Leita í fréttum mbl.is

Gott jafntefli gegn Ţjóđverjum - Aronian vann heimsmeistarann

A-liđiđ
A-liđ Íslands mćtti liđi Ţýskalands í 3.umferđ Evrópumóts landsliđa í dag. Ţrátt fyrir ađ vera stigalćgri á öllum borđum ţá enduđu allar skákirnar fjórar međ jafntefli. Niđurstađan varđ ţví 2-2 jafntefli sem hlýtur ađ teljast viđunandi úrslit gegn sterkum andstćđingi.

A-liđiđ byrjar ţví mótiđ afar vel ţrátt fyrir skellinn í fyrstu umferđ gegn Armenum. Sigur á Rúmenum og jafntefli viđ Ţjóđverja er gott veganesti fyrir rimmu morgundagsins. Ţá mćta strákarnir Ítölum í viđureign tveggja áţekkra liđa.

Friđrik

Gullaldarliđiđ mćtti vel mönnuđu Tyrknesku liđi í dag ţar sem munađi 100-150 stigum á borđunum fjórum. Kempurnar okkar létu ţó engan bilbug á sér finna og tefldu vel. Helgi Ólafsson og Jóhann Hjartarson gerđi jafntefli í sínum skákum en Jón L. Árnason tapađi sinni skák. Friđrik Ólafsson tefldi skínandi vel framan af og vildu gárungarnir í kaffiteríunni meina ađ Friđrik stćđi til vinnings á tímabili gegn hinum stigaháa Tyrkja. Tyrkinn snéri ţá á Friđrik sem varđ ađ bíta í ţađ súra epli ađ gefast upp. 3-1 tap gegn Tyrkjum var ţví stađreynd. Í 4.umferđ mćtir Gullaldarliđiđ Lettum sem skarta sjálfum Alexei Shirov á 1.borđi.

Carlsen og Aronian

Áhorfendur í Laugardalshöll stóđu sem límdir viđ gólfiđ hvar heimsmeistarinn Magnus Carlsen sat gegnt Armenanum Levon Aronian. Úr varđ spennandi viđureign ţar sem Aronian gerđi sér lítiđ fyrir og lagđi heimsmeistarann ađ velli međ svörtu mönnunum. 

Úkraína lagđi Azerbaijan ađ velli 2,5-1,5 í ćsispennandi viđureign ţar sem mikla athygli vakti ađ Úkraína skyldi hvíla sinn helsta hugsuđ, Vassily Ivanchuk. Ţetta herbragđ virkađi ţví Pavel Eljanov vann Shakhriyar Mamedyarov á 1.borđi. Rússar sýndu einnig klćrnar í dag og lögđu Spán ađ velli međ minnsta mun ţar sem Ian Nepomniachtchi vann Ivan Salgado Lopez á 3.borđi. Rússland og Úkraína eru í forystu đ loknum ţremur umferđum og eru einu liđin sem hafa unniđ allar ţrjár viđureignir sínar. Ţjóđirnar mćtast einmitt í nćstu umferđ og ćtti ekki nokkur einasti skákáhugamađur ađ láta ţann viđburđ framhjá sér fara. 

Kvennaliđiđ

Kvennasveit Íslands mćtti Belgum í dag ţar sem tvćr skákir unnust. Lenka Ptacnikova og Guđlaug Ţorsteinsdóttir unnu andstćđinga sína en Elsa María Kristínardóttir og Veronika Steinunn Magnúsdóttir töpuđu sínum skákum. Á morgun mćta stelpurnar liđi Svía ţar sem án efa verđur hart tekist á. 

Fjórđa.umferđ hefst klukkan 15 og eru áhorfendur hvattir til ađ líta viđ í Laugardalshöll. Skákskýringar verđa á sínum stađ um klukkan 17 og munu áhorfendur ađ ţessu sinni vera í öruggum höndum stórmeistarans Ţrastar Ţórhallssonar. Einnig geta áhorfendur fylgst međ gangi mála á skjám á skákstađ.

Bćđi RÚV og Stöđ 2 fjölluđu um umferđ dagsins. Heimir Már Pétursson tók viđtal viđ Hannes Hlífar Stefánsson sem er sennilega eini Íslendurinn sem hefur unniđ Carlsen.

Bent er jafnframt á góđa umfjöllun Björn Ţorfinnssonar umferđ um umferđ dagsins á DV.is.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 37
  • Sl. viku: 230
  • Frá upphafi: 8764919

Annađ

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 150
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband