Leita í fréttum mbl.is

Róbert efstur á HT Vinaskákmótinu

5

Róbert Lagerman sigrađi á HT Vinaskákmótinu sem fram fór í Vin í gćr, hlaut 5 vinninga af sex mögulegum. Gunnar Björnsson hlaut líka 5 vinninga en varđ ögn lćgri á stigum og ţriđji varđ Ólafur B. Ţórsson. Ađ mótinu stóđu Hrókurinn og Vinaskákfélagiđ. 

1

Heiđursgestur mótsins var Eygló Harđardóttir félagsmálaráđherra og hún lék fyrsta leikinn fyrir Róbert gegn hinum knáa Hjálmari Hrafni Sigurvaldasyni. Eygló mátti velja leikinn sjálf og sveiflađi ađ sjálfsögđu fram drottningarpeđinu. Fram kom í ávarpi Eyglóar ađ hún lćrđi ung ađ tefla og ađ skáklistin er í hávegum höfđ í hennar fjölskyldu. 

3

Á HT Vinaskákmótinu var vígđ splunkunýtt vöfflujárn sem Heimilistćki fćrđu athvarfinu ađ gjöf, og ţví lagđi undursamlegan ilm um húsiđ međan Ingi Hans sýndi enn einu sinni snilld sína í eldhúsinu.

4

Í humátt á eftir efstu mönnum komu Hjálmar Hrafn, Arnljótur Sigurđsson, Haukur Halldórsson, Finnur Kr. Finnsson, Hörđur Jónasson, Björgvin Kristbergsson, Davíđ Ingimarsson og Gunnar Gestsson.

2

Fastar skákćfingar eru í Vin á mánudögum og ţar er teflt flesta daga. Allir eru hjartanlega velkomnir í Vin.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.6.): 24
  • Sl. sólarhring: 32
  • Sl. viku: 196
  • Frá upphafi: 8766387

Annađ

  • Innlit í dag: 9
  • Innlit sl. viku: 112
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 7

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband