Leita í fréttum mbl.is

Laugalćkjarskóli Reykjavíkurmeistari grunnskólasveita

LaugarlćkjaÁ annan tug grunnskóla međ 33 sveitir tók ţátt í gríđarlega fjölmennu Reykjavíkurmóti grunnskólasveita sem fór fram í Skákhöll Taflfélags Reykjavíkur í gćr mánudag. Ćtla má ađ á milli 150-200 börn og fullorđnir hafi veriđ samankomin í salarkynnum TR ţar sem mótahald fór afskaplega vel fram og létu viđstaddir óvirkt loftrćstikerfi ekki koma í veg fyrir ađ gleđin vćri viđ völd.

Venju samkvćmt voru krakkar á öllum aldri og af öllum getustigum á međal ţátttakenda og börđust ţau öll af miklum drengskap á borđunum köflóttu. Ánćgjulegt var ađ sjá ţátttöku sjö stúlknasveita sem allar stóđu sig međ miklum sóma og er ţađ von mótshaldara ađ gróska sé í skákástundun stúlkna.

Fyrirfram mátti búast viđ ađ baráttan um sigur myndi standa á milli Laugalćkjarskóla, Ölduselsskóla og Rimaskóla sem allir hafa á ađ skipa öflugum skákmönnum. Svo fór ađ Laugalćkjarskóli sigldi sigrinum nokkuđ örugglega í höfn og eftir góđa sigra á fyrrnefndum skólum í fjórđu og fimmtu umferđ var í raun ljóst hvar gulliđ myndi hafna.

Rimaskóli-stúlkna

Ađ loknum umferđunum sjö höfđu liđsmenn Laugalćkjarskóla halađ inn 25 vinningum af 28 mögulegum, fjórum vinningum meira en kapparnir úr Ölduselsskóla sem komu nćstir međ 21 vinning. A-sveit Rimaskóla fékk 20 vinninga í ţriđja sćti, hálfum vinningi meira en C-sveit sama skóla. Ţađ er til marks um öflugt skáklíf í Rimaskóla ađ sveitir skólans skipuđu sćti 3-6, ţeirra á međal A-sveit stúlkna sem hafnađi í 5. sćti međ 17 vinninga og eru ţćr stöllur ţví Reykjavíkurmeistari stúlknasveita. Meistarar síđasta árs, stúlknasveita Melaskóla, var önnur međ 15,5 vinninga og ţriđju međ 14 vinninga var stúlknasveit Foldaskóla.

Taflfélag Reykjavíkur ţakkar Skóla-og frístundasviđi Reykjavíkurborgar fyrir stuđning og samstarf viđ mótahald.

Myndskreytta frásögn má finna á heimasíđu TR


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 33
  • Sl. viku: 232
  • Frá upphafi: 8764921

Annađ

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 152
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband