Leita í fréttum mbl.is

Skákţáttur Morgunblađsins: Skákfélagiđ Huginn varđ Íslandsmeistari

Íslandsmeistarar Skákfélagsins Hugins

Skákfélagiđ Huginn er Íslandsmeistari skákfélaga keppnistímabiliđ 2014-2015 en fjórar síđustu umferđir Ísllandsmótsins fóru fram í Rimaskóla um helgina. Fyrir lokasprettin sóttu sveitir Taflfélags Reykjavíkur og Taflféags Vestmannaeyja hart ađ efsta liđinu en ţrátt fyrir stóra sigra hélt Huginn forystunni allt til enda. Tíu sveitir tefldu í efstu deild og fór keppnin fram á átta borđum í hverri umferđ. Lokaniđurstađan varđ ţessi:

1. Huginn 56˝ v. (af 72 mögulegum) 2. Taflfélag Reykjavíkur 55 v. 3. Taflfélag Vestmannaeyja 52˝ v. 4. Fjölnir 38 v. 5. Taflfélag Bolungarvíkur 36 v. 6. Skákfélag Akureyrar 33˝ v. 7. Vikingaklúbburinn 29˝ v. 8. Huginn b-sveit 25 v. 9. Skákfélag Reykjanesbćjar 17˝ v. 10. Skákfélag Íslands 16˝ v.

Íslandsmótiđ fer fram samkvćmt hefđ í tveimur hlutum en fyrri hlutinn fór fram sl. haust. Reglur keppnnnar gera ráđ fyrir ađ erlendir keppendur megi vera tveir í hverri umferđ. Međal erlendu stórmeistaranna sem tefldu međ sveit Hugins voru Englendingurinn Gawain Jones, Búlgarinn Cheparinov, Hollendingurinn Robin Van Kampen og Kanadamađurinn Eric Hansen. Hjörvar Steinn Grétarsson og Stefán Kristjánsson tefldu allar níu umferđirnar fyrir Hugin.

Íslandsmótiđ fór fram í fjórum deildum. Í 2. deild sigrađ Taflfélag Reykjavíkur. Í 3. deild sigrađi c-sveit Taflfélags Reykjavíkur og í 4. deild sigrađi d-sveit Taflfélags Reykjavíkur. 

Jón beiđ í 45 ár eftir sigri yfir stórmeistara

Talsvert var um óvćnt úrslit í keppni helgarinnar. Baldur Kristinsson sem tefldi fyrir b-sveit Hugins vann stórmeistarann Margeir Pétursson í 6. umferđ. Í 7. umferđ vann Rúnar Sigurpálsson Portúgalann Louis Galego, Stefán Bergsson vann Helga Áss Grétarsson í 8. umferđ og í sömu umferđ vann Guđmundur Kjartansson sigur á Jóhanni Hjartarsyni. 

Ţegar seinni hluti Íslandsmótsins hófst sl. fimmtudagskvöld var ţađ hinn 72 ára Jón Kristinsson sem átti sviđiđ er hann vann Henrik Danielsen sem tefldi fyrir Taflfélag Vestmanaeyja á sannfćrandi hátt. Jón var einn sigursćlasti skákmađur Íslands á sjöunda og áttunda áratug síđustu aldar. Um miđjan áttunda áratuginn var hann ráđinn útbússtjóri Búnađarbanka Íslands á Hólmavík og hćtti ţá taflmennsku ađ mestu leyti. En hann er byrjađur aftur og hefur veriđ međ á tveim síđustu Reykjavíkurskákmótum. Á Reykjavíkurmótinu áriđ 1970 vann hann stórmeistarana Friđrik Ólafsson og Milan Matulovic og í Rimaskóla 45 árum síđar kom nćsti sigur:

Jón Kristinsson - Henrik Danielsen

1. d4 d6 2. c4 e5 3. Rc3 exd4 4. Dxd4 Rc6 5. Dd2 Rf6 6. g3 Be6 7. Rd5 Re5 8. b3 Re4 9. Dc2 Rc5?! Svartur átti sterkari leik 9.... Bf5.

10. Bb2 c6 11. Rf4 Be7 12. b4 Bf6 13. Hc1 Rd7 14. Rxe6 fxe6 15. Bh3 0-0 16. f4 Db6? Hćpin mannsfórn. Eftir 16.... Rf7 17. Bxe6 hefur svartur vissar bćtur fyrir peđiđ.

17. fxe5 Rxe5 18. Dd2 Had8 19. Bd4 c5 20. Be3 d5

Hann varđ ađ bregđast hart viđ liđskipunaráformum svarts.

21. Bxc5 Da6 22. b5 Da4 23. Bxe6+ Kh8 24. Bxd5 Hfe8 25. Bd4 Hxd5 26. cxd5 Bg5 27. e3! Rg4 28. Hc3 Bxe3 29. Bxe3 De4 30. Rf3! Dxf3 31. Hf1 De4 32. d6 Rxe3 33. Hxe3! 

G8PTRCSV33.... Db1+

Gegn leiknum sem blasir viđ: 33.... Dxe3+ hafđi Jónfundiđ snjalla vinningsleiđ:

34. Dxe3+ Hxe3 35. Kf2! He8 36. d7 Hd8 37. He1! og vinnur.

34. Ke2 Dxb5+ 35. Dd3 Db2+ 36. Kf3

og svartur gafst upp.

Helgi Ólafsson helol@simnet.is

Skákţćttir Morgunblađsins eru birtir á Skák.is viku síđar en í sjálfu Morgunblađinu.  

Grein ţessi birtist í Morgunblađinu 23. mars 2015.

Skákţćttir Morgunblađsins


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 16
  • Sl. sólarhring: 49
  • Sl. viku: 183
  • Frá upphafi: 8764028

Annađ

  • Innlit í dag: 16
  • Innlit sl. viku: 152
  • Gestir í dag: 16
  • IP-tölur í dag: 13

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband