Leita í fréttum mbl.is

Ólympíufarinn: Hjörvar Steinn Grétarsson

Hjörvar Steinn

Ólympíuskákmótiđ fer fram 2.-14. september nk. í Bakú í Aserbaísjan. Nítján manns verđa í sendinefnd Íslands. Fram ađ móti verđa Ólympíufararnir kynntir - einn á dag.

Í dag kynnum viđ sögunnar Hjörvar Stein Grétarsson sem teflir á öđru borđi fyrir liđ Íslandsmót í opnum flokki.

Nafn?

Hjörvar Steinn Grétarsson

Aldur?

23 ára

Hlutverk?

Liđsmađur í landsliđi karla í skák.

Uppáhalds íţróttafélag?

Manchester United og Huginn.

Hvernig er undirbúningi ţínum fyrir mótiđ háttađ?

Undirbúningur minn fyrir mótiđ verđur svipađur og hann er alltaf. Reyna ađ vera andlega og líkamlega tilbúinn fyrir mót.

Hvenćr tókstu fyrst ţátt á Ólympíuskákmóti og hversu oft hefur ţú tekiđ ţátt?

Ég tók fyrst ţátt áriđ 2010 í Síberíu. Ţetta verđur mitt fjórđa Ólympíumót.

Getur ţú nefnt frćgan skákmann fćddan í Bakú?

Garry Kasparov.

Minnisstćđasta atvik á Ólympíuskákmóti?

Ólympíumótiđ er ađ mínu mati stćrsta mót sem skákmađur getur teflt á. Ţar koma saman allir heimsins bestu skákmenn viđ algjörar topp ađstćđur. Ţessi samsetning verđur til ţess ađ minnistćđu atvikin verđa ófá og ţví ómögulegt ađ velja eitt atvik sem sker sig úr fjöldanum.

Er Kaspíahafiđ haf eđa stöđuvatn?

Google segir mér ađ um sé ađ rćđa saltađ stöđuvatn. Google og ég erum góđir vinir.

Minnisstćđa skák á Ólympíuskákmóti og af hverju?

Minnisstćđar skákir tilheyra fortíđinni, ég er meira fyrir ađ horfa til framtíđar. Minnisstćđasta skák Ólympíumótsins verđur ţar af leiđandi tefld á nćstkomandi Ólympíumóti.

Hverjar eru ţínar vćntingar/vonir um gengi íslensku liđanna?

Liđin líta vel út og get ég vottađ fyrir ţađ ađ liđsandi er og verđur góđur. Báđum ţessum liđum eru allir vegir fćrir. Engin markmiđ og engar vćntingar, heldur verđur hver viđureign tekin fyrir sig og síđan skulum viđ sjá hvar viđ endum.

Í ljósi ţess ađ Björn Ţorfinnsson er ekki í Bakú-hópnum – hver verđur ađaltrúđur ferđarinnar?

Viđ erum öll trúđar á okkar eigin hátt.

Eitthvađ ađ lokum?

Ég vona ađ íslenskir skákmenn og skák áhugamenn styđji viđ bakiđ á liđunum tveimur. Viđ munum gera okkar besta og sjá til ţess ađ viđ verđum land og ţjóđ til sóma.
Áfram Ísland. 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 28
  • Sl. viku: 166
  • Frá upphafi: 8765726

Annađ

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 124
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband