Leita í fréttum mbl.is

Aron Ţór unglingameistari TR - Svava stúlknameistari TR

B_og_ungl_meistaramot_TR_2015-35-1024x683

Barna- og unglingameistaramót TR og stúlknameistaramót TR fór fram mitt í sannkölluđu vetrarfríi, en fyrsti snjórinn vitjađi Reykjavíkur í nótt.

Ţrátt fyrir skólafrí, ţátttöku 17 íslenskra ungmenna á HM í Grikklandi og stíft mótahald undanfariđ var ţátttaka ágćt í mótinu, en 15 tóku ţátt í Barna- og unglingameistaramótinu en 8 í stúlknameistaramótinu.

Tefldar voru 15 mín. skákir og gaman var ađ sjá hvađ krakkarnir nýttu tímann vel, en ţađ voru gjarnan nokkrar skákir sem vörđu í heilan hálftíma.

Aron Ţór Mai varđ unglingameistari TR 2015. Sigur hans var sanngjarn og sannfćrandi. Aron hlaut 6 vinninga og varđ einum og hálfum vinningi á undan nćsta manni. Aron sýndi mikla keppnishörku og stóđ sjaldan tćpt, en tók yfirvegađa áhćttu.

Í 2.-5.sćti međ 4,5 vinninga urđu Mykhaylo Kravchuk, Ţorsteinn Magnússon, Alexander Oliver Mai og Hjörtur Kristjánsson og urđu Mykhaylo og Ţorsteinn í 2. og 3. sćti á stigum. Mykhaylo hlaut jafnframt verđlaun fyrir bestan árangur 11-12 ára.

Sérstök verđlaun voru veitt í fjórum aldursflokkum, 8 ára og yngri, 9-10 ára , 11-12 ára og 13-15 ára.

Bestum árangri 8 ára og yngri náđi Gunnar Erik Guđmundsson. Framtíđardrengur ţar sem hlaut 2 vinninga og dýrmćta reynslu.

Bestum árangri 9-10 ára náđi Kristján Dagur Jónsson, sem átti frábćrt mót. Kristján hlaut 4 vinninga og náđi góđum árangri á móti sterkum andstćđingum.  Kristján er í mikilli framför og međ leikgleđina ađ vopni er hann öllum skeinuhćttur andstćđingur.

Í flokki 11-12 ára varđ Mykhaylo Kravchuk efstur eftir sigur á Daníel Erni Njarđarsyni í lokaumferđinni.  Efstur í flokki 13-15 ára varđ sigurvegari mótsins Aron Ţór Mai.

B_og_ungl_meistaramot_TR_2015-29-1024x683

Ylfa Ýr Welding Hákonardóttir sigrađi glćsilega í stúlknameistaramótinu, en hún hlaut 6,5 vinninga, gerđi einungis jafntefli viđ Svövu en vann ađrar. Ylfa hlaut jafnframt verđlaun í flokki 9-10 ára og ţađ er ljóst ađ hér er mikiđ efni á ferđ.

Í 2.sćti varđ Valgerđur Jóhannesdóttir međ 6 vinninga og náđi jafnframt bestum árangri 13-15 ára.

Stúlknameistari TR varđ hinsvegar Svava Ţorsteinsdóttir sem hlaut 5,5 vinninga og lenti í 3.sćti í mótinu.
 
Bestum árangri 8 ára og yngri náđi svo hin stórefnilega Elsa Kristín Arnaldardóttir, sem hlaut 3,5 vinninga.

Taflfélag Reykjavíkur ţakkar ţátttakendum í mótinu kćrlega fyrir skemmtilega og drengilega keppni og óskar sigurvegurunum innilega til hamingju međ árangurinn.

Úrslit í opnum flokki

Úrslit í stúlknaflokki

Myndskreytta frásögn má finna á heimasíđu TR


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 16
  • Sl. sólarhring: 16
  • Sl. viku: 154
  • Frá upphafi: 8765560

Annađ

  • Innlit í dag: 15
  • Innlit sl. viku: 127
  • Gestir í dag: 13
  • IP-tölur í dag: 12

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband