stúlknaflokks hjá 1.-7.bekk var ćsispennandi og réđust úrslit ekki fyrr en í síđustu skák síđustu umferđar. Rimaskóli og Háteigsskóli glímdu um efsta sćtiđ og virtist Rimaskóli hafa pálmann í höndunum eftir sigur á helsta keppinaut sínum í 4.umferđ, 3-1. Háteigsskóli lét ţó ekki deigan síga og vann síđustu tvćr viđureignir sínar 4-0. Rimaskóli lenti ţá í klóm hinnar efnilegu skáksveitar Landakotsskóla. Í stöđunni 2-1 fyrir Rimaskóla fór af stađ ćvintýralega atburđarás á 1.borđi ţar sem Rimaskóli ţurfti jafntefli til ađ tryggja sér sigur í mótinu. Eftir mikinn barning ţar sem skákin skipti um eiganda í nokkur skipti -og fjölmargir áhorfendur tóku ítrekuđ andköf- ţá ţráléku stúlkurnar og Rimaskóli hrósađi sigri í mótinu. Rimaskólastúlkur fengu 19,5 vinning í efsta sćti og Háteigsskóli hlaut 19 vinninga í 2.sćti. Landakotsstúlkur enduđu í 3.sćti og Árbćjarskóli í 4.sćti.

Eldri flokkur (1.-8.bekkur) tefldi á sama tíma og úrslitakeppni yngri flokks fór fram. Ţátttaka í eldri flokki var afar döpur ađ ţessu sinni en ađeins 6 skáksveitir tefldu. Fyrir vikiđ ţurftu mótshaldarar ađ fćkka fyrirhuguđum umferđum úr sex í fimm. Laugalćkjarskóli mćtti međ mjög sterka skáksveit líkt og áriđ á undan er skólinn vann međ fullu húsi. Laugalćkjarskóli endurtók leikinn og vann allar 20 skákir sínar. Rimaskóli hreppti 2.sćtiđ međ 14 vinninga. Stúlknasveit Hagaskóla –eina stúlknasveit eldri flokks- gerđi sér svo lítiđ fyrir og fékk 8 vinninga sem dugđi í 3.sćtiđ.

Sé litiđ til mótsins í heild ţá sést ađ Rimaskóli stendur öđrum skólum Reykjavíkur framar í skólaskák. Skólinn hreppti alls fimm verđlaun; 2 gull, 2 silfur og 1 brons. Aukinheldur sendi skólinn 5 skáksveitir í mótiđ, flestar allra skóla.

Nánari upplýsingar um úrslit og lokastöđu má nálgast á chess-results.

Taflfélag Reykjavíkur vill koma á framfćri ţökkum til Skóla- og frístundasviđs fyrir ánćgjulegt samstarf sem enn eitt áriđ skapar vettvang fyrir börn í grunnskólum Reykjavíkur til ţess ađ koma saman og eiga góđa taflstund saman.

Myndskreytta frásögn frá mótinu má finna á heimasíđu TR.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 33
  • Sl. viku: 205
  • Frá upphafi: 8764953

Annađ

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 155
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband