Leita í fréttum mbl.is

Róbert hrađskákmeistari öđlinga 2016

Róbert Kóngur

Róbert Lagerman sigrađi á Hrađskákmóti öđlinga sem fram fór í gćrkveldi en hann hlaut 5,5 vinning í skákunum sjö. Guđlaug Ţorsteinsdóttir kom jöfn Róberti í mark en varđ ađ láta sér annađ sćtiđ nćgja eftir stigaútreikning og ţriđja međ 5 vinninga var Lenka Ptacnikova.

Góđ stemning var í Skákhöll TR ţar sem keppendur gćddu sér á ljúffengum veitingum á milli umferđa og úr varđ hiđ skemmtilegasta mót ţar sem spennan var mikil. Ađ loknum fjórum umferđum voru ţrír keppendur efstir og jafnir međ 3,5 vinning en ásamt Róberti og Guđlaugu var ţar á međal Siguringi Sigurjónsson sem lćtur sér fátt um finnast ţó hann keyri frá suđurnesjum til ađ sćkja mót félagsins.

Í fimmtu umferđ vann svo Guđlaug góđan sigur á Róberti á međan Siguringi gerđi jafntefli viđ Ögmund Kristinsson. Á sama tíma lagđi Lenka Einar Valdimarsson og ţví var stađan á toppnum orđin ţannig ađ Guđlaug var efst međ 4,5 vinning en Siguringi og Lenka fylgdu í humátt međ 4 vinninga.

Sjötta og nćstsíđasta umferđ var síđan ćsispennandi ţar sem viđureign skákdrottninganna, Lenku og Guđlaugar, á efsta borđi stóđ uppúr. Ćsileg barátta ţeirra í milli í lokin endađi međ ţví ađ Guđlaug féll á tíma í jafnteflislegri stöđu ţar sem Lenka reyndi mikiđ ađ kreista fram sigur peđi yfir. Viđ hliđ ţeirra knésetti Róbert Siguringa og skaust ţví í annađ sćtiđ ásamt Guđlaugu en Lenka leiddi međ 5 vinninga.

Í lokaumferđinni sigrađi síđan Róbert Lenku nokkuđ ţćgilega og slíkt hiđ sama gerđi Guđlaug gegn Einari. Lokastađan ţví eins og áđur segir og hafđi Róbert á orđi ađ ađalatriđiđ vćri ađ vera efstur eftir síđustu umferđ og ađ ţarna hefđi hann sannarlega bjargađ heiđri karlpeningsins. Ţađ var virkilega ánćgjulegt ađ sjá ţćr stöllur saman á verđlaunapalli en sigurvegari mótsins virtist njóta sín einkar vel í myndatökunum.

Öđlingamótunum er ţví formlega lokiđ og óskum viđ verđlaunahöfum til hamingju og ţökkum öllum keppendum fyrir ţátttökuna. Sjáumst ađ ári!

Jafnframt fór fram verđlaunafhending frá sjálfu öđlingamótinu ţar sem Stefán Arnalds kom sá og sigrađi 

Öđlingamót

Myndskreytta frásögn má finna á heimasíđu TR.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mjög hnitmiđuđ og ákaflega skemmtileg lesning Sir Ţórir,

Takk fyrir flott mót,

sumarkveđjur DON everything cool

Róbert Lagerman (IP-tala skráđ) 20.5.2016 kl. 09:30

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.6.): 4
  • Sl. sólarhring: 28
  • Sl. viku: 230
  • Frá upphafi: 8766299

Annađ

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 178
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband