Leita í fréttum mbl.is

Skákţáttur Morgunblađsins: Hannes, Héđinn, Guđmundur og Björn tefla á EM í Kósovó

Kryvo-Björn

Hannes Hlífar Stefánsson, Héđinn Steingrímsson og Guđmundur Kjartansson unnu fremur lágt skrifađa andstćđinga í fyrstu umferđ Evrópumóts einstaklinga sem hófst viđ góđar ađstćđur í bćnum Gjakova í Kósovó á fimmtudaginn. Björn Ţorfinnsson glímdi hinsvegar viđ einn af stigahćstu keppendum mótsins, Úkraínumanninn Jurí Kryvoruchko og gerđi jafntefli međ svörtu eftir 36 leikja hörkubaráttu. Hćgt var ađ fylgjast međ ţessari viđureign á hinu vinsćla vefsvćđi Chess24. Ţessir fjórir eru fulltrúar Íslands á ţessu sterka opna móti en keppendur eru 239 talsins. Tefldar verđa ellefu umferđir.

Stigahćstu keppendur mótsins eru Tékkinn Navara, Pólverjinn Wojtaszek, Rússinn Vitiugov og Úkraínumađurinn Ponomariov. Skákin er í hávegum höfđ í Kósovó ađ sögn Gunnars Björnssonar, forseta SÍ, og kemur ţađ m.a. til af ţví ađ evrópska skáksambandiđ var eitt af fyrstu íţróttasamtökunum til ađ viđurkenna Kosovo inn í sín samtök. 

Biskupsfórnin á h7

Biskupsfórnin á h7 eđa h2 er fyrirbrigđi í skákinni sem flestir ţokkalegir skákmenn kunna ađ forđast. Snillingur á borđ viđ Mikhael Tal sat ţó a.m.k. einu sinni „vitlausa megin“ borđsins ţar sem fórnin kom viđ sögu er hann mćtti Lev Polugajevskí. Síđar kom á daginn ađ Polu hafđi bruggađ launráđ í félagi viđ Boris Spasskí sem var ađ undirbúa seinna heimsmeistaraeinvígi sitt viđ Tigran Petrosjan. Fórnin, frćđilega séđ, magnast ađ áhrifum ef önnur fylgir á hliđarreitnum, g7 eđa g2 eins og nokkur dćmi sanna. Séu skilyrđin sérstaklega góđ nćr fórnin ađ brjóta niđur allar varnir. Útfćrslan fylgir oft kunnuglegum leikbrögđum. Í rússnesku deildarkeppninni á dögunum ţar sem athyglin beindist ađ áskorandanum Karjakin og hann var ekki ađ standa sig neitt sérstaklega vel en Kramnik hinsvegar í banastuđi og annar harđskeyttur skákmađur Jan Neopmniachtchi kom biskupsfórnin snemma fyrir í skák sem Nepo tefldi viđ hinn unga Sjugirov. Sá er svo sem enginn veifiskati og getur státađ af sigri yfir Magnús Carlsen í ađeins 25 leikjum:

sanan-nepo

Minsk 2016:

Jan Nepomniachtchi – Sanan Sjugirov

Petroffs vörn

1. e4 e5 2. Rf3 Rf6 3. Rxe5 d6 4. Rf3 Rxe4 5. c4 Be7 6. d4 0-0 7. Bd3 Rg5 8. Rc3 Bg4?

Ţessi slaki leikur hefur sést komiđ nokkrum sinnum áđur og enginn komiđ á auga á fléttuna sem leynist í stöđunni.

9. Bxg5! Bxg5

GSUVMQ82- sjá stöđumynd

10. Bxh7+! Kxh7 11. h4!

Ţarna er hugmyndin komin fram. Hörfi biskupinn til h6 eđa f6 kemur 12. Rg5+ og vinnur manninn til baka međ vinnings stöđu. Best er sennilega 12. .. Bxh4 en svarta stađan er ekki gćfuleg eftir 13. Dd3+ Kg8 14. Hxh4 ţó ađ engan rakinn vinnings sé ađ finna eftir 14.... f5.

11.... Bd2+

Kýs ađ gefa manninn til baka fyrir ekki neitt.

12. Dxd2 He8+ 13. Kf1 Bxf3 14. Dd3+ Kg8 15. Dxf3 Rd7 16. Hd1 Df6 17. Dxf6

Hvítur hefur ekkert á mót endatafli peđi yfir. Úrvinnsla ţessarar yfirburđastöđu vefst ekki fyrir honum.

17.... Rxf6 18. f3 d5 19. c5 b6 20. cxb6 axb6 21. Kf2 b5 22. a3 b4

Annars nćr hvítur ađ skorđa b-peđiđ međ – Ra2.

23. axb4 Hab8 24. b5 c6 25. Hhe1 cxb5 26. Hxe8+ Hxe8 27. Hc1 Ha8 28. Rxb5 Ha4 29. Hc8+ Kh7 30. g4 Hb4 31. Rd6 Hxd4 32. Kg3

Fumlaus úrvinnsla hefur leitt til vinningsstöđu og Sjugirov gafst upp, f7-peđiđ er dćm til ađ falla og kóngsstađa svarts í molum.

Grein ţessi birtist í Morgunblađinu 14. maí 2016

Skákţćttir Morgunblađsins


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 9
  • Sl. sólarhring: 24
  • Sl. viku: 233
  • Frá upphafi: 8765185

Annađ

  • Innlit í dag: 9
  • Innlit sl. viku: 136
  • Gestir í dag: 9
  • IP-tölur í dag: 9

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband