Leita í fréttum mbl.is

Mykhaylo sigurvegari lokamóts Bikarsyrpunnar

bikar15_r5__4_

Í dag fóru fram tvćr síđustu umferđirnar í fjórđa og síđasta móti Bikarsyrpu TR ţetta tímabiliđ og var loftiđ sannarlega lćvi blandiđ í Skákhöll félagsins ađ Faxafeni.  Upp úr klukkan tíu í morgun tóku keppendur ađ tínast á skákstađ, enn á ný tilbúnir ađ murka líftóruna úr andstćđingum sínum, alltsvo á hinum mögnuđu 64-reita borđum. 

Fyrir fjórđu umferđ leiddi Nikulás Ýmir Valgeirsson međ fullt hús vinninga en Hjörtur Kristjánsson, Bjarki Ólafsson og Mykhaylo Kravchuk komu í humátt međ 2,5 vinning.  Ţeir fjórir mćttust í innbyrđis viđureignum og ljóst var ađ hart yrđi barist til ađ vera í sem bestri stöđu fyrir loka-orrustuna síđar um daginn.  Svo fór ađ Bjarki vann Nikulás nokkuđ örugglega međ hvítu mönnunum, stillti mönnum sínum vel upp á međan svörtu fótgönguliđarnir voru fullrólegir.  Endađi sú barátta međ mikilli beyglu svarts ţar sem drottningin var á óćskilegu flandri í kringum menn sína, sem ţvćldust fyrir hennar hátign, og hlaut fyrir vikiđ skjótan endi á sínu lífi er Bjarki slátrađi henni međ laglegri fráskák. 

Međ sigrinum skaust Bjarki frammúr Nikulási en viđ hliđ ţeirra, á öđru borđi, stýrđi Hjörtur hinum ljósu taflmönnum gegn eilítiđ dekkri hermönnum Mykhaylos.  Hart var barist en ađ lokum sćttust ţeir félagar á skiptan hlut í stöđu sem virtist gefa ágćtis tilefni til ţess enda höfđu báđir einn riddara og jafnmörg peđ hvor. 

Međ fyrrgreindu jafntefli var Bjarki kominn í kjörstöđu fyrir lokaumferđina, einn á hinum kalda toppi međ 3,5 vinning, en heil strolla sex keppenda beiđ rétt fyrir neđan tindinn eftir tćkifćri til ađ hrifsa hásćtiđ af honum, enda ađeins hálfum vinningi á eftir. 

Ţegar keppendur settust gegnt hver öđrum í fimmtu og síđustu umferđ mátti nánast skera loftiđ, svo mikil var spennan.  Ef rýnt var vel í hinar sex gerđir vígamannanna á hinum ferköntuđu og köflóttu reitum var líkt og blóđ drypi af tönnum ţeirra og vopn ţeirra vćru ţyngri og öflugri en gengur og gerist. 

Á efsta borđi stýrđi Mykhaylo hvítu mönnunum gegn svörtum bandítum Bjarka og úr varđ löng og ströng barátta ţar sem stöđuleg togstreita einkenndi fyrri hluta rimmunnar.  Jafnt og ţétt saumađi Mykhaylo ţó ađ kóngi Bjarka og var skjól hins dökkklćdda kóngs orđiđ allgisiđ sem leiddi til ţyngri og ţyngri varnar hinna vinnandi hermanna.  Bjarki barđist vel, reyndi ađ kreista fram gagnsókn en varđ ađ lokum ađ játa sig sigrađan eftir hetjulega baráttu. 

Međ sigrinum ruddi Mykhaylo Bjarka úr toppsćtinu en bíđa ţurfti eftir lokum annarra viđureigna til ađ fá á hreint hver stćđi uppi sem sigurvegari ţar sem mjótt var á munum.  Á ţriđja borđi höfđu Kristján Dagur Jónsson og Alexander Már Bjarnţórsson gert jafntefli eftir ađ sá fyrrnefndi hafđi haft vćnlega stöđu í hróksendatafli.  Ţví var ljóst ađ hvorugur ţeirra nćđi Mykhaylo ađ vinningum. 

Augu viđstaddra beindust ţví ađ öđru borđi ţar sem fram fór verulega svakaleg barátta á milli Nikulásar og Hjartar ţar sem sá fyrrnefndi fékk ađ hefja skákina, enda stýrandi hvítu mönnunum.  Eftir ađ mönnum hafđi veriđ stillt upp blés Nikulás í herlúđra, öllu heldur stríđslúđra, ţví hann fórnađi manni til ađ komast betur ađ kóngi Hjartar.  Úr varđ ađ sóknin var ekki nćgilega öflug og virtist Hjörtur vera međ vörnina á hreinu allan tímann, en smámsaman skapađist algjör glundrođi á vígvellinum ţar sem Hjörtur var međ margskonar máthótanir á hendur hvíta kónginum.  Nikulás stríddi kóngi svarts ţó lengi vel međ hrókum sínum tveimur ásamt biskupi enda stađan á borđinu opin í alla enda.  Ađ lokum ţvarr ţó skákir hvíts og eftirleikurinn var auđveldur fyrir svartan. 

Hjörtur jafnađi ţarna Mykhaylo ađ vinningum en eftir stigaútreikning var sá síđarnefndi eilítiđ ofar og vann ţví sitt annađ mót í Bikarsyrpunni – glćsilegt hjá Mykhaylo.  Árangur Hjartar er eftirtektarverđur ţar sem hann hefur ekki sést á mótum áđur og hóf taflmennsku fyrir skömmu síđan.  Ţrír keppendur komu nćstir í mark međ 3,5 vinning; Alexander Már, Bjarki og Kristján Dagur en Alexander hlaut ţriđja sćtiđ eftir ţrefaldan stigaútreikning. Umrćddur Mykhaylo hlaut einnig vegleg verđlaun fyrir bestan samanlagđan árangur í mótunum fjórum en fyrir hann fékk hann fimm fría einkatíma hjá einum af alţjóđlegu meisturunum í TR auk glćsilegs farandbikars.  Aron Ţór Mai og Guđmundur Agnar Bragason urđu í öđru og ţriđja sćti yfir samanlagđan árangur og hlutu sömuleiđis einkatíma ađ launum. 

Vel heppnađri eldskírn Bikarsyrpunnar er lokiđ og viljum viđ í Taflfélagi Reykjavíkur koma á framfćri ţökkum til allra glćsilegu keppendanna ásamt foreldrum og forráđamönnum fyrir ađ búa til međ okkur skemmtilega mótasyrpu sem verđur án nokkurs vafa endurtekin á nćsta tímabili.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 36
  • Sl. viku: 231
  • Frá upphafi: 8764920

Annađ

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 151
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband