Leita í fréttum mbl.is

Mikil skemmtun á lokamóti Páskaeggjasyrpunnar!

Lokamótiđ í Páskaeggjasyrpu Nóa Síríus og Taflfélags Reykjavíkur fór fram síđastliđinn sunnudag. Fyrstu tvö mótin í syrpunni heppnuđust afar vel og voru mikil skemmtun, og lokamótiđ varđ engin undantekning.

Í eldri flokki mćttu 33 keppendur til leiks, allt frá krökkum sem tiltölulega nýlega hafa byrjađ ađ yđka skák af kappi upp í okkar sterkustu og efnilegustu unglinga. Stigahćstir og sigurstranglegastir fyrirfram voru tvíburabrćđurnir Björn Hólm og Bárđur Örn Birkissynir en ţeir höfđu barist um sigurinn í öđru móti syrpunnar. Ţar hafđi betur Bárđur Örn og svo fór ađ lokum ađ hann sigrađi einnig í lokamótinu.

 

Ţeir brćđur komu hnífjafnir í mark međ 5 1/2 vinning úr sex skákum eftir ađ hafa gert innbyrđis jafntefli en sigrađ alla ađra andstćđinga sína. Tvöfaldan stigaútreikning ţurfti til ađ úrskurđa Bárđ sigurinn!

 

Í ţriđja sćti endađi svo Birkir Ísak Jóhannsson međ fimm vinninga en hann hefur teflt mikiđ í vetur og er í mikilli framför. Allir koma ţessir strákar úr afrekshóp Taflfélags Reykjavíkur og hafa látiđ mikiđ ađ sér kveđa á mótum vetrarins.

 

Ţorsteinn Magnússon, einnig úr TR endađi einn í fjórđa sćti međ fjóra og hálfan vinning en sex keppendur komu síđan nćstir međ fjóra vinninga. Međal ţeirra var Katla Torfadóttir sem vakti sérstaka athygli fyrir góđa taflmennsku en hún mćtti ásamt nokkrum félögum sínum frá Hellu í öll mót syrpunnar. Hún varđ efst stúlkna á mótinu. Afskaplega skemmtileg heimsókn krakkanna frá Hellu og frábćrt ađ sjá hve öflugt skákstarf fer ţar fram.

 

Ţađ var ekki bara keppt um sigur í mótinu á sunnudag, heldur einnig um besta samanlagđa árangurinn úr mótunum ţremur í syrpunni. Ţar hafđi sigur hinn ungi og bráđefnilegi Alexander Már Bjarnţórsson en hann er einungis 10 ára.

 

Hann sigrađi í fyrsta móti syrpunnar og náđi góđum árangri í hinum mótunum tveimur sem skilađi honum í fyrsta sćtiđ međ 13 vinninga samtals úr 18 skákum.

Í öđru sćti samanlagt varđ áđurnefnd Katla Torfadóttir, og í ţriđja sćti Bárđur Örn Birkisson sem sigrađi á tveimur mótum syrpunnar.

 

 

Í yngri flokk ţar sem kepptu börn fćdd 2006 og síđar var baráttan jöfn og tvísýn. Ţađ dró til tíđinda í fjórđu umferđ en ţá mćttust Stefán Orri Davíđson Huginn og Gabríel Sćr Bjarnţórsson TR sem báđir höfđu unniđ ţrjár fyrstu skákirnar sínar. Í ţeirri viđureign stóđ Gabríel til sigurs ţegar ađ hann féll á tíma.

 

Stefán Orri gerđi svo engin mistök í síđustu tveimur skákunum og sigrađi međ fullu húsi sex vinningum af sex mögulegum. Hann endurtók ţví leikinn frá ţví í öđrum móti syrpunnar en ţar sigrađi hann einnig međ fullu húsi.

 

Gabríel Sćr endađi í öđru sćti međ fimm vinninga og í ţriđja sćti varđ svo Alexander Björnsson einnig úr TR međ fjóra og hálfan vinning.

Freyja Birkisdóttir TR stóđ sig best af stelpunum og endađi í fjórđa sćti međ fjóra vinninga.

 

 

Sérstaka athygli í ţessum flokki vakti Bjartur Ţórisson úr TR en hann er einungis fimm ára. Hann stóđ sig vel á fyrstu tveimur mótunum og í ţví ţriđja gerđi hann sér lítiđ fyrir og krćkti í fjóra vinninga. Sannarlega efnilegur piltur ţar á ferđ!

 

 

Keppnin um besta samanlagđa árangurinn í yngri flokki var ekki síđri en í ţeim eldri.

 

 

Ţar sigrađi Vignir Sigur (nafn međ rentu) Skúlason úr TR. Hann vann fyrsta mótiđ og náđi svo ágćtis árangri í öđru og lokamótinu sem tryggđi honum fyrsta sćtiđ međ 13 vinninga. Í öđru sćti samanlagt varđ skákprinsessan Freyja Birksidóttir og í ţví ţriđja Stefán Orri Davíđsson.

 

 

 

Ţađ var mikil eftirvćnting í lokin ţegar dregin voru út í happdrćtti ţrjú stór og gómsćt páskaegg frá Nóa Síríus ásamt glćsilegri skákklukku. Ţar hafđi Iđunn Helgadóttir heppnina međ sér og vann stćrsta eggiđ. Skákklukkan kom svo í hlut Björns Magnússonar og kannski viđ hćfi enda ţekktur fyrir klukkubarning!

Ađ lokum fengu allir sem tóku ţátt í syrpunni lítiđ páskaegg ađ gjöf frá Nóa. Ţađ var bros á hverju andliti ţegar syrpunni var formlega slitiđ!

 

 

Páskaeggjasyrpan var líkt og í fyrra einn best heppnađi og skemmtilegasti viđburđur starfsársins hjá TR. Taflfélag Reykjavíkur vill ţakka ţeim fjölmörgu krökkum sem tóku ţátt, foreldrum sem fylgdust spennt međ framgangi ungviđsins og síđast en ekki síst Nóa Síríus fyrir ađ styrkja svo myndarlega sem raun bar vitni Páskaeggjasyrpuna 2015. Sjáumst ađ ári! 

Lokastöđuna í eldri flokk má finna hér

Lokastöđuna í yngri flokk má finna hér 

Fjölmargar myndir frá mótunum ţremur í syrpunni má finna hér

Nánar á heimasíđu TR


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 34
  • Sl. viku: 232
  • Frá upphafi: 8764921

Annađ

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 152
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband