Leita í fréttum mbl.is

Ungmenni úr Skákdeild Fjölnis í ţjálfun og landskeppni í Uppsala

IMG 1667

Ţađ er mikil og góđ umgjörđ í kringum heimsókn 11 afreksungmenna Skákdeildar Fjölnis til Uppsala ţessa helgi. Nú er nýhafin landskeppni viđ efnilegustu skákmenn Svía og er teflt á 11 borđum, fjórar umferđir međ 90 mín umhugsunartíma. Beinar útsendingar eru frá mótinu eru á www.schack.live.se. Ţađ var sendiherra Íslands í Svíţjóđ, Estrid Brekkan, sem setti mótiđ og lék fyrsta leik mótsins. Estrid hélt frábćra rćđu ţar sem hún beindi máli sínu til skákkrakkanna og hvatti ţau til áframhaldandi afreka í skákinni, hún lýsti áhuga sínum á frekara samstarfi á vettvangi skáklistarinnar á milli ţessara tveggja ţjóđa og óskađi ţess ađ sjá fleiri stúlkur ađ tafli. Í sveit Fjölnis eru ţrjár stúlkur, Sigríđur Björg, Hrund og Nansý. Teflt er á Park Inn hótelinu í Uppsala ţar sem íslenski hópurinn gistir. Í gćrkvöldi var efnt til hrađskáksmóts međal keppenda og ţar sigrađi Oliver Aron Jóhannesson eftir úrslitaskák viđ Svíann Axel Berglind. Helgi Árnason formađur Skákdeildar Fjölnis er fararstjóri hópsins en ţeir Carl Fredrik forseti sćnska skáksambandsins og Sverrir Ţór sem búsettur er í nágrenni Uppsala og liđsmađur Fjölnis hafa veg og vanda viđ skipulagningu ţessarar glćsilegu heimsóknar međ stuđningi íslenska sendiráđsins og Uppsala Kommune. 

IMG 1679

Međ stuđningi ýmissa fyrirtćkja og Sćnsk-íslenska samstarfssjóđsins býđur Skákdeild Fjölnis tíu ungmennum, sem alist hafa upp og teflt fyrir Fjölni, upp á metnađarfulla ţjálfunar-og keppnisbúđir í Uppsala í Svíţjóđ nú um helgina. Heimsóknin er skipulögđ af Carl Fredrik forseta sćnska Skáksambandsins og Fjölnismanninum G. Sverri Ţór sem býr einmitt í nágrenni Uppsala. Fjölniskrakkarnir eru miklir afreksmenn í skákinni og hafa allir unniđ fjölmarga Íslands-og Norđurlandameistaratitla međ skáksveitum Rimaskóla og líka einir og sér, eins og Dagur Ragnarsson og Nansý Davíđsdóttir.

Fjölnisungmennin voru í félagsskap efnilegustu ungmenna Svía í skák

Dagskrá heimsóknarinnar stendur í ţrjá daga og fyrsta daginn fengu ungmennin frábćra kennslu í tćpa fjóra tíma hjá ţeim Jesper Hall ungmennaţjálfara Svía og Axel Smith sem einnig hefur náđ frábćrum árangri í ţjálfun ungra skákmanna. Jesper Hall hefur ţjálfađ alla efnilegustu skákmenn Svía, ţar fremstan Íslandsvininn Nils Grandelius en einnig heimsmeistarann Magnus Carlsen sem ţáđi tíma hjá Hall um ţriggja ára skeiđ. Íslensku unglingarnir stóđu sig mjög vel hjá Jesper Hall og einkum ţá Dagur Ragnarsson sem leysti allar skákţrautirnar á ótrúlega stuttum tíma. "Fljótari en Carlsen" sagđi Jesper Hall í tvígang viđ Dag ţegar sá síđarnefndi leysti flétturnar hverja af annarri. Á morgun og á sunnudag tefla Fjölniskrakkar landskeppni viđ efnilegustu skákmenn Svía og fer mótiđ fram á Hótel Park Inn ţar sem íslensku gestirnir gista. 

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 35
  • Sl. viku: 231
  • Frá upphafi: 8764920

Annađ

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 151
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband