Leita í fréttum mbl.is

Short sigrađi Jóhann í Flugfélagseinvígi Hróksins í Nuuk

Short sigrađi Jóhann í Flugfélagseinvígi Hróksins í Nuuk

Nigel Short bar sigurorđ af Jóhanni Hjartarsyni í ćsispennandi Flugfélagseinvígi Hróksins í Nuuk. Einvígiđ markađi upphafiđ ađ árlegri skákhátíđ í höfuđborginni, en ţetta er ţriđja ferđ liđsmanna Hróksins til Grćnlands á árinu. 

Malik Bröns formađur skákfélagsins í Nuuk og Asii Chemnitz Narup borgarstjóri viđ setningu Flugfélagshátíđarinnar.

Asii Chemnitz Narup borgarstjóri í Nuuk flutti setningarávarp og sagđi ađ Hrókurinn vćri ávallt sérstaklega velkomin til Grćnlands. Hún rifjađi upp ađ skáklandnámiđ hefđi byrjađ áriđ 2003 og síđan hefđi Hrókurinn skipulagt um 50 ferđir til Grćnlands, og kynnt töfraheim skáklistarinnar fyrir ţúsundum barna og fullorđinna.

Grćnlenskir skákáhugamenn á öllum aldri notuđu tćkifćriđ og tefldu í Nuuk Center.

Mikill fjöldi lagđi leiđ sína í Nuuk Center til ađ fylgjast međ meisturunum. Tefldar voru fjórar atskákir og voru ţćr allar afar spennandi og skemmtilega tefldar. Tveimur fyrstu skákunum lauk međ jafntefli, en Jóhann vann góđan sigur í ţriđju skákinni. Short tókst ađ jafna metin í lokaskákinni og ţví voru tefldar tvćr hrađskákir til ađ fá úr ţví skoriđ hvor yrđi Flugfélagsmeistarinn 2016. Meistararnir unnu hvor sína skákina, og ţurftu ţví ađ tefla hreina úrslitaskák um titilinn. Ţar vann Short međ vel útfćrđri sókn.

Nćstu daga heimsćkja liđsmenn Hróksins skóla, athvörf og fangelsi, auk ţess sem Short teflir fjöltefli viđ liđsmenn skákfélagsins í Nuuk og slegiđ verđur upp hrađskákmóti. 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 32
  • Sl. sólarhring: 34
  • Sl. viku: 260
  • Frá upphafi: 8764949

Annađ

  • Innlit í dag: 29
  • Innlit sl. viku: 177
  • Gestir í dag: 25
  • IP-tölur í dag: 22

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband