Leita í fréttum mbl.is

Skákţáttur Morgunblađsins: Guđmundur náđi lokaáfanganum í Litháen

Guđmundur Kjartansson vann sína fyrstu ÓlympíuskákGuđmundur Kjartansson sigrađi á skákmótinu í Panevezys í Litháen sem lauk um síđustu helgi. Međ sigrinum sló Guđmundur tvćr flugur í einu höggi: vann mótiđ og náđi lokaáfanga ađ stórmeistaratitli. Nú ţarf hann ađeins ađ bćta viđ stigatölu sína til ađ hljóta útnefningu hjá FIDE; stigatala hans stendur nú í 2.474 Elo-stigum en markiđ er 2.500 Elo-stig. Guđmundur, sem varđ Íslandsmeistari í fyrra, hefur átt misjöfnu gengi ađ fagna undanfariđ en hrökk í gang í Litháen. Árangur hans mćlist upp á 2.661 Elo-stig, en hann hlaut ˝ vinningi meira en til ţurfti. Margir ţekktir meistarar voru međ í mótinu en lokastađan varđ ţessi: 1. Guđmundur Kjartansson 7 v.(af 9) 2. Maxim Lugovskí (Rússland) 6˝ v. 3. Titas Stremavcius (Litháen) 6 v. 4. Normund Miezes (Lettland) 5 v. 5.-6. Tapani Sammalvuo ( Finnland) og Lukasz Jarmula (Pólland) 4 v. 7.-8. Andrei Maksimenko ( Úkraína ) og Ottomar Ladva ( Eistaland) 3˝ v. 9. Ilmars Starotits (Lettland) 3 v. 10. Roland Lötcher (Sviss) 2˝ v. Međal nćstu verkefna Guđmundar er „Milljón dollara mótiđ“ í Las Vegas.

 

Aftur tapar Magnús Carlsen fyrir Topalov

Helsti skákklúbbur Bandaríkjanna um ţessar mundir er í St. Louis í Missouri-ríki en ţar stendur nú yfir stórmót sem ber nafniđ Sinquefield-bikarinn. Kostnađarmađur mótsins og klúbbsins er bandaríski auđjöfurinn Rex Sinquefield, sem jafnframt rekur ţar frćgđarhöll skákarinnar. Ţetta er í ţriđja sinn sem ţetta mót fer fram. Áriđ 2013 sigrađi Magnús Carlsen en á mótinu í fyrra vann Fabiano Caruana fyrstu sjö skákir sínar og sigrađi međ yfirburđum. Sem fyrr beinist athyglin ađ Magnúsi Carlsen, sem aftur hóf stórmót međ ţví ađ tapa fyrir Veselin Topalov. Hann vann svo heppnissigur yfir Caruana í 2. umferđ og skákir sínar í ţriđju umferđ og fimmtu umferđ og er greinilega stađráđinn í ađ berjast um efsta sćtiđ. Stađan eftir fimm umferđir: 1. -2. Aronjan og Carlsen 3 ˝ v. 3. - 4. Topalov og Giri 3 v. 5. - 6. Nakamura og Vachier Lagrave 2 ˝ v. 7. - 8. Caruana og Grischuk 2 v. 9. - 10. So og Anand 1 ˝ v.

Armenar hafa lengi bundiđ miklar vonir viđ sinn fremsta mann, Levon Aronjan, en hann hefur falliđ í skuggann af yngri mönnum og á erfitt uppdráttar ţegar hann teflir viđ Magnús Carlsen. En hann hefur teflt manna best í St. Louis, sbr. glćsilega sigurskák hans í 4. umferđ:

Wesley So – Levon Aronjan

Nimzo-indversk vörn

1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rc3 Bb4 4. f3 c5 5. d5 O-O 6. e4 d6 7. Rge2 a6

Í ţessu vinsćla afbrigđi hefur áđur veriđ reynt ađ leika 7. ... b5. Aronjan lćtur sér nćgja ađ hóta ţeim leik.

8. a4 Ba5 9. Bd2 exd5 10. cxd5 Rh5 11. g3 Rd7 12. Bg2 b5 13. g4?!

Vafasamur leikur sem Aronjan er fljótur ađ refsa.

13. ... b4! 14. Rb1 Dh4+ 15. Kf1 Re5!

Aldrei ađ víkja! 16. gxh5 er nú svarađ međ 16. ... f5! međ sterkri sókn eftir f-línunni.

16. Be1 Df6 17. gxh5 Rxf3 18. Bf2 Bg4 19. Dc1 Rd4 20. Rxd4 cxd4 21. e5?! dxe5 22. Rd2 Hac8 23. Db1 b3! 24. Rxb3

Eđa 24. Re4 Df4 o.s.frv.

24. ... Bb6 25. a5 Ba7 26. Kg1 Bf5 27. Be4 Dg5+ 28. Kf1 Df4!

G16UHSA4Laglegur lokahnykkur. Eftir 29. Bxf5 kemur 29. ... d3! og eftir 30. De1 Hc2 er hvítur varnarlaus. So lagđi ţví niđur vopn.

Hćgt er ađ fylgjast međ beinum útsendingum á vefnum Chess24. Útsendingar hefjast kl. 18. 

Helgi Ólafsson helol@simnet.is

Skákţćttir Morgunblađsins eru birtir á Skák.is viku síđar en í sjálfu 

Grein ţessi birtist í Morgunblađinu 29. ágúst 2015

Skákţćttir Morgunblađsins


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.6.): 4
  • Sl. sólarhring: 42
  • Sl. viku: 193
  • Frá upphafi: 8766195

Annađ

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 170
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband