Leita í fréttum mbl.is

Skákţáttur Morgunblađsins: Gengiđ í gildruna

Í Eyjum heyrđi ég ţá sögu ađ aflaklóin Binni í Gröf hefđi einhverju sinni veriđ spurđur ađ ţví af hverju hann vćri svona fiskinn og hann átti ađ hafa svarađ: Vegna ţess ađ ég get hugsađ eins og ţorskur. Sú ályktun var nćrtćk ađ mađurinn hefđi veriđ međ göngumynstur ţorsksins algerlega á hreinu.

Atburđir síđustu daga fengu mig til ađ rifja upp kynni mín af bók Garrís Kasparovs, „How life imitates chess“ – Hvernig lífiđ líkir eftir skákinni. Höfundurinn telur ţađ greinilega höfuđdyggđ „ađ geta „hugsađ eins og ţorskur“.

Í skýringum viđ skák sem hann tefldi í Stokkhólmi 1962 og birti í „60 minnisverđum skákum“ skrifar Bobby Fischer um ţćr grunsemdir sínar ađ andstćđingurinn, Trifunovic, hafi náđ ađ „...tjúna sig inn á heilabylgjur mínar...“ eins og ţađ var orđađ. Fischer gerđi ráđstafanir sem dugđu til sigurs.

Vilji skákmenn ná einhverri dýpt í stílinn er nauđsynlegt ađ kunna til verka. Kynnum okkur nokkur hugtök skákarinnar: 

Gildrur

GQKVHPCKŢýskaland 1905: 

Middleton – Rubinstein

Ţessi stađa lítur vel út fyrir skáksnilling Póllands sem getur sótt ađ d6-peđinu međ – Hfd8. Andstćđingur hans lék ofur eđilegum leik...

24. He1!?

Í ţessu felst lćvís gildra. Rubinstein uggđi ekki ađ sér...

25. ... Hfd8?? 25. Rxe6! Kxe6 26. f4!

Skyndilega sá Rubinstein ađ hann hafđi veriđ veiddur í gildru. Taki hann á f3 međ framhjáhlaupi, 26. ... exf3 kemur 27. Bc4 mát!

Hann gafst upp stuttu síđar.

Skákin er svo víđfeđm grein ađ ţar finnst meira ađ segja svokallađ músagildruţema:

GRKVHPDSSkákţing Íslands 1981:

Helgi Ólafsson – Björn Ţorsteinsson

Ég varđ ađ vinna ţessa skák til ađ eiga möguleika á Íslandsmeistaratitlinum. Hvíta stađan er vćnleg og ég sótti ađ b4-peđinu en meira bjó undir:

54. Rd3! Hc3?

Gengur í gildruna.

55. Rc5!

Hrókurinn er lokađur af og a-peđiđ rennur upp í borđ. 

Fyrirbyggjandi ađgerđir

„Ţekktu óvininn“ er heilrćđi gefiđ í frćgu riti, Hernađarlist eftir Sun Tsu. Nćmur skilingur á fyrirbyggjandi ađgerđum gerđi Tigran Petrosjan ađ heimsmeistara og Anatolí Karpov líka. Tökum einfalt dćmi: 

GRKVHPEDMoskva 1979

- Sjá nćstu stöđumynd -

Smyslov – Gligoric

Hvítur hyggst leika 19. b4 og helga sér ţannig gott svćđi á drottningarvćng.

18. ... Bb3!

Hindrar 19. b4. Ađ ţessu loknu setti Gligoric einfalda áćtun af stađ – a5, –Ha6, Had6 o.s.frv. Hann vann skákina eftir 45 leiki. 

Öryggisnet

Enginn ágreiningur er um ţađ ađ mađur á borđ viđ Kasparov gat séđ fyrir rás viđburđa langt fram í tímann. Viđ ákvarđanir tók hann yfirleitt alla ţćtti međ í reikninginn. Fćrri vissu ađ viđ útreikning notađi hann stundum „öryggisnet“. Í eftirfarandi stöđu tók hann ákvörđun sem kom öllum á óvart. Hann sá ađ andstćđingurinn gat náđ jafntefli en ađeins međ bestu vörn: 

GRKVHPE1HM unglinga, Dortmund 1980:

Kasparov – Ĺkeson

Ég sat úti í sal og var ađ horfa á ţessa stöđu. Í fljótu bragđi virtist blasa viđ ađ leika 27. e5 en Kasparov sat međ hönd undir kinn í meira en 20 mínútur. Svo kom leikurinn...

27. Bxf6! Hxf6 28. e5 Hh6?

Vélarnar reikna stöđuna til jafnteflis eftir 27. ... Hff7 28. f6 Hcf8.

29. f6 Hc7 30. e6 Dd8? 31. e7

- og nú varđ Sviínn ađ gefa hrók fyrir e-peđiđ og tapađi stuttu síđar.

Grein ţessi birtist í Morgunblađinu 9. april 2016

Skákţćttir Morgunblađsins


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 17
  • Sl. viku: 136
  • Frá upphafi: 8765561

Annađ

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 114
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband